Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Movie Star hvíldarstóll
Verð 439.000,-
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Falleg
jólagjöf
frá Ernu
Handsmíðaðiríslenskir
silfurmunir í 90 ár
virka daga 10-18, laugardaga 11-14
Póstsendum
Serviettuhringurinn 2014
Verð: 12.500
Jólaskeiðin 2014
(hönnun Sóley Þórisdóttir)
Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
0Verð: 19.50
Skeiðin
er smíðuð
á Íslandi úr
ósviknu silfri.
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Á þessum árstíma grúfir myrkrið
sig yfir bæinn kvölds og morgna.
Ótrúlegt er að upplifa í bítið dag eft-
ir dag hve fáir nota endurskins-
merki.
Endurskinsmerki virtust í tísku
fyrir nokkrum árum, sem var vel, en
eru nú algjör undantekning, sama
hvar ekið er um bæinn. Dökk-
klæddur fjöldinn sem fer um á
tveimur jafnfljótum er sannarlega
illa upplýstur, bæði börn og þeir
eldri. Hér með er hvatt til þess að
ráðin verði bót á þessu.
Var ég búinn að nefna stefnu-
ljósin? Ekki í dag, og rétt að benda
ökumönnum á að stöngin sú arna er
ekki upp á punt í bílnum. Ætli við-
komandi að beygja á hann að gefa
stefnuljós og helst með nokkrum
fyrirvara, þá verður umferðarflæðið
miklu betra.
Þetta litla en þó stóra atriði –
sem hlýtur að vera hugsunarleysi
fólks undir stýri – er mikill löstur á
annars ágætri umferðarmenningu í
bænum. Hrikalega pirrandi, svo það
sé nú bara sagt beint út.
Út er komin bókin Áfram ÍBA,
þar sem Stefán Arngrímsson segir
sögu knattspyrnuliðs Íþrótta-
bandalags Akureyrar frá 1944 til
1974, þegar KA og Þór slitu sam-
starfinu og fóru að leika undir eigin
merkjum. Margra grasa kennir í
bókinni. Nánar um hana síðar.
Ung kona á Akureyri, Inga Vala
Birgisdóttir, rekur verslunina Háa-
loftið þar sem hún höndlar með alls
kyns gamla muni. Verslunin er við
Hafnarstræti; rétt hjá ísbúðinni
Brynju, eins og Inga segir oft til að
vísa fólki til vegar. Allir vita líklega
hvar ísbúðin er.
„Ég hef alltaf haft mjög gaman
af gömlum hlutum Þeir hafa tilheyrt
mér alla tíð,“ segir Inga Vala þegar
Morgunlaðið rekur inn nefið og
spurt er um hvers vegna hún sé á
þessari hillu í lífinu.
Þarna ægir öllu saman; hús-
gögnum, bókum, hljómplötum og
ýmiskonar skrautmunum. Inga Vala
rak um tíma svipaða verslun með
annarri konu en keypti hana út.
Stutt er síðan Frúnni í Hamborg,
áþekkri verslun, var lokað á Akur-
eyri og Fríðu frænku í Reykjavík.
Eftir að Facebook kom til sög-
unnar segir Inga Vala söluna hafa
aukist. „Ég set þangað inn myndir af
flestu sem kemur hingað í sölu og
það er orðið töluvert um það að fólk
panti vörur og ég reyni að bjóða upp
á fría sendingu, að minnsta kosti til
Reykjavíkur og austur í Egilsstaði.
Ég er með marga kúnna úti á landi,
fólk sem spyr um eitthvað sérstakt
og ég læt það vita ef ég fæ í sölu það
sem leitað var að. Safnarar koma
hingað, t.d. vegna póstkorta, margir
safna Tinnabókunum og svo er ég
oft með styttur eftir Guðmund frá
Miðdal.“
Vörurnar á Háaloftinu eru nær
allar frá Norðurlandi. Inga Vala fær
ýmislegt úr dánarbúum og einnig
þegar fólk sem komið er á efri ár
minnkar við sig húsnæði og hefur
ekki lengur pláss fyrir allt sem það
á. Margir þeirra muna enda svo á
heimilum ungs fólks sem er að
stækka við sig!
Árshátíð Menntaskólans á Akur-
eyri verður annað kvöld í íþrótta-
höllinni. Þetta er jafnan fjölmenn-
asta vímuefnalausa samkoma ársins
og skemmtikraftar verða ekki af
verri endanum að þessu sinni.
Hljómsveitirnar Valdimar og Stuð-
menn leika fyrir dansi.
Hið fornfræga skemmtihús,
Sjallinn, hefur verið selt og verður
lokað um áramótin. Páll Óskar kom
þar við á dögunum og kvaddi og nú
er komið að Stuðmönnum. Þeir ætla
að slá þar upp kveðjuballi á laugar-
dagskvöldið.
Valdimar Guðmundsson verður
með tónleika á Græna hattinum ann-
að kvöld, væntanlega eftir að hafa
leikið á MA-hátíðinni, og á laugar-
dagskvöldð stíga Stefán Jakobsson
og félagar hans í Dimmu á svið á
hattinum.
Elvý G. Hreinsdóttir söngkona
og Eyþór Ingi Jónsson organisti eru
að ljúka tónleikaferðinni Kvæðin um
sólina um Norðausturland. Síðustu
tónleikarnir verða í Menningarhús-
inu Hofi í kvöld kl. 20.30.
Fyrir ári ferðuðust þau um sama
svæði með Kvæðin um fuglana. Á
efnisskráni voru þá lög sem fjölluðu
á einn eða annan hátt um fugla og
um leið sýndi parið ljósmyndir sem
þau tóku sjálf af fuglum og um-
hverfi þeirra. Sami háttur er á nú;
ljósmyndasýningin tengist efni lag-
anna. Á efnisskránni eru bæði inn-
lend og erlend lög. Birkir Blær Óð-
insson, 14 ára gítarleikari, verður
gestur á tónleikunum.
Fjórir erlendir listamenn opna
myndlistarsýningu í húsi Hákarla–
Jörundar í Hrísey í dag. Lista-
mennirnir eru Anna Rose og Jill
Christine Miller frá Bandaríkj-
unum, Junya Kataoka frá Japan og
Rie Iwatake sem fæddist í Suður–
Afríku en ólst upp í Japan.
Aðventustund verður í Hrís-
eyjarkirkju á sunnudaginn, fyrsta
sunnudag í aðventu, kl. 20. Daginn
eftir verður kveikt á jólatrénu kl. 17
og þá býður Júllabúð upp á heitt
súkkulaði og smákökur.
Aðventutónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands og
hljómsveitarinnar Árstíða verða á
laugardaginn í Hofi og hefjast kl.
18.
Samstarf verður um jólaaðstoð,
eins og undanfarin ár, milli Hjálp-
arstarfs kirkjunnar, Hjálpræðis-
hersins, Mæðrastyrksnefndar
Akureyrar og Rauða krossins við
Eyjafjörð. Sótt er um með því að
hringja í síma 570-4090 milli kl. 10
og 12 alla virka daga frá og með
deginum í dag, til 5. desember.
Bókað er viðtal þar sem fyllt er út
umsókn og koma þarf með stað-
greiðsluyfirlit frá skattinum. Um er
að ræða kort sem nota má í verslun-
um til matarkaupa fyrir þá sem
eiga lítið handa á milli.
Gangandi
vegfarendur
nær ósýnilegir
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Háaloftið Inga Vala Birgisdóttir í verslun sinni, Háaloftinu, í kjallara gamals húss í Innbænum á Akureyri.
Skrautmunir Mikið úrval er af
gömlum plöttum og styttum.
Skapti Hallgrímsson
Tár Eftirprentun sem þessi hefur
hangið á mörgu íslensku heimili.