Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Qupperneq 30
Matur og drykkir Lárperan allra meina bót *Nýjar rannsóknir á vegum Loma Linda Háskólans íKaliforníu í Bandaríkjunum hafa sýnt fram á að hálflárpera samhliða hádegisverði kemur í veg fyrirað líkaminn sækist í óhollt snarl seinni partdags. Trefjarík lárperan er full af einómett-uðum fitusýrum sem hjálpar líkamanum aðverða saddur. Um að gera að prófa að borða t.d. hálfa lárperu með hádegisverð- inum og láta nammið í lok vinnudags í friði. Í ris Hera Norðfjörð er eigandi veitingastaðarins Kryddlegin hjörtu sem sérhæfir sig í súpum. Hún titlar sig matarskáld og fékk innblástur að titlinum frá afa sínum. „Ég tók skáldanafnið frá afa mínum, Vilhjálmi skáldi frá Skáholti sem orti til dæmis Ó borg mín borg,“ segir Íris Huld. „Mat- arskáld á vel við mig þar sem maturinn er skáld- aður af mér.“ Íris Huld hefur lengi verið mikil súpu- kona og segir hugmyndina að opna súpustað lengi hafa blundað í henni. „Ég er forfallinn súpuunnandi og líður alltaf svo vel í kroppnum eftir að hafa borð- að súpu. Mín uppáhaldssúpa er indversk súpa með kóríander. Ég er mjög hrifin af indversku kryddi og sterku kryddi og nota það óspart í matargerð.“ Íris segist leggja mikið upp úr ferskleika á veit- ingastað sínum og huga að hráefnum sem valda minna ofnæmi en önnur. „Við notum alltaf ferskt grænmeti. Súpurnar okkar eru gerðar frá grunni og notum við ekki mjólkurvörur, vegna hugsanlegs of- næmis, heldur notum við kókosmjólk eða jurta- rjóma,“ segir Íris. Kryddlegin hjörtu eru til húsa á Skúlagötu og Hverfisgötu en hún segir ætlunina ekki hafa verið að reka tvo staði svo nálægt hvor öðrum, leigusamningur við Skúlagötu sé út þetta ár- ið. „En við höfum ekki lokað staðnum eins og ef- laust margir halda. Hann er enn opinn en frá 11.30- 15.00 og höfum við verið að leigja salinn fyrir ýmsar veislur.“ Í sumar verður Íris Huld á fullu að útbúa góm- sætar súpur fyrir viðskiptavini sína en einnig ætlar hún að finna tíma til þess að njóta náttúrunnar. „Ég vil vera berfætt úti í náttúrunni eins oft og ég get í sumar og finna betri tengingu við móður jörð,“ segir hún að lokum. HOLLAR OG MATARMIKLAR SÚPUR Berfætt úti í náttúrunni í sumar ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ HAFA MIKIÐ FYRIR ÞVÍ AÐ BÚA TIL SÚPUR OG SEGIR ÍRIS HULD, EIGANDI VEITINGARSTAÐARINS KRYDDLEGIN HJÖRTU, OFT SÉ SNIÐ- UGT AÐ NOTA ÞAÐ GRÆNMETI SEM TIL ER Í ÍSSKÁPNUM TIL ÞESS AÐ BÚA TIL SÚPUR. SJÁLF NOTAR HÚN EKKI MJÓLKURVÖRUR HELDUR FREKAR KÓK- OSMJÓLK EÐA JURTARJÓMA ENDA MARGIR GJARNAN MEÐ OFNÆMI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is „Ég er forfallinn súpuunnandi og líður alltaf svo vel í kroppnum eftir að hafa borðað súpu,“ segir Íris Hera, eigandi veitingastaðarins Kryddlegin hjörtu. 2 laukar 4 hvítlauksrif 1 msk. garam masala 1 msk. kúmen 1 msk. paprikuduft 2 dósir niðursoðnir tóm- atar, skornir Örlítið af kanil eða setja kanilstöng út í 1 teningur grænmet- iskraftur (eða eftir smekk) 1 dós kókosmjólk (má sleppa ef vill) Grænmeti eftir smekk, gott að taka það sem er til í ís- skápnum en venjulega hef ég paprikur í öllum litum, sætar kartöflur eða grasker og 4 lúkur af spínati Engifer (eftir smekk) Aðferð: Skerið hvítlauksrifin smátt og laukinn og gljáið í smá stund í olíu á pönnunni. Þegar laukurinn fer að mýkjast þá er tómötunum bætt út í og dass af kanil eða kanilstöng ásamt græn- metiskrafti. Setjið kryddið út í og allt í lagi að bæta smá við. Hellið síðan kókosmjólkinni út í. Stundum set ég 1 bolla af linsu- baunum út í súpuna en þá er gott að hafa lagt þær í bleyti kvöldinu áður. Grænmetið set ég ekki út í súpuna fyrr en hún er tilbúin og læt það liggja í súp- unni í 5 mínútur. Ekki ofsjóða það. Þá er gott að bæta við engifer ef vill og gaman að prófa sig áfram með það. Til að toppa sumarsúpuna raspa ég appelsínubörk út á súp- una og ber hana síðan fram. Ekta sumarsúpa Morgunblaðið/Ómar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.