Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Qupperneq 17
11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Alla foreldra dreymir um að börnin þeirra upplifi ham- ingju. Foreldrar ættu þó að hafa í huga að byrja á að huga að eigin hamingju. Óhamingjusamt foreldri er ekki líklegt til að stuðla að hamingju barna sinna. Hamingjusöm börn*Og það bobobobobo-borgarsig að brosa. Pollapönk  Gott Eurovision-partí byrjar að morgni þegar allir vakna og klæða sig. Áskorunin snýst um að allir velja sér sinn eftirlætis Pollapönks- lit og finna eina flík eða fylgihlut í þeim lit og nota út daginn.  Það er eitthvað sérstaklega skemmtilegt við það að fara í mat- vöruverslun og velja veitingar kvöldsins samdægurs. Takið alla fjölskylduna með og leyfið hverjum og einum að velja eitthvað tvennt á hlaðborð kvöldsins. Það sem vantar upp á hlaðborðið sjá svo hinir eldri um að kaupa.  Á hádegi er upplagt að bjóða allri fjölskyldunni upp á næring- arríkan og hollan hádegisverð því kvöldið verður án efa veisla sykurs og fitu á flestum bæjum. Smá há- degislúr er mikilvægur fyrir þá sem ætla að vaka.  Eftir hádegismat skal skipta fjölskyldunni í 2-3 hópa eftir stærð. Tveir og tveir æfa saman skemmti- atriði fyrir kvöldið þar sem söngur og helst dans skal koma við sögu. Tilvalið að sýna atriðið í hléi.  Það er rík hefð fyrir því að sjónvarps- kynnar Eurovision- kvöldsins skipti um fatnað á miðju kvöldi. En slíkt verður að sjálfsögðu að koma á óvart. Leyfið öllum að fara í fatakistur, geymslur og annað um daginn, skoða gömul föt og máta. Hver og einn velur sér leynilega fatnað sem hann klæðir sig svo í öllum að óvörum einhvern tímann um kvöldið og reynir að birtast aftur í stofunni eins óvænt og hægt er með sem glæsilegastri innkomu. Ímyndið ykkur að þið þurfið að fanga athygli heimsins á sviðinu og toppið hvert annað.  Seinnipartinn er gott að róa mann- skapinn aðeins niður og fá alla til að setjast niður og föndra hvatning- arspjöld fyrir Pollapönkarana. Gott er að nota stífari pappa eins og ut- an af morgunkorni. Nokkur Áfram Ísland-spjöld heima í stofu munu án efa senda góða strauma út.  Kvöldmatinn er gott að hafa tilbúinn á borðum um hálftíma áð- ur en keppni hefst og fingramatur gerir borðhaldið oft fjörugra. Til dæmis mætti útbúa kjúklinga- vængjaveislu eða hafa taco-þema eins og sjá má á bls. 32.  Ef einhver vill fara út í garð til að hvíla eyrun aðeins meðan á keppni stendur er hér sérhannaður Pollapönksleikur. Finnið til fullt af smáhlutum um daginn sem eru í Pollapönkslitunum; bleikum, bláum, rauðum og gulum. Þetta geta verið lúdóspilakarlar, eldhúsáhöld, serví- ettur, blöðrur, tússpennar, sokkar og lítil leikföng. Felið um allan garð, vel og vandlega, alls ekki hafa staðina auðvelda. Sendið fjöl- skylduna út og sá sem er fyrstur að finna og safna fjórum hlutum í öllum litum vinnur. Hafið tilbúinn skemmtilegan vinning svo sem bíó- eða sundmiða. julia@mbl.is LEIKUR, MATUR OG FJÖR Fullkominn Eurovision-dagur TIL AÐ GERA EUROVISION-DAGINN SEM BESTAN ER UM AÐ GERA AÐ NÝTA ALLAN DAGINN OG HEFJA GLEÐINA AÐ MORGNI. Lítur alltaf vel út. Líka í myrkri. Audi Q3 lýsir upp veginn í orðsins fyllstu merkingu með glæsilegum framljósum sem bregðast sjálfkrafa við breytingum á birtuskilyrðum. Þetta er enn eitt dæmið um þá stefnu Audi að láta útlit og innihald alltaf haldast í hendur. Audi Q3 kostar frá kr. 7.590.000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.