Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Page 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Page 49
Bókin Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty erafrakstur samstarfs lista- manna og listnema við Listaháskól- ann í Umeå í Svíþjóð og Listaháskóla Íslands undir stjórn myndlistarmannsins Erlu S. Haraldsdóttur og Carin Ellberg. Tilgangur verkefnisins var að fá listamenn til að vinna innan fyrirfram ákveðins kerfis með það að markmiði að breyta nálgun þeirra við sköpunarferlið. Ferlinu og af- rakstrinum er síðan miðlað í bókinni þar sem þessar formlegu reglur eru kynntar öllum til afnota í eigin sköpun. Bókin, sem ætti því að nýtast vel í eigin listsköpun, er gefin út af bókaútgáfunni Crymogea í samstarfi við Listaháskólann í Umeå, Svíþjóð og verður útgáfu hennar fagnað með sýningu á verkum íslensku myndlistarmannana sem tóku þátt í listrannsókninni sem bókin byggist á. Bókin hófst sem rannsóknarverkefni Erlu og Carinar en ætlunin er að hvetja þátttak- endur til að þróa vopnabúr af verkfærum til að geta valið ólíkar aðferðir í stað þess að bíða eftir innblæstri. Markmiðið er að koll- varpa smám saman eigin nálgun við sköp- unina og að nota þá möguleika sem tak- markanir og rammar hafa í för með sér. Þessi hugmyndafræði á rætur að rekja til bókmenntahópsins OULIPO sem stofnaður var í Frakklandi 1960. Meðlimir þess sögu- fræga hóps bjuggu til ramma og reglur og beittu þeim við skrif bókmennta. Þátttakendur voru paraðir saman tveir og tveir og hafa sent hver öðrum einfaldar leið- beiningar í tölvupósti á þriggja vikna fresti frá júní 2013. Verkin sem urðu til voru síðan sýnd á Nýlistasafninu í september 2013. BÓKIN DIFFICULTY OF FREEDOM/FREEDOM OF DIFFICULTY KOMIN ÚT Ekki skal bíða eftir innblæstri VERKIÐ DIFFICULTY OF FREEDOM/ FREEDOM OF DIFFICULTY LEGGUR ÁHERSLU Á AÐ GETA VALIÐ ÓLÍK- AR AÐFERÐIR Í LISTSKÖPUN Í STAÐ ÞESS AÐ BÍÐA EFTIR INNBLÆSTRI. Bókin er samstarfsverkefni Erlu S. Haraldsdóttur og Svíans Carinar Ellberg. Birta Guðjónsdóttir, myndlistarkona og sýningastjóri, er einn höfunda texta í bókinni. Morgunblaðið/Golli 17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 hennar uppfinning. Persónusköpun Guðrúnar er alltaf mjög sterk, hún skapar persónur eins og að drekka vatn og lætur þær tala mikið. Persónurnar lifna vel við og því fylgir engin tilgerð – hún nær talmáli þessa tíma mjög vel. Húmor Guðrúnar er gegnumgangandi og það má segja að kjaftakerlingar séu vörumerki hennar, langpipraðar einsetukonur sem ganga prjónandi á milli bæja til að afla frétta. Per- sónur hennar eru allar jarðbundnar, hún skrifaði um fólk eins og það er, ekki eins og það á að vera.“ Þú minntist á orðfæri Guðrúnar. Heldurðu að það eigi upp á pallborðið hjá lesendum nú- tímans? „Ef ég tala fyrir sjálfan mig finnst mér ekkert skemmtilegra þegar ég er að lesa en að rekast á nýtt orð. Þá kem ég ríkari frá lestrinum. Allra best er að finna orð sem mað- ur skilur ekki. Til dæmis þessi setning: „Það var þessi litli gutti í húsbændum hennar...“ Maður heldur að maður skilji andann í þessu en það er oft mjög heillandi að skilja hlutina ekki alveg til fulls.“ Einn af bestu höfundum 20. aldar Í eftirmála þínum veltirðu því fyrir þér hvað hefði orðið, hefði Guðrún fengið karlmannlegt næði til skrifta. Hefurðu veitt þessu nánari at- hygli? „Ég hugsa að hún hefði orðið helsti höf- undur 20. aldar, með Laxness. Hún er á kali- beri við okkar bestu höfunda. Hún er einn af fimm bestu höfundum síðustu aldar. Það er kominn tími til að við áttum okkur á því. En hefði hún byrjað að skrifa sem atvinnu- höfundur tvítug, setjum sem svo, í stað þess að gæta barna og sinna bústörfum næstu fjörutíu árin... ja, það er spennandi tilhugsun. Ég efast t.d. ekki um það að hefði hún fengið tækifæri til að sigla meira út í heim, verið hjá alvöru forlagi og fengið yfirlestur, hjálp og klapp á bakið og allt þetta sem rithöfundar þurfa, þá hefði hún orðið enn betri. Guðrún er í raun af- dalabarn íslenskra bókmennta. Annars eru spurningar sem byrja á ef og hefði tilgangs- lausar. Við verðum að taka Guðrúnu eins og hún er, lesa hana, endurútgefa hana og njóta hennar mikla sagnasjóðs, sem er dýrmæt inn- sýn í sveitalífið í byrjun 20. aldar. Guðrún er ótrúlegur höfundur og þeim sem halda því fram að ekkert sé í sögum hennar annað en kaffidrykkja væri nær að setjast sjálfir niður með kaffibolla og lesa bækur Guðrúnar.“ Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður, hefur að eigin sögn gaman af því að rekast á orð sem hann ekki skilur til fulls. Skemmti- lega er tekið til orða í verkum Guðrúnar frá Lundi. Morgunblaðið/Einar Falur Marín Guðrún Hrafnsdóttir bókmenntafræðingur segir langömmu sína hafa tekið mótlæti sem hún mætti af æðruleysi. Hún var staðráðin í að halda áfram að skrifa, svo lengi sem einhver vildi lesa. Morgunblaðið/Eggert Beikonhátíðin, sem hefur vakið mikla athygli undan- farin ár, verður haldin um helgina á Skólavörðustíg á milli klukkan 14 og 17. Veitingamenn á Skólavörðustíg taka fullan þátt í há- tíðinni og nú á dögunum var Sóley Tómasdóttir skipuð Beikonsendi- herra yfir Íslandi af skipuleggjendum hátíðarinnar, Beikonbræðralaginu. 2 Listfræðingurinn Kristín Dagmar Jóhannesdóttir leiðir gesti um sýninguna Í ljósaskiptum í Listasafni Ís- lands á morgun, sunnudag, klukkan 14. Verk sýningarinnar eru öll eftir ís- lenska listamenn úr safneign Lista- safns Íslands og spanna tímabilið frá 1900 til 2013. 4 Dansskóli Brynju Péturs fagn- ar tveggja ára afmæli um helgina auk þess sem Brynja sjálf fagnar tíu ára starfs- afmæli. Sökum þess verður efnt til af- mælishátíðar á Ingólfstorgi í dag, laugardag, á milli klukkan 14 og 17. 5 Listakonan Mireya Samper mun taka á móti gestum í Gerðarsafni í Kópavogi og ræða um verk sín á sýningunni Flæði í dag og á morgun frá kl. 13–17. Á sýningunni eru innsetningar með tví- og þrívíðum verkum unnum á ár- unum 2013–2014. MÆLT MEÐ 1 Jazzhátíð Reykjavíkur 2014 stendur yfir um þessar mundir en hátíðinni lýkur 20. ágúst. Á hátíðinni, sem fagn- ar 25 ára afmæli í ár, má kenna ýmissa grasa en flestir viðburðirnir fara fram í Hörpu eða nánasta umhverfi. Meðal viðburða má nefna útgáfutónleika Stórsveitar Reykjavíkur í Norður- ljósum klukkan 20 í kvöld. 3

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.