Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 46

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 46
ágúst þegar Brown var skotinn. Til- gangur rannsóknarinnar er að skera úr um það hvort Wilson hafi brotið borgaraleg réttindi Browns. Einnig á að fara ofan í saumana á því hvort lög- regluembættið í Ferguson taki fólk fyrir eftir kynþætti eða beiti óþarfa valdi. Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist vona að rann- sóknin myndi „endurreisa traust“ milli lögreglu og íbúa. Holder fór til Ferguson í ágúst þegar Ferguson logaði í mótmælum eftir að Brown var skotinn og sagðist skilja að íbúarnir, sem að tveimur þriðju hlutum eru svartir, væru tor- tryggnir í garð lögreglumanna, sem flestir væru hvítir. „Ég skil þessa tortryggni,“ sagði Rólegra í Ferguson en víða mótmælt  Ákvörðun um að ákæra ekki lögreglumann sem skaut svartan ungling vekur víða reiði  Málinu ekki lokið AFP Reiði Mótmælendur í Los Angeles gagnrýna ákvörðunina um að ákæra ekki lögreglumanninn í Ferguson. Mótmælt var í 170 borgum á þriðjudag. BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Mótmæli fóru fram í 170 borgum í gær, allt frá New York til Los Angel- es, vegna ákvörðunar kviðdóms í Ferguson í Missouri í Bandaríkjun- um um að ákæra ekki hvítan lög- reglumann fyrir að skjóta 18 ára svartan ungling til bana. Til átaka kom í Ferguson, en þó var ástandið mun rólegra en á mánudagskvöld. „Engin spurning“ Lögreglumaðurinn Darren Wilson kom fram í viðtali við sjónvarpsstöð- ina ABC í fyrradag og sagði að hann hefði óttast um líf sitt, hann hefði talið að unglingurinn, Michael Brown, væra að reyna að ná af sér byssu sinni til að skjóta sig. Þegar hann var spurður hvort hann hefði brugðist eins við hefði Brown verið hvítur var svarið: „Engin spurning.“ Fram hefur komið að Wilson skip- aði Brown og félaga hans að fara af götunni þar sem þeir trufluðu umferð og upp á gangstétt. Sá Wilson þá að Brown var með vindlakassa og pass- aði við lýsingu á manni, sem sagt var að hefði stolið vindlum úr verslun. Birt hefur verið myndband, þar sem maður, sem sagt er að sé Brown, tek- ur vindlana og ógnar og stjakar við búðarmanni, sem hyggst hindra för hans. Wilson lýsti því fyrir kviðdómnum að Brown hefði brugðist við með því að ráðast að sér í bíl sínum, seilst eftir byssu sinni og slegið sig. Wilson skaut tveimur skotum. Brown fór í burtu og Wilson á eftir honum. Þegar Brown sneri við og kom að honum skaut Wilson aftur. Alls skaut hann tólf skotum og hæfðu sex Brown. Málinu er þó ekki lokið. Dóms- málaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á því sem gerðist 9. 46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Breska ríkisstjórnin kynnti í gær umdeilt frumvarp til laga um að- gerðir til að afstýra hryðjuverkum. Þar er m.a. gert ráð fyrir banni við því að öfgamenn kenni í háskólum, auknu eftirliti með meintum róttæklingum og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir að breskir ríkisborgarar fari til Íraks eða Sýr- lands í því skyni að berjast með Ríki íslams, sam- tökum íslamista. Mannréttindahreyfingar og sam- tök múslíma hafa gagnrýnt frum- varpið, einkum vegna þess að ekki er gert ráð fyrir því að dómstólar hafi eftirlit með framkvæmd lag- anna. Meðal annars er deilt um ákvæði um að breskir ríkisborgarar, sem grunaðir eru um að hafa barist með vígasveitum íslamista, megi ekki snúa aftur til Bretlands í tvö ár nema þeir samþykki að vera undir ströngu eftirliti. Þeir sem gagnrýna ákvæðið segja að það fari nálægt því að gera breska ríkisborgara „ríkis- fangslausa“, samræmist ekki þjóða- rétti og geti valdið vandamálum fyr- ir ríki á borð við Tyrkland þar sem meintu vígamennirnir hafa viðkomu á leiðinni til Bretlands. Fær viðamikið vald Samkvæmt drögunum fær breska innanríkisráðuneytið mjög viðamik- ið vald, m.a. til að ákveða hvernig skilgreina eigi öfgar í málflutningi. Þeir sem gagnrýna drögin segja að slík valdheimild myndi marka tíma- mót í landi sem hefur hreykt sér af málfrelsi. Lögreglan á að fá vald til að taka vegabréf og ferðaskjöl af fólki sem grunað er um að ætla að taka þátt í hryðjuverkastarfsemi eða ganga til liðs við vígasveitir íslamista. „Í opnu og frjálsu samfélagi get- um við aldrei afstýrt algerlega hættunni á hryðjuverkum,“ sagði Theresa May innanríkisráðherra þegar hún kynnti drögin. „Við verð- um þó að gera allt sem við getum í samræmi við sameiginleg gildi okk- ar til að draga úr hættunni.“ bogi@mbl.is Réttindi skert án aðkomu dómstóla  Frumvarp bresku stjórnarinnar til laga gegn hryðjuverkum gagnrýnt Theresa May inn- anríkisráðherra. Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. RENNIBEKKIR FYRIR LITLA OG STÓRA Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Scheppach dmt 460t Verð 73.400 Stök rennijárn frá Crown Verð frá 6.690 Rennijárnasett Verð frá 12.380 FarTools TBF 1000 Verð 109.600 Patrónur, verð frá 27.360
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.