Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 22
A mma Hulda Þórisdóttir heitin byrjaði að taka mig með í gönguferðir í Hvalfirði þegar ég var fjögurra eða fimm ára. Hún fór um fjörur og móa og var óþreytandi við að segja mér sögur og útskýra ýmislegt í umhverfinu. Svo smátt og smátt fór ég sjálfur að ganga lengri og erfiðari leiðir, sérstaklega í kringum Botnsdalinn í Hvalfirði, þar sem afi og amma áttu bústað,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri og göngugarpur með meiru. Í vikunni kom bókin Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur út en í henni fjallar Einar um, eins og nafnið gefur til kynna, átta dagleiðir, sem eru ekki mjög langt frá höf- uðborgarsvæðinu. Flestar eru þær stikaðar eða varð- aðar, þannig að það á að reynast þægilegt að fara þær – þó með viðeigandi öryggisbúnaði, svo sem korti, áttavita og GPS-tæki. Í bókinni eru kort af leiðunum og ítarleg- ar leiðarlýsingar með sögum og fróðleik í tengslum við þær. Einnig eru um 100 ljósmyndir af umhverfinu á gönguleiðunum. „Það er erfitt að lýsa því nákvæmlega hvað göng- urnar gefa mér. Það er auðveldara að lýsa líkamlega þættinum – auðvitað gefa þær hreyfingu, það er gott fyrir liðina og bakið og vöðva að ganga í ójöfnum. Einn- ig er það gott fyrir þrekið og þolið – það er auðveldara að takast á við daginn ef maður er í góðu formi. Hvað varðar andlega þáttinn, þá gefa göngurnar einhverja óútskýrða orku og ró í senn. Ef mér líður illa, þá er eitt það besta sem ég geri að fara í göngutúr og sjá lands- lagið. Þegar mér líður vel þá líður mér enn betur með því að fara um landslag. Þar fæ ég hugmyndir og þar upplifi ég líka ástríðu, einlægni, sögu manns og náttúru og ótrúlegt lífríki. Það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart og alltaf sé ég eitthvað nýtt. Þegar ferðast er í hóp, þá eykur það enn á ánægjuna að deila upplifuninni með öðrum – fólk sér stundum mismunandi út úr sömu stöðunum og getur haldið upp á staði af ólíkum ástæð- um. Og einhvern veginn er það þannig að ég hef ekki ennþá fundið stað sem mér finnst ljótur. Allir staðir hafa eitthvað við sig.“ Einar stofnaði gönguhópinn Vesen og vergang haust- ið 2011 og fór þá að leggja áherslu á að ganga gamlar þjóðleiðir og tilbrigði við þær. „Ég hef nefnilega sérstaklega gaman af því að feta í fótspor forfeðranna, fara á milli staða – vera á leiðinni eitthvert. Gönguhópurinn var einmitt stofnaður svo að hópar gætu tekið sig saman og leigt rútu til að auðvelda það að labba frá einum stað til annars. Í tengslum við göngurnar þá safnaði ég saman fróðleik og sögum til að segja á leiðinni líkt og amma gerði fyrir mig áður fyrr. Smátt og smátt safnaðist þessi fróðleikur upp og ég fór síðan að kanna hvort það væri grundvöllur til útgáfu á þessu. Forlagið tók vel í það og nú er bókin komin út.“ Hvaða ráð gefurðu okkur sem göngum aldrei neitt en langar að byrja að prófa og feta okkur áfram? „Ég ráðlegg fólki að byrja að ganga styttri vega- lengdir og fínt að byrja á stöðum sem maður þekkir vel. Það munar um hvern kílómetra sem er farinn og því geta klukkutíma kvöldgöngur með bakpoka reynst góð byrjun. Það er um að gera að setja sér hæfileg mark- mið og leyfa sér að vinna áfangasigra, frekar en að ætla að sigra lokaáfangann í fyrsta skrefi. Maður nýtur göngunnar miklu betur ef formið er að verða gott.“ „Ég ráðlegg fólki að byrja að ganga styttri vegalengdir og fínt að byrja á stöðum sem maður þekkir vel,“ segir Einar Skúlason. Morgunblaðið/Eggert GÖNGUR GEFA RÓ OG ORKU Ástríðan kviknaði snemma EINAR SKÚLASON SEGIR GÖNGUR GEFA ÓÚTSKÝRANLEGA RÓ OG ORKU. EKKI SÉ SÍÐRA AÐ VERA Í GÓÐUM HÓP OG UPPLIFA UMHVERFIÐ MEÐ ÖÐRUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Heilsa og hreyfing *Rannsóknarblaðamaðurinn Nina Teicholz segir fitu-snauðu mataræði stríð á hendur í nýrri bók sem kemurút 13. maí. Teicholz hefur varið níu árum í að sökkvasér ofan í rannsóknir og ráðgjöf til almennings um nær-ingu og skoðað hvernig sú hugmynd að sneiða hjá fitu ímat kom til sögunnar fyrir meira en hálfri öld. Húnfærir rök fyrir því í bókinni The Big Fat Surprise að aukin neysla fitu, þar með talið mettaðrar fitu, geti bætt heilsu. Bókina er hægt að panta á Amazon. Bók sem mærir fituríkan mat GÓÐ GÖNGULEIÐ Gengið Síldar- mannagötur „Síldarmannagötur er gömul leið á milli Skorradals og Botnsvogs. Það er talið að nafnið megi rekja til þess tíma þegar síld gekk inn Hvalfjörðinn alveg upp í landsteina og að fólk hafi þróað tækni til að veiða síld- ina í Botnsvogi og síðan hafi síldarveiðimenn úr Skorra- dalnum og víðar gengið Síld- armannagötur með feng sinn. Svæðið er líka vett- vangur Harðar sögu og Hólmverja og tilvalið að lesa þá sögu áður en haldið er af stað,“ segir Einar Skúlason um þá gönguleið sem hann valdi að sýna lesendum Sunnudagsblaðs Morgun- blaðsins. Leiðin er 13 km og heild- arhækkun um 450 metrar. Einar segir að gott sé að byrja rólega þegar farið er upp Síldarmannabrekkur, því að meirihluti hækkunar er tekinn þar í byrjun. „Hægt er að lengja leiðina um 4-5 km og ganga út með Þyrli og ég mæli eindregið með því – útsýnið yfir Hvalfjörðinn er dásamlegt þaðan. Annars er gengið yfir Botnsheiðina, sem leið liggur yfir í Skorra- dalinn og má finna gróður- ilminn á sumrin þegar komið er niður í dalinn. Þetta er mjög greiðfær leið og skemmtileg og tilvalin í und- irbúning fyrir lengri og erf- iðari gönguferðir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.