Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Side 15
Það er við hæfi á 100 ára ártíð finnsku listakonunnar og skáldsins Tove Jansson að skyggnast aðeins inn í heim Múmínálfanna. Heimsókn í finnsku búðina við Laugaveginn, Suomi PRKL! gefur gott tækifæri til þess. Maarit Kaipainen, annar eig- enda verslunarinnar, er ekki í vand- ræðum með að svara því hvað sé svona heillandi við þennan heim. „Mér finnst meginatriðið vera það að hún skrifaði Múmínálfana í gegn- um sitt eigið líf. Það eru alvöru til- finningar þarna, sorg og gleði, allt sem tilheyrir lífinu. Hún skrifaði til dæmis Halastjörnuna ekki löngu eft- ir seinni heimsstyrjöldina þegar óttatilfinningin var ríkjandi. Það er eitthvað alvöru þarna til að tengjast, þetta er ekki bleik Hello Kitty, bara blóm og kökur. En stundum er það þannig líka, maður þarf að kunna að njóta litlu hlutanna í lífinu, kannski kemur halastjarna á morgun,“ segir hún. Múmínálfaheimurinn er sannarlega heillandi og skiljanlegt af hverju þessar litríku persónur hafa náð að heilla heimsbyggðina. Þess má geta að verslunin verður með dagskrá á menningarnótt, þar sem meðal annars verður sýnd heimildarmynd um Tove Jansson, sem ber nafnið Moominland Tales og er á ensku. Dagskráin verður auglýst á Facebook-síðu Suomi PRKL! ingarun@mbl.is HEILLANDI OG LITRÍKAR PERSÓNUR Alvöru tilfinningar í Múmíndal Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er gaman að leika sér í pollum í þessum stígvélum. Bakki til dæmis fyrir morgunkaffið. Múmín-hlaupaskór, framleiddir sérstaklega út af afmælinu í takmörkuðu upplagi. Sjálfsmynd listakonunnar en hún er umkringd íbúum Múmíndals. Græni boll- inn á myndinni var sérstaklega framleiddur í tilefni af 100 ára afmælinu og renna tvær evrur af söluverði hvers bolla til UNICEF. Íbúar Múmíndalsins eru ekki einsleitur hópur. Múmín- snáðinn hefur það gott í kerrunni. 17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Seljalandsfoss, fossinn Gljúfrabúi, Nauthúsagilið og Selja- vallalaug eru allt staðir sem heimsóttir verða á vegum Ferðafélags barnanna á sunnudaginn. Lagt verður af stað klukkan 11 frá Hlíðarendasjoppunni (N1) á Hvolsvelli. Vatnasull og giljagöngur*Án barnanna væri húsið hreint,veskið fullt en hjartað tómt.Höfundur óþekktur Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is 1975-2014 GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki Birta Björnsdóttir, fréttakona á Stöð 2, er gift Sveini Loga Sölvasyni, fjár- málastjóra Össurar, og eiga þau börnin Herdísi Önnu, átta ára, og Óttar, sem er að verða fimm ára. Þátturinn sem allir geta horft á? Sú þáttaröð sem á hvað mestu fylgi að fagna hjá fjölskyldunni er Masterchef USA. Krakkarnir fylgjast með af at- hygli og minna mig á ef ég gleymi að þýða fyrir þau öll innihaldsefni sem áhugakokkarnir nota í matinn sinn. Masterchef-leikur er líka tekinn reglu- lega þar sem þau skiptast á að vera Gordon Ramsey og smakka rétti sem hinn hefur galdrað fram úr dýrindis leikfangamat úr plasti. Svo er alltaf gaman að horfa á góðar náttúrulífsmyndir og í sér- stöku uppáhaldi er þegar jarð- kettir (Tímon) koma þar við sögu. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Það er bæði gott og gaman að baka saman pitsu um helgar og lítið þarf að slást yfir einhverju sem einhver borð- ar ekki, hver setur bara á pitsuna það sem hann hefur lyst á. Svo er grjónagrauturinn alltaf klassískur og ekki þykir verra þegar við hressum hann við að hætti ömmu Jónu. Amma hafði ekki mikið á milli handanna í gamla daga og þegar börnin hennar voru orðin leið á daglegu skyráti ákvað hún að blanda matarlit saman við skyrið til að gera það skemmtilegra. Blátt skyr á mánudögum, gult á þriðju- dögum og svo framvegis. Ég get staðfest það að bleikur grjónagrautur rennur enn betur niður en sá hvíti. Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst, eins og trúlega flestum, óg- urlega gaman að ferðast saman. Við eignuðumst stórt og gott tjald fyrir nokkr- um árum og höfum dröslað því með okkur um allt land á hverju sumri. Okkur finnst líka gaman að spila og teikna og svo er alltaf gaman að fara í sund og út að hjóla. Borðið þið morgunmat saman? Já, við gerum það nú oftast. Á virkum dög- um þarf alla jafna að reka hverja skeið ofan í mannskapinn til að komast út um dyrnar á morgnana. Svo er eins og morgunmaturinn renni hraðar og ljúflegar niður um helgar. Hvort sem það er vegna þess að þá bíður barnatíminn í sjón- varpinu skal ósagt látið. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Okkur finnst gam- an að spila saman, bæði ólsen og veiðimann og aðra klassík og svo eru til mörg skemmtileg borðspil sem allir geta spilað saman, til dæmis Draugaspilið, Krókódílaspilið og Disney-spilið. Svo eru börnin á heimilinu með eindæmum föndurglöð svo það er alltaf hægt að setjast niður og teikna, klippa og líma. Já og perla og leira líka. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Bleikur grjónagrautur rennur betur niður Birta Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.