Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014 A lmenningur, eins og kjósendur eru kallaðir þegar kosningar eru fjarri, er að jafnaði ekki mjög upptekinn af stjórnmálum eða stjórnmálamönnum. Fjölmiðlar eru það hins vegar, enda auð- veldar stjórnmálastéttin fréttamönnum baksið og stjórnmálamenn fá sinn akur plægðan í staðinn. Áhugavert efni En fjölmiðlar geta illa moðað úr framlagi stjórn- málamanna nema almenningur sýni þess háttar fréttum lágmarksáhuga. Langar og merkilegar ræður fá ekki lengur inni í fjölmiðlum. Þær þykja ekki fréttaefni. Þær lengstu eru raunar sjaldan samdar af ræðumanninum sjálfum. Hann heyrir þær einatt í fyrsta sinn í ræðustólnum. Þótt al- menningur sé ekki mjög upptekinn af stjórn- málamönnum og margvíslegu hvissi þegar slíkir sigla beitivind í tebollum þýðir það alls ekki að fólk- ið í landinu viti ekki um mikilvægi stjórnmála fyrir landshag, bæði í bráð og lengd. Það er bara svo margt annað sem kallar á tíma þessa „venjulega fólks“ eins og almenningur heitir í fjölmiðlum. Jafn- vel í velferðarríki eins og hér er þarf að hafa tölu- vert fyrir því að fleyta sér og sínum. Efnin eru mun meiri en áður, en það eru kröfurnar einnig. Margar þeirra kunna að vera gerviþarfir sem mætti vera án. En við erum mörg hætt að draga mörk á milli frum- þarfa og hinna. Ungt fólk og miðaldra á fullt í fangi með að eignast eigið húsnæði eða fá slíkt leigt. Nýir bílar kosta sitt, en það gerir gamli bíllinn líka, því að viðhaldskostnaður hans tekur í. Bara það að fá kló stungið í tölvu, til að fá að vita hvað hrjáir gamla skrjóð, kostar sitt. Þegar almenningur, sem í þessu tilviki er kallaður neytendur, hefur puðað fyrir því sem þarf í skæði og skjól er fjölskyldan, ungir sem gamlir, efst á lista hans og margt annað sem gengur fyrir pólitískum áhuga. Ekkert gefið frá sér En almenningur, í þessu tilviki þjóðin, hefur ekki, þrátt fyrir allar sínar annir og stúss, gefið lýðræðið og stjórnmálin frá sér. Ekki enn. Samkvæmt stjórnarskránni býr þjóðin við fulltrúalýðræði. Það er ekki fullkomið, en ekkert betra hefur fundist. Það á rót í almennum kosningum sem Íslendingar hafa, fram til þessa, sinnt betur en flestir aðrir. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur lengst af fylgt „sínum“ flokkum fast að málum, án þess að láta dægurmál eða uppákomur fæla sig varanlega frá þeim, þótt frambjóðendur og flokkar hafi reynt að láta einstök mál yfirtaka umræðu í aðdraganda kosninga. Reynslan sýnir að flokki sem fær sveiflu til sín með þeim hætti helst illa á því fylgi. Sumum gösprurum þykir þessi trúfesta kjósenda vera vond, því að hún tryggi stöðugleika „fjórflokksins“. Til hans megi alla óáran rekja. Bandaríkjamenn hafa síðustu aldirnar búið við tvo flokka, bæði á lands- vísu og í fylkjunum 50, án þess að þar sé talað um „tvíflokkinn“ sem helstu ógnun við lýðræðið. Fylgið við þá flokka sem notið hafa stöðugs stuðnings á Ís- landi helgast af því að lífsskoðanir ráða áttavita kjósenda. Þess vegna hefur fylgið hreyfst til- tölulega lítið og uppblástur mála ekki haft lang- tímaáhrif. Kjósandinn hefur treyst því að lífsgildi runnin honum í merg og bein eigi samnefnara og tryggð frambjóðandans eða flokksins sem hann kaus. Slíkt samband virðist hafa verið á milli flokk- anna, sem uppnefndir hafa verið eins og þeir séu einn flokkur, og kjósenda þeirra. Það sem komið er á botninn getur þó legið í augum uppi * Þetta er meginástæða þess aðhægt mjakast, en hins vegargengur hratt á kjörtímabilið og póli- tískan kjark. Þetta tvennt fer saman eins og sandkorn niður stundaglasið. Reykjavíkurbréf 15.08.14

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.