Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 26
V ið erum með fjölbreytt úrval af vörum frá Skandin- avíu og sérstaklega Danmörku. Ég legg mikið upp úr því að vera með vörur sem ekki hafa áður feng- ist á Íslandi, en eru mikið í hönnunarblöðunum úti,“ segir Rakel Hlín sem rekur vefverslunina Snuran.is. Í snúrunni fást vörur frá þekktum hönnunarhúsum þar á meðal HK living, RosenbergCph og Nynne Rosenvinge. Verslunin Snúran var áður á Snorrabraut en Rakel festi kaup á versluninni fyrir skemmstu og ákvað að einblína ein- göngu á vefverslun en hún rak áður barnafataverslunina Fiðrildið. „Ég kynntist vefverslunum vel þegar ég bjó í London. Þá var ég oft föst heima með börnin mín og verslaði mikið á int- ernetinu. Ég keypti meira að segja matvörurnar á netinu, þær voru sendar heim og stillt upp fyrir framan ísskápinn sem mér þótti mikil snilld.“ Rakel segir Íslendinga almennt duglega að versla á int- ernetinu. „Ég bjóst hálfpartinn við því að mín kynslóð, ungt fólk sem er vant því að vera í tölvum, yrði stærsti kúnnahóp- urinn en það kom mér skemmtilega á óvart að ég er með góðan kúnnahóp sem er fæddur um 1940, 1950.“ Rakel segist hafa fengið góð viðbrögð við versluninni og haft í nógu að snúast. „Ég ætlaði mér að taka mastersnámið samhliða rekstr- inum en ég hef ekkert getað sinnt því vegna þess að allur tíminn fer í verslunina,“ segir Rakel og hlær „Þetta er lúxus- vandamál.“ Það eru vissulega mikil þægindi sem felast í því að versla á netinu. „Að þurfa ekki að keyra langar leiðir til þess að nálgast og skoða vöruna en getur þess í stað bara skoðað þig um á net- inu í rólegheitum á kvöldin, margir eru sem dæmi fastir yfir börnum á kvöldin og þá er til dæmis kjörið að skoða vefvef- verslanir. Flestar pantanir sem ég fæ eru á kvöldin.“ Vörurnar eru sendar beint upp að dyrum og svo fær við- komandi sms smáskilaboð áður en varan leggur af stað. Þannig þarf kúnninn ekki að hitta á pósthúsið eða gera sér ferð til þess að sækja vöruna. „Það er ekki á planinu að opna búð. Ég þekki það af eigin reynslu að ef maður er með verslun þá nær maður ekki að sinna heimasíðu eða uppfæra hana eins vel og ákjósanlegt væri. Mig langar að gera þetta vel og einbeita mér að net- versluninni.“ Rakel stefnir á að vera með opin hús á vinnustofu sinni í Hafnarstræti 20 og bjóða þannig fólki að líta við og skoða vöruna. „Það stendur einnig til boða að koma á skrifstofuna til mín og skoða vöruna með því að hringja eða senda fyrirspurnir. Ég er búin að setja þetta fallega upp svo þetta er svolítið eins og „showroom“ þar sem þú getur komið og skoðað og einnig fengið hugmyndir.“ Snúran selur þessa gullfallegu kertastjaka frá Nagelstager repro. Morgunblaðið/Þórður ÍSLENSK VEFVERSLUN MEÐ SKANDINAVÍSKA HÖNNUN Mikil þægindi að versla á netinu RAKEL HLÍN BERGSDÓTTIR REKUR SKEMMTILEGU VEFVERSLUNINA SNÚRUNA. RAKEL LEGGUR RÍKA ÁHERSLU Á GÓÐA ÞJÓNUSTU OG GÆÐI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Rakel Hlín leggur mikið upp úr því að vera með vörur sem ekki hafa áður fengist á Íslandi. Snúran selur fjölbreytt úrval af púðum frá danska fyrirtækinu Fuss. Púðarnir eru prjónaðir úr ítölsku garni og framleiddir í Evrópu. Koparlitaðir blóma- vasar frá Skjalm. Skemmtilegir snagar til þess að hengja í loftið frá Copenhanger. Fallegt veggspjald eftir danka listamanninn Nynne Rosenvinge. Heimili og hönnun *Gardar Eide Einarsson listamaður hefurverið nefndur sem einn af hæfustu lista-mönnum samtímans. Gardar sem er af ís-lensku bergi brotinn hefur tekið að sér aðhanna ilmvatnsglös fyrir mest selda herra-ilm Yves Saint Laurent L’Homme. Gardarsýnir á flöskunni túlkun sína á þessum margrómaða ilmi. Sérstök Art útgáfa er gefin út með verkum Gardars. Gardar hannar ilmvatnsglös fyrir YSL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.