Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Efnahagsmálin hafa verið í brenni- depli í baráttunni fyrir þingkosning- arnar á Grænlandi á morgun, föstu- dag, frekar en deilan um hvort Grænlendingar eigi að stofna sjálf- stætt ríki. Vinstriflokkar hafa verið mjög öfl- ugir á Grænlandi og skoðanakann- anir benda til þess að þeir fjórir flokkar sem eru lengst til vinstri fái um það bil 85% atkvæðanna. Grænlenskar fylgiskannanir hafa ekki verið mjög áreiðanlegar, en þær benda til þess að vinstriflokkur- inn Inuit Ataqatigiit (IA) sé með naumt forskot á jafnaðarmanna- flokkinn Siumut en þurfi að mynda stjórn með einum eða tveimur öðr- um flokkum til að tryggja meirihluta á landsþinginu. Þriðja vinstriflokkn- um, Partii Naleraq, er spáð um 10% fylgi og talið er hann geti komist í oddastöðu á þinginu og ráðið úrslit- um um hvort IA eða Siumut myndi næstu landstjórn. Flokkurinn var stofnaður í janúar og er undir for- ystu Hans Enoksen, sem var leið- togi Siumut og formaður land- stjórnarinnar á árunum 2001 til 2009. Siumut-flokkurinn var við völd á Grænlandi í 30 ár samfleytt frá árinu 1979, þegar landið fékk sjálf- stjórn í eigin málum, og þar til hann tapaði í kosningum í júní 2009 þegar IA komst til valda. Hann var einn við völd á árunum 1979 til 1983 en eftir það í stjórn með einum eða tveimur öðrum flokkum þar til hann beið afhroð í kosningunum fyrir fimm árum. Aleqa Hammond varð þá formaður Siumut og flokkurinn komst síðan aftur til valda eftir mik- inn kosningasigur í mars á síðasta ári. Landstjórnin sprakk í byrjun október vegna ásakana um að Ham- mond hefði notað rúmar 106.000 danskar krónur (2,2 milljónir ís- lenskra) af opinberu fé í eigin þágu. Háðir Dönum í fyrirsjáanlegri framtíð IA er systurflokkur Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs á Ís- landi og hyggst m.a. efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um hvort banna eigi vinnslu á úrani. Leiðtogi flokks- ins, Sara Olsvig, segist ætla að hafna fyrirhugaðri úranvinnslu á Suður- Grænlandi hver sem niðurstaða þjóðaratkvæðisins verður. Naumur meirihluti þingsins samþykkti fyrir ári tillögu stjórnar Hammond um að afnema algert bann við vinnslu úr- ans. Í kosningabaráttunni hefur nýr formaður Siumut, Kim Kielsen, gert lítið úr mikilvægi úranvinnslu fyrir efnahag Grænlands. Deilan um sjálfstæði hefur ekki verið í brennidepli í kosningabarátt- unni, ólíkt síðustu kosningum þegar Hammond boðaði að Grænland gæti orðið sjálfstætt ríki innan 20 ára með því að nýta náttúruauðlindir sínar, m.a. verðmæta málma og olíu- lindir. Grænland hefur fengið styrki frá Danmörku að andvirði 3,3 milljarða danskra króna (68 milljarða ís- lenskra) á ári. Talið er að Grænland verði háð fjárhagslegri aðstoð Dana í fyrirsjáanlegri framtíð þótt áform um námugröft gangi eftir, sam- kvæmt nýlegri skýrslu Efnahags- ráðs Grænlands. Vinstrimenn berjast um völdin  Fjórum vinstriflokkum spáð um 85% atkvæðanna í þingkosningunum á Grænlandi á morgun  Nýr flokkur Enoksens gæti ráðið úrslitum um hvort Siumut eða IA myndar næstu landstjórn AFP Tvísýn kosningabarátta Þátttakendur á kosningafundi í Nuuk, höfuðstað Grænlands, á sunnudaginn var. Þingkosningar verða haldnar á Grænlandi á morgun, föstudag, og nýjustu skoðanakannanir benda til þess að lítill munur sé á fylgi tveggja stærstu flokkanna, Siumut og Inuit Ataqatigiit (IA). AFP Eftirmaður Hammond Kim Kielsen, formaður Siumut og starfandi formaður landstjórnarinnar. AFP Næsti leiðtogi? Aggaluag B. Egede (t.v.) og Sara Ols- vig, leiðtogi vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit (IA). Rúmur helmingur lands- framleiðslunnar á Grænlandi kemur frá opinbera geiranum og um 90% útflutningsins koma frá sjávarútveginum. Brýnt er að efla einkageirann og mikil umræða hefur verið um hvernig auka eigi fjöl- breytnina í atvinnulífinu, minnka atvinnuleysið, sem er um 9-10%, og stemma stigu við fólksflótta úr dreifbýlinu. Íbúum Nuuk hefur fjölgað um 17,5% á síðustu tíu árum en íbúum flestra minni sveitarfé- laga hefur fækkað. Meðal- árstekjur íbúa Nuuk eru 292.000 d. krónur (6 millj. ísl.), en í þorpinu Qeqertat eru þær aðeins 83.000 d.kr. (1,7 millj. ísl.), svo dæmi sé tekið. Margir hafa flust til annarra landa og margt ungt fólk, sem fer í nám erlendis, kemur ekki aftur heim. Fólksflótti úr dreifbýlinu MIKILL LÍFSKJARAMUNUR Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is Heimilistækjadagar20% afslá ttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.