Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Page 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Page 41
11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 M agabolir voru nú ald- eilis til umræðu í lið- inni viku eftir að of- urfyrirsætan Cara Delevingne og söngvarinn Rih- anna mættu báðar í slíkum bolum á Met Gala sem fram fór í New York. Delevingne klæddist hvít- um buxum við svartan topp sem hannað var af Bítladótturinni, Stellu McCartney. Rihanna klæddist hvítum topp með ermum og var í síðu pilsi við sem náði vel upp í mittið. Hennar kjóll var einnig frá McCartney. Ég er ekki veruleikafirrt og geri mér alveg grein fyrir að þess- ar Hollywood-píur sem eru allar í stærð 0 púlla þetta náttúrlega. Og þetta verði dálítið flóknara fyrir okkur venjulegu Guggurnar sem fara helst ekki út úr húsi nema í aðhaldssokkabuxum eða þeim mun meiri búnaði. Megum við venjulegu Guggurnar lifa? Og næsta spurning: Megum við taka á móti sumrinu í magabol? Frjálslyndið í mér segir að við eigum að finna okkur leið til að púlla þennan tískustraum en samt verð ég aðeins að fara yfir eitt eða tvennt fyrst. Það sem kom mér stórlega á óvart þegar ég sá þessar myndir er að þær kveiktu í mér og ég hugsaði með mér að þetta væri kannski ekki svo afleit hugmynd eftir allt saman. Eftir öll árin sem hlegið hefur verið að fólki í maga- bolum þarf ég að éta ýmislegt of- an í mig. Innst inni finnst mér eitthvað varið í þetta. Þess vegna hringdi ég í tengsla- netið mitt og spurði mínar konur út í magaboli og voru svörin ákaf- lega einsleit. Konunum í kringum mig finnst töff að vera í magabol en þær myndu bara aldrei þora að klæðast slíkum bolum sjálfar. „Ferlega smart á öðrum,“ var svarað alveg í kór. Eftir að hafa farið nánar í gegn- um þetta er alveg ljóst að maga- bolirnir sem þykja móðins núna sýna yfirleitt bara efri magann – ekki þann neðri sem gerir það að verkum að þetta verður í flestum tilfellum mun klæðilegra. Efri maginn er sjaldnast að trufla okkur heldur neðri maginn og honum viljum við helst pakka inn og fela vel og vandlega. Eftir áratuga reynslu erum við flestar komnar með allskonar ráð til að láta þennan líkamspart virka sem rýrastan. Stundum tekst það – stundum ekki … Vondu fréttirnar eru þær að það þýðir víst ekkert að fjárfesta bara í bumbubana, hanga í honum öll kvöld fyrir framan sjónvarpið, og treysta á að þetta reddist bara allt saman á núll einni (og vömbin hverfi). Auðvitað skaðar það eng- an að fara út að hlaupa, lyfta lóð- um eða skottast í einn og einn jógatíma en sannleikurinn er því miður sá að þetta gerist víst allt í eldhúsinu. Þið vitað bara hvernig þetta er. Þegar maður er svoleiðis búinn að dæla í sig kökum, lakkrísrúllum og hrískúlum, hakka í sig pítsu með pepperoni, borða yfir sig af pasta með rjómasósu og taka þristinn … Þá líður okkur eins og við séum að fara í 12 vikna són- arinn og erum klárlega ekki að fara í magabolnum í næsta partí en … Ef við sleppum sjoppuferð- unum og lifum svolítið í ljósinu gæti magabolur verið hin besta hugmynd. Það þarf bara að passa að vera í nógu háum buxum við eða pilsi sem nær alveg upp í mittið eins og Rihanna og þær gerðu. Og passa að bilið á milli flíka verði ekki of mikið. Það hef- ur nú ekki drepið neinn hingað til að sýna fimm sentimetra af holdi eða svo. martamaria@mbl.is Cara Delevingne í Stellu McCartney. Mega konur í magabol lifa? Rihanna, einnig í Stellu McCartney. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi - www.spennandi.com Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 Mikið úrval af fatnaði og gjafavöru fyrir brúðkaupin í sumar SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS NÝ SENDING SUMAR 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.