Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  278. tölublað  102. árgangur  ÍSLENSKA HAGKERFIÐ Á TÍMAMÓTUM MYND UM HANAATS- KÓNG NÝTT ÍSLENSKT EFNI ALLA VIRKA DAGA VIKUNNAR VIKINGO 82 SJÓNVARPSSTÖÐ Á AKUREYRI 38VIÐSKIPTAMOGGINN „Það er alltaf jafn stórbrotið og stórkostlegt að sjá þetta,“ sagði Ragnar Axelsson sem flaug yfir Holuhraun í gær. Þá kraumaði kröftuglega í gígnum Baugi. „Þetta er alveg risastórt gos, alveg sama hvernig menn mæla það,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um eldgosið í Holuhrauni. „Sem betur fer er farið að draga úr því. Það væri ólíft í landinu ef það hefði haldið áfram eins og það var í byrjun. Ennþá er heilmikil kvika að koma upp. Við sjáum engin merki um að þessu fari að ljúka í bráð.“ »4 Hraunið kraumar og vellur upp úr gígnum Baugi Morgunblaðið/RAX  Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hafa selt lóðir fyrir nokkra milljarða króna sunnan við versl- unarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi. Lóðirnar voru seldar til nýs fjárfestingasjóðs, Grunns 1, og er Klasi ehf. eini fjár- festirinn í honum. Ingvi Jónasson, framkvæmda- stjóri Klasa, vonast til að fram- kvæmdir í svonefndri Smárabyggð geti hafist eftir ár. Áformað er að reisa um 500 íbúðir í hverfinu. Upp- byggingin kostar tugi milljarða. »6 Tugir milljarða króna í nýja Smárabyggð Drög að götu í Smárabyggð.  Í október var álagning á hvern bensínlítra 41,25 kr. og 43,30 kr. af dísilolíulítranum, samkvæmt út- reikningum FÍB. Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB, segir að þetta hafi verið um fjórum krón- um yfir meðaltalsálagningu olíu- félaganna á árinu. Runólfur segir við Morgunblaðið að hver króna sem olíufélögin hækkuðu álagningu sína um þýði 350 milljónir króna úr vasa neyt- enda á ári. »16 Álagning á elds- neyti hækkaði Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alþjóðlegir matvælarisar eins og PepsiCo og Nestlé hafa á síðustu ár- um verið meðal viðskiptavina Matís og keypt af fyrirtækinu tilteknar rannsóknir. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís, segir að síð- ustu ár hafi erlend viðskipti aukist og þessi erlendu samskipti skapi fjölda ársverka og skili miklum tekjum, en fyrirtækið vinnur m.a. að rannsóknum í líftækni, sjávarútvegi og matvælavinnslu. Hlutafélagið Matís ohf. var stofn- að 2007 og starfa þar um 100 manns auk meistara- og doktorsnema. Stærsti hluti tekna Matís kemur úr erlendu samstarfi eða um 35% sé miðað við rekstraráætlun fyrir 2014. Hörður segist að mestu bundinn trúnaði um samstarfið við Pepsico. „Þetta eru nokkur verkefni fyrir þá á sviði matvæla- og lífefnafræði, en Ís- land og hráefni sem finna má í ís- lenskri náttúru er nokkuð sem þeir og fleiri hafa mikinn áhuga á. Árs- störfin sem þetta skapar skipta okk- ur miklu máli, en auk þess stuðlar það að framþróun hjá okkur að vinna með stórum alþjóðlegum fyrirtækj- um,“ segir Hörður. Verkefnið fyrir Nestlé tengdist frystingu og geymsluþoli á fiski og var hluti af doktorsnámi Magneu Karlsdóttur, en fyrirtækið átti upp- lýsingarnar sem Magnea aflaði. „Það var svolítið sérkennilegt að þegar ég varði doktorsverkefnið mitt mátti ég ekki segja allt sem ég vissi og lang- aði að greina frá,“ segir Magnea. 50 milljarða virðisauki Mikill virðisauki hefur fengist með því að frysta nánast allan makríl sem veiðist við landið til manneldis. Ef makríllinn hefði að mestu farið í mjöl- og lýsisvinnslu á vertíðinni 2013 eins og gerðist fyrstu ár makríl- veiða við landið hefði verðmætið ver- ið um tólf milljörðum króna minna en raunin varð það ár. Þetta er meðal þess sem fram kemur í reikningsdæmi sem Sigur- jón Arason, yfirverkfræðingur Mat- ís, hefur unnið. Ef þessir útreikning- ar eru notaðir um vertíðirnar frá 2010 þegar fyrst var farið að frysta yfir 90% makrílaflans gæti virðis- aukinn numið um 50 milljörðum á tímabilinu. MSpennandi tækifæri »32 og 34 Matvælarisar kaupa rannsóknir  Matís í verkefnum fyrir PepsiCo og Nestlé  Rúmlega þriðjungur af tekjum félagsins úr erlendum samskiptum Vísindi Hitastigið skiptir miklu máli.  Síðan bjórbanninu var aflétt hér á landi árið 1989 hefur sala á jóla- bjór aukist um 5.850%. Stefán Páls- son, sagnfræðingur og bjóráhuga- maður, segir jólabjórinn vera gamla hefð sem teygi anga sína til fornu blótanna. Hann fagni því einnig að Íslendingar séu hættir að sulla með jólaglögg eins og var gert hér fyrir nokkrum árum. »28 Sala á jólabjór hefur aukist um 5.850% EINFALT AÐ SKILA EÐA SKIPTA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.