Morgunblaðið - 27.11.2014, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
SVIÐSLJÓS
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Mikil gerjun hefur verið í líftækni hér
á landi á síðustu árum og fyrirtækjum
fjölgað. Nokkur þeirra hafa fest sig í
sessi og eru farin að skila hundruðum
milljóna í útflutningsverðmæti. Hörð-
ur G. Kristinsson, rannsóknastjóri
hjá Matís, telur að gróskan muni
halda áfram með stöðugt fleiri tæki-
færum og nýjum hráefnum sem unnið
er með.
„Líftæknin getur spannað mjög
breitt svið á neytendamarkaði,“ segir
Hörður. „Efnin er stundum að finna í
hráefnum sem áður var hent eða voru
vannýtt. Nú er búið að rannsaka mik-
ið af þessum hráefnum og finna ýmis
efni sem hægt er að framleiða með líf-
tæknilegum aðferðum. Rannsóknir
eru að byrja á ýmsum lífverum sem
örugglega geyma tækifæri. Ég get
nefnt sæbjúgu og svampa, en þessar
lífverur geta geymt efni sem geta
mögulega unnið gegn ýmsum mein-
um.
Örveruflóran í hafinu er nánast
óplægður akur en þar er gífurlegt
magn af alls konar örverum, sem við
vitum lítið sem ekkert um. Þar gæti
fundist eitthvað áhugavert fyrir lyfja-
iðnaðinn,“ segir Hörður.
Nokkur fyrirtæki komin á legg
Nokkur fyrirtæki hafa eða eru að
hasla sér völl í líftækni, sem byggist á
fiskafurðum. Nefna má Genís, Prim-
ex, Kerecis, Lipid Pharmaceuticals,
Iceprótein, MPF Ísland, Codland og
Zymetech. Þessi fyrirtæki vinna af-
urðir úr rækjuskel, roði, fiskiolíu og
aukafurðum
þorsks og hafa flest
átt í nánu samstarfi
við Matís.
Þar starfa um
100 manns í nokkr-
um starfsstöðvum,
en höfuðstöðvar
eru við Vínlands-
leið í Reykjavík. Að
auki eru alla jafna
20-30 meistara- og
doktornemar hjá Matís í samstarfi við
hina ýmsu háskóla. Flestir þeirra eru
við Háskóla Íslands en mjög náið
samstarf er á milli Matís og HÍ.
Hlutafélagið Matís ohf. tók til
starfa 2007 og heyrir undir atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytið. Í fé-
laginu sameinuðust þrjár ríkisstofn-
anir sem unnið höfðu að matvæla-
rannsóknum og þróun í matvæla-
iðnaði. Þetta voru Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir
Keldnaholti og Rannsóknastofa Um-
hverfisstofnunar. Líftæknifyrirtækið
Prokaría rann einnig inn í Matís við
stofnun félagsins.
Langur listi af viðskiptavinum
Stærsti hluti tekna Matís kemur úr
erlendu samstarfi eða um 35% sé mið-
að við rekstraráætlun fyrir 2014. Um
þetta samstarf segir Hörður að það
skipti Matís gífurlegu máli, en einnig
samstarf við íslensk fyrirtæki.
„Við erum með langan lista af við-
skiptavinum, innlendum sem erlend-
um, í líftækni, sjávarútvegi, matvæla-
vinnslu og fleiri greinum. Í samstarfi
við Íslendinga skiptir nálægðin miklu
máli því þá er hægt að vinna hratt og
árangur kemur fljótt í ljós. Erlendum
viðskiptavinum hefur fjölgað og með-
al þeirra eru risar á alþjóðlegum mat-
vælamarkaði.“
Matís hefur m.a. unnið að rann-
sóknum fyrir PepsiCo og Nestlé. Á
næstu opnu er fjallað um verkefnið
fyrir Nestlé, en um verkefni fyrir
PepsiCo segist Hörður að mestu
bundinn trúnaði. „Þetta eru nokkur
verkefni fyrir þá á sviði matvæla- og
lífefnafræði, en Ísland og hráefni sem
finna má í íslenskri náttúru eru nokk-
uð sem þeir og fleiri hafa mikinn
áhuga á. Ársstörfin sem þetta skapar
skipta okkur miklu máli, en auk þess
stuðlar það að framþróun hjá okkur
að vinna með stórum alþjóðlegum
fyrirtækjum eins og PepsiCo og
Nestlé.“
Hörður bendir á að fyrirtækin tvö
séu þau stærstu í heimi á matvæla-
markaði og fleiri starfi hjá PepsiCo
en búi á Íslandi.
Spennandi tækifæri í líftækni
Virk efni að finna í hráefnum sem áður var hent eða voru vannýtt Örveruflóran í hafinu nánast
óplægður akur Stærsti hluti tekna Matís kemur úr erlendu samstarfi PepsiCo meðal viðskiptavina
Hörður G.
Kristinsson
Sprotafyrirtækin koma og fara í
Brúnni, aðstöðu sem Matís rekur í
nábýli við höfuðstöðvar fyrirtæk-
isins. Þar hefur orðið talsverð end-
urnýjun upp á
síðkastið, en enn
sem komið er hef-
ur fyrirtækið
Marinox skrif-
stofur og fram-
leiðsluaðstöðu í
Brúnni enda ná-
tengt Matís. Fyr-
irtækið vinnur
virk lífefni úr
þangi sem eru
nýtt í húðvör-
urnar UNA skincare sem eru þegar
komnar inn á markaði erlendis.
Matís skilgreinir starfsemi sína
meðal annars sem brú á milli háskóla
og atvinnulífs og hafa mörg fyrirtæki
haft þar aðstöðu meðan þau eru að
komast á legg. Upp á síðkastið hafa
nokkrir unganna flogið úr hreiðrinu
til að koma sér upp aðstöðu á eigin
vegum. Matís hefur því nýlega aug-
lýst lausar skrifstofur til leigu og er
þar er einkum hugsað til sprotafyrir-
tækja í matvæla- og líftækniiðnaði
sem sjá sér hag í því að vera nálægt
þeirri rannsóknaraðstöðu og aðstöðu
til matvælavinnslu sem er fyrir hendi
í höfuðstöðvum Matís.
Hugverkið og atvinnulífið
Nú starfa sex manns hjá Marinox,
en meðal eigenda eru frumkvöðl-
arnir Hörður G. Kristinsson og Rósa
Jónsdóttir, starfsmenn Matís, og er
Matís einnig á meðal eigenda. „Hug-
vitið kemur frá frumkvöðlunum og
byggt er á áralöngum rannsóknum
þeirra,“ segir Brynhildur Ingvars-
dóttir framkvæmdastjóri. „Marinox
er eitt af þessum litlu nýsköpunar-
fyrirtækjum, sem verða til í
tengslum við Matís, en takmarkið er
að koma hugverkinu í vinnu úti í at-
vinnulífinu eftir skilgreindu verk-
lagi.“
Þegar talað var við Brynhildi voru
starfsmenn Marinox í óða önn að út-
búa jólaöskjur með vörum frá fyr-
irtækinu. Fyrsta vörulína fyrir-
tækisins, UNA skincare-húðvörurn-
ar, kom á markað árið 2012 og auk
Íslands eru þær seldar í Rússlandi,
Slóveníu og Þýskalandi og fleiri
markaðssvæði eru í undirbúningi.
Fæðubótarefni og matvæli?
„Þang er lítið notað hráefni og þá
helst þurrkað og malað, sem er ódýr
afurð,“ segir Brynhildur. „Við notum
hins vegar sérstakar aðferðir til að
draga lífvirku efnin út úr þanginu,
sem er vannýtt auðlind, og búa til
þykkni með þessum sérstöku virku
efnum. Þau eru síðan notuð í neyt-
endavörur, þar á meðal í krem og
aðrar húðvörur. Við erum sömuleiðis
að þróa aðrar neytendavörur eins og
fæðubótarefni og matvæli, en mögu-
leikarnir eru margir.
Starfsemi Marinox hefur til þessa
mikið til snúist um grunnrannsóknir
á þessum lífvirku efnum og hvað efn-
in úr þanginu geta gert. Þau eru eft-
irsóknarverð efni við matvælafram-
leiðslu því þau auka geymsluþol, en
líka til að auka hollustu og það getur
haft ýmis jákvæð áhrif á líkamann að
innbyrða þessi efni.
Við viljum eðlilega reyna að ná
eins miklum virðisauka og mögulegt
er og fyrsta skrefið var að koma full-
búnum húðvörum á neytenda-
markað. Það væri óskandi að það
yrði einnig framkvæmanlegt í fæðu-
bótarefnum og matvælum, en við
munum örugglega einnig selja líf-
virku efnin sem hráefni til annarra,“
segir Brynhildur.
Lífvirk efni einangruð
Á heimasíðu Matís er eftirfarandi
kynningu að finna á líftækni- og líf-
efnasviði: Rannsóknir sviðsins á líf-
virkum efnum beinast sér í lagi að
hafinu umhverfis landið og því sem
það gefur af sér. Lífvirku efnin er að
finna í þörungum, aukaafurðum úr
fiski og víðar en einnig er tækni-
þekking sviðsins nýtt til að vinna líf-
virk efni úr lífverum á borð við sæ-
bjúgu og hákarla, svo dæmi sé tekið.
Þegar lífvirk efni finnast er sam-
setning þeirra rannsökuð, tilraunir
gerðar á virkni þeirra með sér-
stökum efnamælingum og síðan í
frumukerfum og á endanum á dýr-
um. Loks eru fundnar leiðir til að
einangra efnin á stærri skala og
koma þeim í markaðshæft form.
aij@mbl.is
Verðmætar
vörur úr van-
nýttu þangi
Lífvirk efni dregin út úr þanginu
Eitt af fyrirtækjunum í brú Matís
Brynhildur
Ingvarsdóttir
Húðvörurnar frá Marinox verða trúlega í einhverjum
jólapökkum þetta árið. Á myndinni pakka þær Sigrún
B. Magnúsdóttir og Halla Halldórsdóttir vörum í jóla-
öskjur en uppruninn er í íslensku þangi.
Morgunblaðið/Kristinn
Jólin nálgast hjá Marinox
Ný og glæsileg verslun
Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is