Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Ótrúlegt er til þess að hugsaað einungis séu liðin átjánár frá því ferskur kjúk-lingur var fáanlegur í mat-
vöruverslunum. Fyrir þann tíma var
vissulega hægt að kaupa frosinn
kjúkling og þá var eins gott að vera
viss um hvenær ætti að hafa hann í
matinn. Holdakjúklingaframleiðsla
hófst rúmum þrjátíu árum fyrr, í
kringum 1961 og þar með gátu Ís-
lendingar keypt kjúkling í versl-
unum. En fátt var um fína drætti fyr-
ir þann tíma eins og fram kemur í
Stóru alifuglabókinni eftir Úlfar
Finnbjörnsson. Bókin er nefnilega
ekki bara full af hrikalega girnilegum
uppskriftum heldur er þar stór-
skemmtilegan fróðleik að finna. Ekki
er það nú verra fyrir svanga lesendur
sem jafnframt þyrstir í fróðleik.
Með egg og hænur í kerru
Úlfar hefur mikið dálæti á mat-
reiðslu fuglakjöts þó að slíkur matur
hafi ekki verið oft á boðstólum í upp-
vexti hans. „Kjúklingur var nánast
hvergi borðaður og hvergi til hér áð-
ur fyrr. Ég ólst upp í Garðabænum
og í Silfurtúninu bjó gamall maður og
ræktaði hænur í bílskúrnum hjá sér.
Hann hjólaði um á stóru hjóli, á því
voru tvö hjól að framan og tvö að aft-
an og var stór kassi framan á því.
Hann hjólaði um og seldi egg í
Garðabænum og hænur þegar þær
voru hættar að verpa,“ segir Úlfar.
Minningin er skemmtileg en þó bæt-
ist við söguna öllu verri minning, alla
vega í minningu einhverra. „Einu
sinni pantaði mamma tvær hænur
hjá honum og reiknaði bara með því
að hún myndi fá þær tveimur dögum
seinna, reyttar og fínar. Hann kom á
sunnudegi, eldsnemma um morg-
uninn, hringdi bjöllunni en það svar-
aði enginn og þá fór hann bara inn.
Allt í einu var karlinn bara kominn
inn í svefnherbergi til mömmu, með
tvær hænur og blóðið lak úr þeim því
það eina sem hann var búinn að gera
var að slátra þeim. Mamma sagðist
aldrei hafa öskrað eins hátt og þegar
hún sá karlinn með tvær hænur inni í
svefnherbergi.“ Þetta óheppilega at-
vik varð þó ekki til að áhugi Úlfars á
hráefninu dvínaði. Nei, eitthvað mun
meira og ógurlegra hefði þurft til.
Kalkúnasmygl og úrræði
Frá árinu 1966 hefur kalkún-
aframleiðsla stöðugt aukist, rétt eins
og kjúklingaframleiðsla. Íslendingar
sem kynnst höfðu hátíðarmat í
Bandaríkjunum vildu margir hverjir
elda kalkún í matinn á stórhátíðum
hér heima en ekki var hlaupið að því
að finna vænan kalkún í verslunum
landsins. „Loksins þegar hægt var að
fá kjúkling úti í búð var aldrei hægt
að fá kalkún og maður þurfti að leita
upp á völl. Þá fékk ég einhvern sem
var að vinna uppi á velli til að smygla
fyrir mig. Einu sinni keypti ég síð-
asta fuglinn í búðinni og hann var
fimmtán kíló og ég var með sex
Ekki erfiðara að búa
til paté en kjötbollur
Matgæðingurinn og listamaðurinn Úlfar Finnbjörnsson er einn þeirra sem hafa
ræktað fjölda fuglategunda í garðinum heima hjá sér. Meðal annars þess vegna er
hann býsna vel að sér þegar kemur að matreiðslu alifugla. Út er komin Stóra ali-
fuglabókin þar sem útskýrt er í máli og myndum, skref fyrir skref, hvernig reiða
má fram dýrindiskrásir úr fuglakjöti, já og hvernig nýta má allt af fuglinum!
Kræsingar Önd með bankabyggi þykir hinn mesti herramannsmatur.
Girnilegt Heilsteikt gæs er ein upp-
skrifta Stóru alifuglabókarinnar.
Ljósmyndir/Karl Petersson
Fallegt Karl Petersson á heiðurinn
af litríkum myndum bókarinnar.
Hagkaup
Gildir 27.- 30. nóv verð nú áður mælie. verð
Hagkaup Veislu lambalæri ............................... 1.688 2.598 1.688 kr. kg
Rifjasteik puru ................................................ 979 1.399 979 kr. kg
Ísfugl hálf úrb. kalkúnalæri............................... 1.399 1.999 1.399 kr. kg
Ísfugl kalkúnabringa ........................................ 2.699 3.599 2.699 kr. kg
SS Grand orange helgarsteik............................ 2.249 2.999 2.249 kr. kg
McCain garlic fingers 472 g ............................. 699 869 699 kr. stk.
GF Thin pepperoni 340 g ................................. 399 579 399 kr. stk.
GF Thin margherita 345 g ................................ 399 579 399 kr. stk
.
Fjarðarkaup
Gildir 27.- 29. nóv verð nú áður mælie. verð
Nautagúllas úr kjötborði................................... 1.898 2.398 1.898 kr. kg
Nauta innralæri úr kjötborði ............................. 2.898 3.598 2.898 kr. kg
Nauta T-bone úr kjötborði................................. 2.998 3.698 2.998 kr. kg
Lambafille m/fitu úr kjötborði........................... 3.798 3.998 3.798 kr. kg
Hamborgarar 2x115g m/brauði ....................... 490 540 490 kr. pk.
Nautahakk 1.fl ................................................ 1.298 1.698 1.298 kr. kg
FK hangilæri úrb.............................................. 2.698 3.198 2.698 kr. kg
Frosinn lax...................................................... 1.898 2.498 1.898 kr. kg
Helgartilboðin
Getty Images/iStockphoto
Hvað er klukkuþreyta? Björg Þor-
leifsdóttir, lektor við læknadeild Há-
skóla Íslands mun fræða áhugasama
um það í dag í fyrirlestri á milli 12.20
og 13 í bókasafni tilraunastöðvar HÍ í
meinafræði að Keldum. Í kynningu á
fyrirlestrinum á vef Háskóla Íslands
segir meðal annars að tímasetning
svefns og vöku innan sólarhrings
ákvarðist af lífklukkunni sem er stillt
af sólarljósinu, en einnig séu aðrir
þættir sem taka mið af staðarklukku
sem hafa áhrif. Misræmi milli sólar-
og staðartíma stuðlar að því að líf-
klukkan gengur ekki í takt við staðar-
tíma. Fjölmargar rannsóknir sýna
sterk tengsl milli skerts svefns og
margháttaðra heilsufarsvandamála.
Í nær hálfa öld hefur klukkan á Ís-
landi verið stillt einni klukkustund á
undan sólarklukku. Merki eru um að
þetta valdi klukkuþreytu (social jet-
lag) meðal þjóðarinnar. Fyrirlesturinn
er öllum opinn.
Endilega …
… fræðist um klukkuþreytu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tíminn Klukkuþreyta gæti verið vandi.
Á morgun, föstudaginn 28. nóvem-
ber, verður haldin kynning á
meistaranámi við Háskólann í
Reykjavík. Opið er fyrir umsóknir í
meistaranám til 5. desember.
Fulltrúar deilda og núverandi
meistaranemar taka á móti gestum á
milli klukkan 12 og 13 við stofu M209
og fara yfir framboð á námi í tækni,
viðskiptum og lögum. Allir eru vel-
komnir og verða léttar veitingar.
Kynning meistaranáms HR
Morgunblaðið/Ómar
Nám Meistaranám verður kynnt.
Námskynning
www.n1.is facebook.com/enneinn
Hluti af hádeginu
Gríptu með þér
eitthvað gott
Vefnir er vefrit Félags um átjándu
aldar fræði. Vefritið kemur út árlega
og birtast þar greinar um tímabilið
1650-1850 í menningarsögunni. Höf-
undar greina Vefnis eru fjölmargir og
efnistök margvísleg og fræðandi.
Fyrsta vefritið er frá árinu 1998 og
birtist þar meðal annars greinin Hvað
merkir þjóðtrú? Hún birtist fyrst í
vorhefti Skírnis 1996 og er eftir Árna
Björnsson. Í greininni lýsir höfundur
meðal annars efasemdum um
gagnsæi orðsins þjóðtrú.
Á meðal nýlegra efnis má nefna
grein Kristínar Svövu Tómasdóttur
um húsmenn við Breiðafjörð og á
Vestfjörðum í upphafi 18. aldar. Ljóst
er að í vefritinu er af fjölmörgu að
taka fyrir fróðleiksfúsa lesendur.
Vefsíðan www.vefnir.is
Þjóðtrú eða furðutrú? Greinar
félags um átjándu aldar fræði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fróðlegt Vefrit Félags um átjándu aldar fræði er fjölbreytt og afar fræðandi.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.