Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
VIÐTAL
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Um þessar mundir er verið að senda
út spurningalista til afkomenda þátt-
takenda í rannsóknum Lungu og
heilsu og RHINE á astma, ofnæmi
og lungnasjúkdómum, til að kanna
hvernig þessir sjúkdómar ganga á
milli kynslóða. Rannsóknin heitir
RHINESSA (Respiratory Health in
Northern Europe, Switzerland, Spa-
in and Australia) og er hluti af fjöl-
þjóðlegri rannsókn með þátttöku
einstaklinga frá átta þjóðum. Bryn-
dís Benediktsdóttir, prófessor og
sérfræðingur í heimilis- og svefn-
lækningum, stýrir íslenska hluta
rannsóknarinnar, sem nær til tæp-
lega 6.000 manns á aldrinum 18-50
ára.
RHINESSA er hliðarrannsókn
við Evrópukönnunina Lungu og
heilsu, sem er ein stærsta rannsókn
sem Íslendingar hafa tekið þátt í í
sambandi við öndunarfæra-
sjúkdóma. Hún hófst 1990 og var
fylgt eftir 2000 og 2010 með þátttöku
um 2.000 Íslendinga. Samspil of-
næmis, erfða og lífsstíls með tilliti til
öndunarfærasjúkdóma og margs
fleira, meðal annars áhættuþættir
sem tengjast reykingum og atvinnu,
umhverfisþættir og hormóna- og
efnaskiptaþættir hjá konum, verður
skoðað.
„Við tökum sérstaklega fyrir
heilsu kvenna og tengjum hana við
astma og ofnæmi og aðra sjúkdóma,“
segir Bryndís og áréttar að rann-
sóknirnar hafi áður leitt í ljós að
astmi sveiflist talsvert eftir því hvar
konur séu í tíðahringnum.
Nær allar sérgreinar
Bryndís segir að eins og í fyrri
rannsóknum verði alls staðar not-
aðar sömu og stöðluðu aðferðirnar
og unnið sameiginlega úr gögnunum,
sem nái samtals til tuga þúsunda
manna á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð,
Danmörku, Eistlandi, Sviss, á Spáni
og í Ástralíu. Þátttakendur eru beðn-
ir um að svara spurningalistum og
síðan er stefnan að bjóða hluta þátt-
takenda að koma í frekari skoðun.
„Það sem gerir þessa rannsókn svo
merkilega er að við erum að skoða
þrjár og jafnvel fjórar kynslóðir, því í
kjölfarið er stefnan að bjóða barna-
börnum og jafnvel barnabarnabörn-
um þátttöku.“
Fyrrnefndar rannsóknir hafa vak-
ið mikla athygli og meðal annars
hafa birst á þriðja hundrað vís-
indagreinar um þær í virtustu rit-
rýndu læknatímaritum heims. Bryn-
dís segir að vegna umfangs
rannsóknanna séu niðurstöðurnar
þverfræðilegar. Upphaflega hafi
rannsóknin fyrst og fremst beinst að
astma og ofnæmi, en fleiri sérgreinar
hafi bæst við og nú beinist rann-
sóknin að mörgum hliðum. Í hópi
rannsakenda séu meðal annars
lungnalæknar, ofnæmislæknar,
heimilislæknar, barnalæknar og at-
vinnusjúkdómalæknar. „Nær allar
sérgreinar læknisfræðinnar standa
að þessum rannsóknum,“ áréttar
hún.
Reykingar föður hafa áhrif
Langvinn lungnateppa hefur verið
vel kortlögð og Bryndís segir að
rannsóknin hafi breytt sýninni á
hana. Áður hafi verið talið að hún
væri einangrað fyrirbæri, sjúkdómur
í lungum reykingamanna, en þessar
rannsóknir hafi leitt í ljós að frekar
væri um að ræða fjölkerfa bólgu-
sjúkdóm. Þetta breytti sýninni á eðli
sjúkdómsins og hvernig væri hægt
að fyrirbyggja hann og meðhöndla.
Þegar sé ljóst að ýmsir þættir í
bernsku skipti máli, jafnvel í móð-
urkviði og hugsanlega fyrir getnað.
Bryndís segir að með nýju rann-
sókninni gefist vonandi tækifæri til
þess að finna leið til þess að beita for-
vörnum betur gegn ofnæmi og önd-
unarfærasjúkdómum, því kannað
verði hvernig sjúkdómar berast á
milli kynslóða. Dr. Cecilia Svanes,
læknir í Bergen, hafi til dæmis ný-
lega vakið athygli á því að sam-
kvæmt fyrstu niðurstöðum Norð-
manna komi í ljós að hafi feður reykt
eða unnið við logsuðu áður en barn
þeirra hafi fæðst, jafnvel á unglings-
árum og verið hættir þegar getnaður
hafi átt sér stað, sé barnið líklegra til
þess að fá astma en ef hann hefur
aldrei reykt. „Það var ekki hægt að
sýna fram á þetta með mömmuna,“
segir Bryndís og bætir við að sjúk-
dómar á meðgöngu hafi gjarnan ver-
ið tengdir við sjúkdóma hjá barninu.
Í þessu tilfelli virðist sem sjúkdóm-
urinn berist á milli kynslóðanna.
Sveit, dýr og fámenni
Bryndís bendir á að niðurstöður
fyrri rannsókna þeirra, Lungu og
heilsu og RHINE, sýni að þeir sem
alast upp á sveitabæjum séu með
minni líkur á öndunarfæra-
sjúkdómum og ofnæmi. Nú verði því
örveruvöxtur rannsakaður og hvort
hann skipti máli. Þegar rannsókn-
irnar hafi hafist 1990 hafi komið í ljós
að ofnæmi hafi verið miklu algengara
í Vestur-Evrópu en í Austur-Evrópu.
Algengi ofnæmis og astma hafi einn-
ig verið minna á Íslandi á sama tíma
en eftir því sem Austur-Evrópa og
Ísland hafi líkst þjóðum í Vestur-
Evrópu meira hafi ofnæmistíðnin
aukist.
Mikilvægt fyrir framtíðina
Í rannsókninni er heilsa þátttak-
enda metin sem og heilsa ættingja.
umhverfisþættir í æsku eru skoðaðir
og hvar þátttakendur hafa búið. Í því
sambandi bendir Bryndís á að unnt
sé að meta líkur einstakra þátttak-
enda á mengun eftir búsetusögu
þeirra þar sem fyrir liggi upplýs-
ingar um fjarlægð húsa frá stofn-
brautum sem megi tengja viðkom-
andi einstakling ásamt atvinnusögu.
„Við teljum að með því að rannsaka
þetta frá svona víðum sjónarhóli og á
mörgum stöðum samtímis getum við
varpað ljósi á orsakir sjúkdóma sem
okkur var ekki unnt að sjá áður. Slík
þekking skiptir mjög miklu máli með
framtíðina í huga,“ segir Bryndís.
Finna leiðir til forvarna
Um 6.000 Íslendingar með í viðamikilli fjölþjóða rannsókn á astma, ofnæmi og lungnasjúkdómum
Rannsóknin varpar ljósi á orsakir sjúkdóma og kannað er hvernig þeir ganga á milli kynslóða
Morgunblaðið/Kristinn
Rannsókn Bryndís Benediktsdóttir, sérfræðingur í heimilis- og svefnlækningum, stýrir íslenska hlutanum.
Kynslóðarannsóknin RHINESSA á ofnæmi, astma og
lungnasjúkdómum byggist á Evrópukönnuninni
Lungu og heilsu (ECRHS www.ecrhs.org). RHINE er við-
bótarrannsókn við ECRHS hjá hluta þátttökuþjóðanna.
20-44 ára Íslendingar tóku þátt í fyrstu rannsókninni
árið 1990 og þeim var fylgt eftir með rannsóknum
2002 og 2012-2013.
Í langtímarannsóknina, sem fór af stað 1990 á 36
stöðum í 16 löndum, meðal annars í Evrópu, Banda-
ríkjunum og Ástralíu, var valið 3.600 manna slembiúr-
tak Íslendinga. Þátttakendurnir í RHINESSA eru afkomendur þeirra.
Fylgja á rannsókninni eftir eftir 10 ár. Auk Bryndísar Benediktsdóttur
sér Þórarinn Gíslason, prófessor og yfirlæknir á lungnadeild Landspít-
alans, um rannsóknina, auk fjölda annarra sérfræðinga.
Aftur rannsókn eftir áratug
KYNSLÓÐARANNSÓKNIN BYGGIST Á LANGTÍMAKÖNNUN
Þórarinn Gíslason
! " ##$%&'('
)))
*
Smart jólaföt, fyrir smart skvísur
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
sími 571 5464
Stærðir 38-54