Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 40

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 en það var Jón Jóakimsson (1816- 1893) langafi hans og bóndi á Þverá sem ákvað ásamt sóknarbændum að byggja kirkjuna úr móbergi. Stein- smiður var fenginn til þess að annast steinsmíðina, en það verk hafði með höndum Jakob Frímann Brynjólfs- son sem hafði lært steinsmíðaiðn í Reykjavík og aðstoðað við byggingu Þingeyrakirkju sem hófst 1864. Í gegnum árin hefur Þverárkirkja fengið sitt viðhald og árið 1957 var gert við múrskemmdir og hún máluð innan og utan. Þá hefur kirkjugarð- urinn verið stækkaður til norðurs og á árunum 2000-2003 voru austur- og suðurhliðar garðsins endurhlaðnar. Árið 2011 var ráðist í mjög viðamikl- ar endurbætur á þakinu og lagfærð- ar þær fúaskemmdir sem þakleki hafði valdið á fyrstu áratugum kirkj- unnar. Allar þaksperrur voru endur- nýjaðar og öll klæðning bæði á þaki og turni. Á árunum 2012-2013 var farið í að endurgera múrhúðina inn- an á veggjunum, en áður hafði múr- húð víða fallið af vegna raka- skemmda. Þá þurfti að laga kirkjubekkina og endurnýja þær hliðar sem eru uppi við veggina og eru þeir eins og nýir bekkir í dag eft- ir að hafa verið pússaðir og litaðir upp á nýtt. Gólfið hefur einnig verið pússað og lakkað. „Það er ennþá eftir að mála pre- dikunarstólinn,“ segir Áskell og brosir sem býst við að málningar- vinnan klárist næsta sumar. Það er vandasamt eins og annað, en stóllinn er reglulegur sexhyrningur og á sex- strendum fæti. Þverárkirkja hefur haldist óbreytt frá fyrstu stund og allar endurbætur eru gerðar í þeim stíl sem kirkjan var upphaflega. Með þessum endurbótum sem nú er að ljúka er ljóst að kirkjan á sér langa framtíð og er til sóma þeim sem um hana hafa hugsað. Vinafélag hefur lagt lið Starfrækt er Vinafélag Þverár- kirkju. Markmið félagsins er að tryggja sem best varðveislu kirkj- unnar og hefur það með margvís- legum hætti lagt Áskeli bónda lið. Félagið lítur svo á að Þverárkirkja og kirkjugarðurinn ásamt gamla torfbænum á Þverá, útihúsum og umhverfi sé það sem beri að varð- veita með öllum tiltækum ráðum, enda mjög merkilegar búsetu- og búskaparminjar. Kirkjubóndinn kann til verka  Allsherjar endurbótum á Þverárkirkju í Laxárdal að ljúka  Kirkjan var byggð úr höggnu móbergi sem tekið var úr Hólaklöppum  Langafi bóndans byggði kirkjuna Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kirkjubóndinn Áskell Jónasson bóndi á Þverá í Laxárdal. Þverárkirkja er bændakirkja og því hans eign. Áskell hefur átt mörg handtökin við kirkjuna. Þverárkirkja Miklar endurbætur hafa verið gerðar á kirkjunni á undan- förnum árum. Eftir er að laga predikunarstólinn sjálfan. VIÐTAL Atli Vigfússon Laxamýri „Ég tók niður stjörnurnar í hvelfing- unni sem eru 240 talsins. Ég pússaði hverja einustu þeirra og málaði síð- an allar tvisvar sinnum. Það var ekk- ert mál að ná þeim því hver stjarna er fest með koparnagla sem auðvelt er að losa, en það tók tíma.“ Þetta segir Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal S-Þingeyjar- sýslu, en í sumar var unnið við að mála kirkjuna á staðnum að innan og má segja að þar með sé nánast að ljúka allsherjar endurbótum á Þver- árkirkju sem staðið hafa í nokkur ár. Það voru Snorri Guðvarðsson listamaður og málari og kona hans Kristjana Agnarsdóttir sem höfðu veg og vanda af málningarvinnunni, en þau hafa víða málað kirkjur að innan. Áskell var með þeim og rúll- aði m.a. veggina með hvítri málningu og pússaði kirkjubekkina, auk þess sem hann sá um stjörnurnar. „Kirkjan er á minni ábyrgð,“ segir Áskell, en Þverárkirkja er bænda- kirkja og því hans eign þar sem hann er eigandi jarðarinnar. Áskell hefur lagt mikinn metnað í að halda kirkj- unni við og hefur fengið til þess styrki frá Húsafriðunarnefnd og úr Jöfnunarsjóði sókna sem hafa verið góð hjálp. Þetta hefur verið mikil vinna og er vandað til verks, enda kann Áskell margt fyrir sér. Steinkirkjur voru fátíðar Þverárkirkja er merkileg fyrir það að hún er steinhlaðið hús, en steinkirkjur voru mjög fátíðar. Hún er byggð úr höggnu móbergi og var grjótið í hana tekið úr svokölluðum Hólaklöppum í hlíðinni handan Lax- ár og flutt yfir ána er hún var ísi lögð. Hún var vígð árið 1878 og hafði þá byggingartíminn tekið rúmlega tvö ár. Áskell bóndi á Þverá er sonarson- arsonur kirkjubóndans sem þá var, 30 ÁRA Merino ull Tveggjalaga kerfi (baselayer) sem flytur raka og svita frá líkamanum og heldur honum alltaf þurrum og hlýjum. Yndisleg merino ullarnærföt handa þér og þínum um jólin Útsölustaðir: Hagkaup • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum • Fjarðarkaup – Hafnarfirði Hafnarbúðin – Ísafirði • JMJ – Akureyri • Jói Útherji – Reykjavík • Afreksvörur - Glæsibæ • Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélag Vestur-Húnvetninga • Nesbakki – Neskaupsstað • Icewear - Akureyri • Skóbúð Húsavíkur • Siglósport - Siglufirði Verslunin Blossi – Grundarfirði • Bjarg - Akranesi • Efnalaug Dóru – Hornafirði • Heimahornið – Stykkishólmi Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.