Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Page 32
*Bandaríski sjóherinn ætlar ekki aðláta óvini sína koma sér að óvör-um og er við öllu búinn. Núhefur flotinn byrjað að setjaupp leysi-byssur á herskipsín en þær eiga að getaskotið niður flugvélar, eldflaugar og litla
dróna. Einnig er sjóherinn að prófa tækni sem vinnur eldflaugaeldsneyti úr
sjó. Sú tækni gæti nýst í meira en hernað einan.
AFP
AFP
Græjur
og tækni
Af öllum þeim fartölvum sem ég hef haft undir höndumá síðustu árum hef ég kunnað einna best við Yoga-línuna frá Lenovo. Hönnunin á þeim vélum er einfald-
lega svo vel heppnuð, frumleg og þægileg í senn. Því er for-
vitnilegt að fá í hendurnar enn nýtt afbrigði- 13“ Yoga 2 Pro
sem kemst býsna nálægt því að skáka flaggskipum Apple,
sem almennt eru í mestum metum, í útliti og búnaði.
Örgjörvinn í vélinni sem ég tók til kosta er Intel i7 4500U,
Haswell-hönnun, sem gerir hann einkar sparneytinn. Grunn-
hraði á örgjörvanum er 1,8 GHz en hann getur skrúfað hrað-
ann upp í 3 GHz ef þörf krefur. „Skjákortið“ er ekki beinlínis
skjákort, heldur grafíkörgjörvi, Intel HD4400, sem felldur er
inn í örgjörvasettið. Hraðinn á því er prýðilegur, engin
ósköp, en kappnóg fyrir alla almenna notkun og i7-örgjörvinn
og ríflegt minni gerir sitt í að vélin er skemmtileg og spræk.
Minni í vélinni er 8 GB, sem er býsna gott á pappírnum,
en maður á eiginlega ekki að
sætta sig við minna, þ.e. ef verið
er að keyra 64 bita útgáfu af
Windows 8,1 eins og á þessari vél.
Það er vissulega hægt að keyra
Windows 8 og 8,1 á minna minni
(32 bita útgáfuna þó ekki ef nýta á
yfir 4 GB í minni) en hraðamun-
urinn er svo gríðarlegur að 8 GB
ætti að vera lágmark. Rétt er að
geta þess að í vélinni er ein minn-
israuf og ekki hægt að hafa meira minni í henni en 8 GB.
Skjárinn er 13,3“ IPS LED-snertiskjár með upplausninni
3.200x1.800 dílar. Hann er frábær, ekki mjög bjartur en ótrú-
lega skýr og góður og litir mjög greinilegir – einn besti skjár
sem ég hef séð á fartölvu. Sem snertiskjár er hann líka mjög
fínn og svörun er fyrsta flokks.
Lyklaborðið er framúrskarandi að vanda, Lenovo er alltaf
með bestu lyklaborðin, en það hefði verið kostur ef lyklarnir í
lyklaborðinu hefðu dregist inn þegar vélin er notuð sem
spjaldtölva (sbr. þá frábæru vél Lenovo ThinkPad Yoga) þó
að eðlilega sé erfitt að koma því við í vél sem er ekki nema
16,9 mm að þykkt samanbrotin. Hægt er að kveikja á lýsingu
á lyklaborðinu, sem eykur enn notagildi þess.
Ofan við skjáinn er myndavél, sem er reyndar ekki nema
720 p en dugir þó fyrir Skype og ámóta vídeóspjall.
Í vélinni er 256 GB mSATA SSD diskur, en mSATA (Mini-
SATA) þýðir að hann er mjög lítill um sig, enda er diskurinn
ekki diskur, heldur sérstök gerð af minniskorti og tekur ekki
nema brot af plássi sem þarf fyrir 2,5“ SATA-drif.
Lenovo gefur upp níu tíma endingu á rafhlöðu en það fer
eftir ýmsum þáttum, eins og til að mynda því hvað verið er
að gera á vélinni. Ég náði ekki að prófa það nógu rækilega,
þar sem vélin barst seint í prófun, en Google segir mér að
níu tímar séu ekki fjarri lagi þó að endingin sé kannski nær
sjö til átta tímum í almennri notkun.
Kanturinn til hliðar við lyklaborðið er úr stömu gúmmíi,
sem kemur vel út. Músarflöturinn er fínn, ekki alveg skot-
heldur en það má eflaust stilla hann að smekk.
Eitt af því sem gerir Yoga-vélarnar svo skemmtilegar í
notkun er að það er hægt að sveigja skjáinn á ýmsa kanta,
má færa hann aftur um 360°. Þannig er hægt að nota vélina
sem fartölvu (fistölvu), hafa skjáinn uppi en lyklaborðið fyrir
aftan sem stuðning, sem spjaldtölvu og líka sem V á hvolfi,
sem Lenovo-bændur kalla tjald, en þá halla hvort tveggja
skjár og lyklaborð og hentar vel til að mynda í eldhúsinu.
Skjáborðið snýr sér eftir því sem skjástaðan krefst en tekur
smástund að skipta á milli, þó ekki nema sekúndu eða svo.
Á vélinni er 64 bita Windows 8,1 (Home-útgáfan), sem er
nýjasta gerð Windows. Menn hafa mikið deilt um 8-línuna af
Windows og mér skilst að næsta útgáfa verði nokkuð frá-
brugðin, en þótt það sé ekki gallalaust reynist það vel alla
jafna og einkar vel á tölvu með snertiskjá sem þessari. Þar á
þó eftir að bæta sitthvað, fer eftir forritum, en sé til að
mynda litið til vafra er Firefox lengra kominn í snertivæðing-
unni en Chrome og Internet Explorer lengst þeirra. Vélin
býður manni reyndar upp á að sækja forrit sem henta fyrir
hverja skjástillingu fyrir sig, og þá með það í huga að auð-
velda notkun á snertiskjánum, en ekki þóttu mér þær uppá-
stungur ýkja gagnlegar.
FISLÉTT OG FRAMÚRSKARANDI
* Á henni er eitt USB 2.0 tengiog eitt USB 3.0, hljóð út- og inn-
gangur og microHDMI tengi. Ekki skil
ég af hverju ekki eru í henni tvö USB
3.0 tengi, en einnig er innbyggður SD/
MMC kortalesari – fara slík fyrirbæri
ekki að hverfa með tímanum, svona
rétt eins og diskettudrif; kannski
mætti sleppa því og fá fleiri USB-tengi
í staðinn?
* Vélin er 333,4x224,8x16,9mm að stærð og hálft annað kíló að
þyngd. Boddíið á henni er úr ál- og
magnesíumblöndu og hún virkar
traust þegar tekið er á henni, þó
ekki það traust að hægt sé að reka
niður tjaldhæla með henni. Brún-
irnar eru með stömum gúmmíkanti
til að betra sé að láta hana standa
sem „tjald“.
* Þetta er ekki beinlínis skóla-vél, kostar 209.900 kr. í netverslun
Nýherja, en hún er eiguleg í meira
lagi. Það er líka hægt að fá sér Yoga 2
með Intel i5 örgjörva á 154.900 á
sama stað, sem mér sýnist prýðileg
kaup, en hún er líka með 8 GB minni
en 500 GB SSHD drif (en svo nefnist
drif sem er með hörðum disk og líka
hraðvirku minni).
Græjan
ÁRNI
MATTHÍASSON
TÖLVURISINN LENOVO Á ÞAÐ TIL AÐ FARA ÓVENJULEGAR
LEIÐIR Í HÖNNUN OG BÚNAÐI. ÞAÐ MÁ GJARNAN SJÁ Á FAR-
TÖLVUM FYRIRTÆKISINS. NÝ VÉL Í YOGA-LÍNU LENOVO, YOGA 2
PRO, FETAR ÞÁ SLÓÐ AÐ VERA FRUMLEG OG TÆKNILEG Í SENN.
Þegar eitthvað er í burðarliðnum hjá Apple
koma iðulega fram sögusagnir sem oftar en
ekki reynast rangar en eru engu að síður
áhugaverðar. Ímyndurnaraflið fer gjarnan á
flug hjá tæknibloggurum og -spekúlöntum
enda Apple fyrir löngu sannað fyrir heims-
byggðinni að fyrirtækið fer ekki hefðbundnar
leiðir og hefur verið frumkvöðull á mörgum
sviðum. Fyrstu iMac tölvurnar sem komu í
regnbogans litum slógu út gráu kassana frá
öðrum framleiðendum, tónlistarspilarinn
iPod gjörbylti tónlistarheiminum með iTunes
sér við hlið og enginn getur neitað því að iP-
hone ekki bara breytti því hvernig við nálg-
umst síma heldur sameinaði tónlistarspil-
arann, tölvuna og símann í eitt stórkostlegt
snjalltæki sem allir aðrir framleiðendur voru
neyddir til að herma eftir eða sitja eftir í for-
tíðinni. Engan ætti því að undra að margir
bíða spenntir eftir iWatch og eru ýmsar
vangaveltur uppi með það hvernig tækniúrið
mun líta út og hvernig notendagildi þess
verður. Búist er við því að það verði kynnt
notendum í september ásamt iPhone 6 og
því ekki langt að bíða eftir næsta töfratæki
Apple. Þá er búist við því að Apple muni
kynna næstu kynslóð af iPad air og jafnvel
með nýjum skjá sem verður þægilegra að
vinna á þegar sólin er hátt á lofti.
Eitthvað hefur verið um uppfærslur frá
Apple og hefur fyrirtækið bætt örlítið
MacBook pro Retina tölvur sínar með Has-
well örgjörvanum frá Intel. Með þessari upp-
færslu sem kom í lok júlí hefur rafhlöðuend-
ing verið bætt og geta nýir eigendur
MacBook því notið þess að vinna lengur á
tölvunni án þess að þurfa að setja hana í sam-
band til hleðslu.
ORÐRÓMUR OG UPPFÆRSLUR
Hvað býður Apple upp á?
Spennandi verður að sjá hvernig iWatch og aðrar nýjar vörur frá Apple munu líta út og virka.
AFP
Bandaríski sjóherinn tæknivæðist