Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur verið nánast í frjálsu falli undanfarið ár. Þannig kostaði tunnan af hráolíu í nóvember fyrir ári 105 dollara, en kostar í dag tæplega 77 dollara. Í kjölfarið hafa fylgt miklar lækkanir á heimsmarkaðsverði á bensíni og dísil- olíu, svo nemur um 20%. En hafa þessar lækkanir skilað sér í lægri álagningu olíufélaganna á Íslandi á bensín- og dísillítrann? Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í október fór álagning og flutn- ingur á hvern bensínlítra í 41,25 krón- ur og 43,30 krónur af dísilolíulítr- anum, samkvæmt útreikningum FÍB (Félags íslenskra bifreiðaeigenda). Fram kemur á heimasíðu FÍB að þetta hafi gerst þrátt fyrir nokkrar verðlækkanir á bensíni og dísilolíu síðustu vikurnar í kjölfar yfir 20% lækkunar hráolíuverðs á heimsmark- aði. Þar kemur einnig fram að meðal- kostnaður neytenda vegna álagn- ingar, flutnings og dreifingar á bif- reiðaeldsneyti var umtalsvert hærri í október samanborið við meðaltal þessa kostnaðar yfir árið. Meðaltalan yfir fyrstu 10 mánuðina 2014, upp- reiknuð til verðlags í október, á bens- ínlítra sé 38,50 krónur og 39,04 á hvern dísilolíulítra. Í frétt FÍB er til- greint að meðalálagning olíufélag- anna á hvern eldsneytislítra sé líklega heldur lægri en álagningarvísitala FÍB en gefi engu að síður raunhæfan samanburð á milli tímabila Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, sagði í samtali við Morg- unblaðið að hver króna sem olíufélög- in hækkuðu álagningu sína, þýddi 350 milljónir króna úr vasa neytenda á ári. „Við fylgjumst alltaf með þróun- inni frá degi til dags og mánuði til mánaðar. Við gerum svona vísitölur álagningar og kostnaðar, sem byggist á heimsmarkaðsverði á bensíni og dísilolíu og þróun dollars, sem er gjaldmiðillinn sem eldsneytið er keypt í, til þess að neytendur geti fylgst með verðþróuninni,“ sagði Runólfur. Hann segir að þegar búið sé að draga opinberu gjöldin frá, þ.e. ann- ars vegar krónutöluskattarnir og hins vegar virðisaukinn, fáist viðmiðun um álagninguna í krónum á lítra, miðað við vísitölu. Ákveðið stökk hrunárið „Miðað við þessar forsendur er meðalálagning það sem af er þessu ári um 39 krónur. Síðustu þrjú árin hefur þetta verið svona á bilinu 39 til 40 krónur á lítrann. Árið 2011 var álagningin undir 36 krónum. Það varð auðvitað ákveðið stökk hrun- árið, þegar krónan féll um tugi pró- senta. Fram undir það voru þetta svona á milli 30 og 33 krónur,“ segir Runólfur. Hann segir að mæling FÍB miðist við útsöluverð í sjálfs- afgreiðslu, en ekki séu sérstök tilboð reiknuð inn í vísitöluna hjá FÍB. „Álagning síðasta mánaðar, þ.e. í október, var í kringum fjórum krón- um yfir meðalálagningu ársins. Það sem af er nóvember er álagning mán- aðarins ríflega þremur krónum yfir meðalálagningu ársins.“ Runólfur segir að forsvarsmenn ol- íufélaganna hafi kvartað yfir því að það væri ómakleg gagnrýni að halda því fram að olíufélögin væru alltaf fljótari að hækka eldsneytisverð ef heimsmarkaðsverð hækkaði, en að lækka þegar heimsmarkaðsverðið lækkaði. „Nýverið var unnin meist- araritgerð í hagfræði af íslenskum hagfræðinema við hollenskan há- skóla, þar sem niðurstaða ritgerðar- innar var sú að olíufélögin voru fljót- ari að hækka verð en lækka. Auðvitað er hvatinn klárlega til stað- ar. Við erum að sjá það að hver króna þar sem félögin halda álagningunni uppi gefur 350 milljónir króna upp úr vasa neytenda á einu ári. Það er því eftir töluverðu að slægjast. En á móti kemur, af því þetta er svo stór hluti af neyslu almennings, þá er æskilegt að það sé aðhald á markaðnum, sem er því miður ekki sem skyldi.“ Þegjandi samkomulag Runólfur bendir á að það sé svona 30 aura verðmunur á milli dýrasta og ódýrasta útsöluverðs. „Það er þetta þegjandi samkomulag sem verður um verðlagninguna, vegna þess að þetta er ekki raunverulegur sam- keppnismarkaður. Á meiri sam- keppnismarkaði væru menn kannski meira tilbúnir til að taka áhættu; kaupa inn á hagstæðum tímum og gera langtímasamninga og svo fram- vegis,“ segir Runólfur. Hér í Morgunblaðinu í fyrradag, var greint frá uppgjöri N1 fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs, þar sem fram kom að hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 932 millj- ónum króna og hafði aukist um 35% miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, var spurður hver álagn- ingin væri hjá N1 á bensín- og dísil- lítrann: „Við gefum aldrei upp hver álagningin er,“ sagði Eggert. Eggert var spurður, í ljósi mikillar lækkunar á heimsmarkaðsverði und- anfarin misseri, hvort lækkanir á eldsneytisverði hér heima skiluðu sér ekki bæði seint og illa. „Þetta er ekki rétt. Þetta er mýta sem hefur verið afskaplega lífseig. Ég held að staðreyndin sé sú að það eru fáar vörur á landinu sem fylgja heimsmarkaðsverði og gengi jafnvel og eldsneytisverð. Loks má ekki gleyma gengi dollars, því við erum að kaupa eldsneytið í dollar og selja í krónum. Þegar allt þetta er tekið til má segja að við séum að breyta býsna ört verðinu, þótt við séum ekki að breyta á hverjum degi.“ Það er alltaf viss fylgni á milli hrá- olíuverðs og verðs á bensíni og dísil- olíu, ekki satt? „Það er ákveðin fylgni þarna á milli, það er rétt, en það þýðir ekki að horfa bara á hráolíuverðið. Auk þess verður að líta til þess að helmingur- inn af verðinu á útseldu eldsneyti olíufélaganna er opinber gjöld. Um þau höfum við ekkert að segja,“ sagði Eggert Benedikt Guðmundsson. Hver króna gefur 350 milljónir  FÍB segir að álagning olíufélaganna á eldsneyti í október hafi verið um fjórum krónum yfir meðal- álagningu ársins  Um 1,4 milljörðum króna meira fer úr vösum neytenda á ársgrundvelli Verðþróun á bensíni 2014 K ró nu r á lít ra -á la gn in g Mánuður K ró nu r Útsöluverð - sjálfsafgreiðsla Útsöluverð mínus kostnaðarverð Innkaup með opinberum gjöldum Skattar kr/l ma í.14 ág ú.. 14 feb ..1 4 jún ..1 4 se p.. 14 ma r..1 4 júl ..1 4 jan ..1 4 ok t..1 4 ap r..1 4 240 220 200 180 160 140 120 100 45 40 35 30 25 Heimild: fib.is Verðþróun á dísilolíu 2014 K ró nu r á lít ra -á la gn in g Mánuður K ró nu r Útsöluverð Útsöluverð mínus kostnaðarverð Innkaup með opinberum gjöldum Skattar kr/l ma í.14 ág ú.. 14 feb ..1 4 jún ..1 4 se p.. 14 ma r..1 4 júl ..1 4 jan ..1 4 ok t..1 4 ap r..1 4 240 220 200 180 160 140 120 100 45 40 35 30 25 Heimild: fib.is ok t. Þróun hráolíuverðs 120 110 100 90 feb . ma rs ap ríl ma í jún í júl í ág ú. se p. nó v. de s. jan . 20142013 Heimild: fib.is Runólfur Ólafsson Eggert Benedikt Guðmundsson Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík Mundu eftir jólahandbók LyfjuGleðilegar gjafir í alla pakka Lyfja hefur að bjóða gjafavöru í úrvali fyrir alla fjölskylduna. Hjá okkur færðu fallegar gjafir sem koma sér ávallt vel. Hver sem árstíðin er þá höfum við alltaf sama takmark: Við stefnum að vellíðan. - Lifi› heil www.lyfja.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.