Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 47
að hann tapaði naumlega fyrir Kennedy, í kosningum sem þóttu ekki þær áreiðanlegustu í bandarískri sögu. Seinna tókst fjölmiðlum að koma Víetnamstríðinu yfir á Nixon, sem var þó sá forsetinn sem lauk styrjöldinni og fékk Kissinger, öryggisráðgjafi og ut- anríkisráðherra forsetans, friðarverðlaun Nóbels fyr- ir það. Maður Rússa Pútín er ekki í raunverulegu stríði, enn sem komið er og nokkrar vonir standa til þess að mál muni ekki fara svo afleitlega, þótt illa horfi. En „sigur“ Pútíns á Krím og sú hrifningaralda, sem reis heima fyrir, verður ekki eilíf sæla. Og vinsældirnar haldast ekki nema þær fái sífellt nýjan vind í sín segl. Krafan stendur nú á Pútín að skilja ekki fólkið í austurhluta Úkraínu, sem vill halla sér að Rússum, vegalaust eftir. En það er mun flóknara dæmi en Krím. Það skín í gegnum tal vestrænna leiðtoga (ef þeir rísa undir því heiti) að þeir „skilja þetta með Krím“. Skaginn sá hafi um aldir verið einn af glitmestu stein- unum í rússnesku krúnunni, hvort sem keisararnir báru hana eða Stalín og kónar hans í Kreml. Úkraína, sem slík, er allt önnur saga. Þar eiga ekki Rússar sama tilkall, þótt skilgreiningin um „áhrifasvæði“ hangi vissulega í loftinu. Fræðimenn og fréttaskýrendur telja nú margir lík- legast að „Úkraínudeilan“ endi með því, að landinu verði skipt með striki, samþykktu af Öryggisráðinu. En svo enn sé vitnað í fordæmi sögunnar þá er það eitt einkenni þess, að heimurinn hafi gefist upp á að leysa mál að dregin séu ný strik á landakort. En vandamálið hefur þó sjaldnast gufað upp við það. Strik var dregið á milli Kóreu syðri og nyrðri. Strik voru dregin í kringum Ísrael 1948. Strik var dregið á Kýpur. Stór strik voru dregin á Indlandsskaga á milli Indlands, Bangladesh, Pakistans og Kasmír. Strik var dregið á Írlandi og fleiri slík strik mætti nefna. Landamæri voru hins vegar strokuð út eins og hver önnur strik í Júgóslavíu, og hugsunin var áþekk. Þessi aðferð hefur hvergi reynst vel, þótt hlaupa hafi mátt frá vandanum, og skilja hann eftir í salti, jafnvel í áratugi. En þær eru margar púðurtunnurnar sem enn eru til staðar, þar sem menn leystu vanda- málin með nýjum strikum. Pútín komst upp með að draga nokkur strik í Georgíu, sem stækkuðu hans hlut og því þykir mörgum líklegt að þess konar strik séu einmitt lokamark hans í Úkraínu. Sandurinn rennur á milli glasa En þótt Pútín sé hetja hjá sínum heimamönnum núna, þá gengur klukkan í þessari refskák ekki ein- göngu á stjórnvöld í Kiev og vestræna fyrirmenn. Hún gengur líka á kónginn í Kreml og taflið getur því breyst undrahratt. Efnahagur Rússlands stendur ekki styrkum fótum og tíminn frá falli kommúnism- ans hefur verið illa nýttur. Hópur manna hefur geng- ið um landið rænandi og ruplandi og þar voru ekki neinir litlir, skítugir vasaþjófar á ferð. Fjármunir fuku úr landi í villur og hallir í háborgum Evrópu, og því næst í snekkjur, fótboltalið og fínirí af slíku tagi. Þá fjármuni þurfti að brúka í uppbyggingu Rússlands og í endurbætur á innri gerð hins mikla nýfrjálsa lands, sem gæfi svo mikið af sér, væri vel með það farið. (Sama sagan var og er í Úkraínu.) Spilling er viðloðandi í Rússlandi og því berst þang- að lítil fjárfesting frá útlöndum. Refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambands- ins hafa vissulega verið aumar og sumar þeirra verið hreinir sýndargerningar. En Rússland má ekki við mjög miklu og einkum er tíminn til að standa af sér efnahagsþvinganir mun naumari en margir mundu ætla. En það þýðir ekki að óhætt sé að vanmeta Pútín forseta. Hann hefur þegar sýnt að það gera menn ekki ókeypis. Pútín sýndi mikinn pólitískan styrk þegar hann hvarf úr forsetaembættinu um hríð til að uppfylla stjórnskipuleg formsatriði, en glutraði þó ekki völd- um sínum niður við það, sem hæglega gat gerst. Hann náði Krímskaga lipurlega undir sig, án þess að senda herlið á vettvang. Heimamenn og aðsendir undirróðursmenn unnu sitt verk óaðfinnanlega, horft frá kögunarhólnum Kreml. En eins og áður sagði er eystrihluti Úkraínu önnur Ella en Krím. Mörk svæða eru óljósari og samsetning íbúa ekki einsleit. Pútín mun því ekki fá eins frítt spil þar og á Krím. En svo undarlega sem það hljómar kemst hann sennilega ekki hjá því að beita afli og ná árangri þar. Mistakist það snýr rússneskur almenn- ingur sennilega við honum bakinu. Sami hópurinn og klappaði mest fyrir Krím-ævintýrinu. Hin sovéska sögutúlkun stendur enn Pútín lagar veruleikann í hendi sér. Bæði þann sem nú er helst í sviðsljósinu og eins þann sem sagan geymir. Hann sagði í Rauðatorgsræðunni að Rúss- land (Sovétríkin) hefði bjargað Evrópu undan fasism- anum. Það er rétt að herir Hitlers guldu að lokum af- hroð á víðlendum Rússlands og voru seigbítandi vetrarveður skæður andstæðingur innrásarhers, eins og Napóleon keisari reyndi forðum tíð. En sovéther- inn barðist auðvitað fast og hafði að lokum betur. En það segir ekki alla söguna um frelsun undan fasisma. Á Rauðatorginu var fagnað lokum heimsstyrjald- arinnar 1941-1945. Rússar viðurkenna ekki að sú styrjöld hafi staðið nema rétt tæp 4 ár. Þeir tala ekki um heimsstyrjöldina 1939-1945 eins og annars staðar er víðast gert. Og það er skýring á því. Og hún er dá- lítið óþægileg. Hitler var með griðasáttmála við Stal- ín upp á vasann þegar hann hóf sína heimsstyrjöld og saman bútuðu þeir félagarnir sundur Pólland í góðri sátt í upphafi þeirrar styrjaldar. Kommúnistar og sósíalistar í Vestur-Evrópu tóku mið af þessu. Líka á Íslandi. Þess vegna var bresku hernámsliði illa tekið af þeim og þess vegna var hrópað um Finnagaldur þegar Íslendingar sýndu Finnum samúð vegna inn- rásar Sovétríkjanna í Finnland. Þessi hópur Íslend- inga fór ekki að amast við Hitler fyrr en að fjandinn sá rauf griðasáttmálann góða við Stalín. Hitler gat því beitt öllu sínu liði í vesturátt í krafti trúar á því, að griðasáttmálinn héldi. Síðari tíma skjöl sýna að Stalín vildi ekkert gera sem styggja kynni Hitler. Hann vissi sem var, að sovétherinn var al- gjörlega óviðbúinn bardaga við Þjóðverja. Í ofsókn- aræði hafði Stalín að auki látið taka tugi þúsunda yf- irmanna í hernum af lífi á árunum fyrir stríð. Sú blóðtaka var ein skýringin á því að þýskur her gat ætt svo fyrirstöðulítið yfir gresjur Rússlands á fyrstu dögum stríðsins og hvers vegna mannfall Sovétríkj- anna í stríðinu varð svo ógurlegt þar eystra. En Hit- ler gat hins vegar ekki beitt öllu afli sínu gagnvart Rússum. Hann varð að hafa viðbúnað í vesturhluta Evrópu til að draga úr líkum á landgöngu þar og síð- ar berjast við her bandamanna í Afríku og tapa þeim slag, þrátt fyrir snilld Rommels. Og Vesturlönd sendu ógrynni hjálpargagna til að styrkja Rússa í vörn sinni og töpuðu miklum mannskap og tækjum við þá aðstoð. Staðreyndin er sú, að hefði Hitler ekki rofið griða- sáttmálann góða við Stalín er ekkert sem bendir til þess að Sovétríkin hefðu lyft litlafingri gagnvart Þýskalandi Hitlers. Stalín neitaði að trúa því að Hitl- er sviki griðasáttmálann þar til á innrásardaginn sjálfan. Hann kaus að taka ekki mark á sínum bestu njósnurum og blés á aðvaranir Churchills, sem hann taldi að væri að ýta sér út í stríðsæfingar til að ögra Hitler til árása á Rússa, af eigingjörnum ástæðum Breta. Þetta eru allt sögulegar staðreyndir eða sögu- leg líkindi sem hafa aldrei passað inn í hetjusöguna í Kreml, hvorki í tíð Stalíns, Krútsjefs né Pútíns. Árás- in á Sovétríkin og hetjuleg barátta vanbúins Rauða- hers varð Hitler vissulega erfið. En skriftin á veggnum, sem sagði fyrir um að Hit- ler yrði að lokum undir, var árás Japana á Pearl Harbour og stríðsyfirlýsing Hitlers gagnvart Banda- ríkjunum í kjölfarið. Sú stríðsyfirlýsing reyndist hið eiginlega sjálfsmorðsbréf þýska nasismans. Morgunblaðið/Ómar *Hitler var með griðasáttmálavið Stalín upp á vasann þegarhann hóf sína heimsstyrjöld og sam- an bútuðu þeir félagarnir sundur Pólland í góðri sátt í upphafi þeirrar styrjaldar. Kommúnistar og sósíal- istar í Vestur-Evrópu tóku mið af þessu. Líka á Íslandi. 11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.