Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 54
54 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Súkkulaði er sagt margra meina
bót. Það eflir meðal annars minnið
og er gagnlegt þeim sem glíma við
þunga lund. Áhugamenn um súkku-
laði grípa í feitt á árlegri súkku-
laðisýningu sem nú stendur yfir í
París – Salon de Chocolat – og til
hennar leggur fólk leið sína reyndar
alls staðar að úr veröldinni, að sögn
aðstandenda. Þar kennir margra
grasa.
„Má bjóða þér að smakka? Taktu
bita, þetta er nokkurs konar sushi
súkkulaðsins,“ hrópar hrásúkkulaði-
framleiðandinn Frederic Marr er
hann laðar gesti að bás sínum af
innlifun. Fróðir lofa hrásúkkulaðið
sem „ofurfæðu“ en samkvæmt nýj-
ustu straumum og stefnum í neyslu
afurða kakóbaunarinnar sækir hrá-
súkkulaðið mjög á.
Málsvarar súkkulaðis segja það
heilsusamlegt því það sé unnið úr
kakóbaunum við miklu minna hita-
stig en hefðbundið súkkulaði. Fyrir
vikið verði eftir í því meira af nær-
ingarefnum á borð við járn, sink,
magnesíum og kopar auk meira af
andoxunarefnum.
Að sögn Marr, sem rekur súkku-
laðifyrirtæki sitt í Montreuil
skammt frá París, hafa betr-
umbætur í framleiðsluferlinu gert
hrásúkkulaðið heilsusamlegra og
bragðbetra. „Sögulega séð hefur
hrásúkkulaði ekki þótt sérdeilis
bragðgott. Þess var neytt í næring-
arskyni og því var kastað til hend-
inni í framleiðslunni. En hágæða
hrásúkkulaði er nú að sækja í sig
veðrið í löndum eins og Frakklandi
þar sem menn láta bragðið sig
miklu varða.“
Lauren Bandy, næringarfræð-
ingur við neytendarannsókn-
armiðstöðina Euromonitor Int-
ernational, segir hrásúkkulaðið enn
vera jaðarvöru. Vinsældir þess hafi
þó aukist jafnt og þétt á nokkrum
árum. Sala á hefðbundnu dökku
súkkulaði hafi aukist um 1,4 millj-
arða dollara síðustu fimm árin og
árleg söluaukning nemi 7%.
Plúsar og mínusar
„Margir kaupa hrásúkkulaði af
sömu ástæðu og þeir voru vanir að
kaupa dökkt súkkulaði. Sé sala á því
dökka notuð sem vísbending um
möguleika hrásúkkulaðis þá lofar
það góðu,“ segir Bandy. En neysla
þess reynir á pyngjuna því það kost-
ar mun meira en annað súkkulaði,
um fimm evrur fyrir 45 gramma
stöng eða rúmlega 750 krónur.
Verðið er ekkert vanda-
mál og stendur ekki í veg-
inum, segir Kris McGowan
hjá breska fyrirtækinu Raw
Chocolate Company. Neytendur
væru reiðubúnir að borga meira
bæru þeir traust til framleiðsluferl-
isins og innihaldsins. „Það hefur
verið alvöru sveifla yfir í hrásúk-
kulaðið undanfarin 10 ár eða svo.
Í seinni tíð hafa neytendur láta
sig meiru varða hvað þeir
kaupa. Þeir vilja vita meira
um upprunann og í kjölfar
matvælahneyksla treysta
Smekkmenn falla fyrir hrásúkkulaði
Betrumbætur í framleiðsluferlinu hafa gert hrásúkkulaðið heilsusamlegra og bragðbetra
Frakkar flykkjast á Salon de Chocolat, árlega súkkulaðisýningu, sem stendur yfir í París
AFP
Franska hlaupakonan Muriel
Hurtis kynnti pils og brjósta-
haldara úr súkkulaði.
Kóngafólk Gestir á súkkulaðisýningunni
í París mynda sköpunarverk súkkulaði-
gerðarmanna. Hér hefur franska hirðin
úr fortíðinni verið mótuð í súkkulaði.
Le Kong Súkkulaðirisi trónir yfir gestum á súkkulaðisýningunni.