Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta Allt sem arkitektar gera verður hluti af umhverfinu og fyrir vikið veltum við kannski ekki svo ýkja mikið fyrir okkur hver hafi hannað þetta eða hitt húsið. En í þessum efnum er sagan við hvert fótmál. Þannig hannaði Rögnvaldur flest húsin við Tjarnargötu í Reykjavík, hús númer 18, 22, 33, 35 og 37. Einnig Tjarnargötu 32, Ráð- herrabústaðinn, sem var fluttur suður til Reykjavíkur sem einnar hæðar hús en síðan stækkaður verulega eftir teikningum Rögn- valdar. „Þá var Fríkirkjan stækkuð um helming samkvæmt teikningum Rögnvaldar 1905. Og ef með eru talin Sóleyjargata 1, Skólabrú 2, Vonarstræti 12 og stórhýsin við Austurstræti sem brunnu 1915, Hótel Reykjavík og Syndikatið, má segja að hann hafi skapað það svipmót sem Kvosin ber enn þann dag í dag,“ segir Björn G. Björns- son. Skapaði svipmót Kvosar RÖGNVALDUR SETTI MARK Á HÖFUÐBORGINA Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tjarnargata Hús númer 33 fremst og Ráðherrabústaðurinn. Það síðarnefnda var flutt til Reykjavíkur frá Flateyri einlyft, en stækkað skv. teikningu Rögnvaldar. Rögnvaldar tók ég fram gögn um hann sem ég átti. Áttaði mig á því að þarna væri ég líklega með efni í bók. Ýmislegt fleira og fróðlegt hefur rek- ið á fjörurnar og svo fór ég í að taka nýjar myndir af öllum þeim húsum sem fjallað er um í bókinni og lauk þeirri vinnu fyrir norðan nú í haust.“ Þótt Rögnvaldar hafi sem arki- tekts aðeins notið við í tólf ár, 1904 til 1916, var dagsverk hans drjúgt. Sem húsameistari landsstjórnarinnar bar hann ábyrgð á hönnun um 150 húsa, ef allt er talið, þar á meðal eru um 30 kirkjur, 50 önnur hús og 70 barna- skólar. Og allt gerðist þetta þegar þjóðin var bláfátæk en bjartsýn. „Fyrstu áratugir 20. aldarinnar voru tals- verður uppgangstími á Íslandi. Þjóð- in hafði fengið heimastjórn sinna mála og það er nóg að gera við að byggja upp innviði samfélagsins. Ráðning Rögnvaldar Ólafssonar, sem nam arkitektúr í Kaupmanna- höfn, var liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga,“ segir Björn G. Björns- son. Bætir við að með störfum Rögn- valdar ljúki i nýlendustefnu sem lýsti sér í því að útlendingar voru fengnir til að teikna allar opinberar bygg- ingar. Síðasta dæmið um það sé Safnahúsið við Hverfisgötu. Rögn- valdur lagði fram teikningu að safna- húsi og ritgerð um slík hús víða um lönd, en menn völdu danskan arki- tekt. Kirkjur og skólar í hverjum hreppi Þegar nýlendustefnan lét undan var að því komið að Íslendingar létu byggja stórhýsi og þar var Rögn- valdur bæði arkitekt og byggingar- meistari. Þarna er um að ræða Vífils- staðahælið. Hann varð raunar sjálfur berklaveikur og dvaldist á hælinu Arkitekt bjartsýnnar þjóðar  Björn G. Björnsson skráir sögu merks frumherja íslenskrar byggingarlistar  Rögnvaldur Ólafs- son markaði spor  Sjúkrahús, kirkjur, skólar og íbúðarhús  Markaði endalok nýlendustefnunnar Morgunblaðið/Júlíus Grúsk Björn G. Björnsson með prufueintak af bók sinni um Rögnvald Ólafs- son sem kemur út með vorinu. Þetta er afrakstur starfs í fjölmörg ár. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafnarfjörður Kirkjan, byggð ár- ið1914, er sterkt leiti í bæjarmynd. Ljósm/Björn G. Björnsson Menntun Straumhvörf urðu á Íslandi með fræðslulögum 1907. Í kjölfarið voru byggðir margir skólar sem Rögnvaldur hannaði, svo sem á Bíldudal. Morgunblaðið/Eggert Dalir Hjarðarholtskirkja er ein systranna þriggja. Kirkjurnar að Breiðból- stað í Fljótshlíð og á Húsavík eru reistar eftir sömu hugmynd Rögnvaldar. VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Rögnvaldur er býsna nálægur enn í dag. Byggingar sem hann teiknaði eru víða, þær setja sterkan svip á umhverfi sitt og hafa – beint og óbeint – verið fyrirmynd margra,“ segir Björn G. Björnsson leikmynda- hönnuður. Í mars næstkomandi kemur út bók hans um Rögnvald Ólafsson sem kallaður hefur verið fyrsti íslenski arkitektinn. Af því sprettur titill bókarinnar, Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ólafsson og verk hans. Bókin er 240 blaðsíður með um 600 ljósmyndum, sem Björn hefur flestar tekið sjálfur. Björn G. Björnsson hefur lengi unnið að því að kynna Íslendingum menningararf og sögu. Hefur á síð- ustu árum skrifað bækur og sett upp fjölda sögusýninga. Hafa slík verk- efni, það er leikmyndahönnun og framleiðsla sjónvarpsefnis, verið starfsvettvangur hans síðustu hálfa öldina eða svo. Og það var einmitt sjónvarpið sem leiddi Björn á slóð Rögnvaldar. Sjónvarpsþættir vöktu áhuga „Þegar ég var dagskrárgerðar- stjóri á Stöð 2 á árunum 1987-91 stjórnaði ég framleiðslu um 60 stuttra þátta sem hétu Áfangar og fjölluðu um sögustaði, kirkjur og menningarminjar. Þá rakst ég æ oft- ar á að Rögnvaldur Ólafsson hefði teiknað þessa kirkjuna eða hina, en fann hvergi neitt skrifað um þennan mann sem þó svo sannarlega mark- aði spor,“ segir Björn. Með sjónvarpsþáttagerðinni var áhugi Björns á Rögnvaldi vakinn. Sumarið 1995 fór hann með töku- mönnum Sagafilm í leiðangur um Vesturland, Vestfirði og víðar til að safna efni í heimildarmynd um Rögn- vald, sem sýnd var síðar í sjónvarpi. „Þegar rann upp fyrir mér að árið 2014 yrðu liðin 140 ár frá fæðingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.