Morgunblaðið - 27.11.2014, Page 49
49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Ævintýri Síðdegissólin sveipar himinhvolfið fögrum litum sem minna einna helst á annars heims ævintýri.
Kristinn
Að undanförnu hef-
ur talsvert verið rætt
um það hvar skipu-
lagsvaldið á Íslandi
liggi – hjá sveitar-
félögum eða ríkinu.
Hvort heldur um er að
ræða flugvöll í Reykja-
vík eða virkjanir á há-
lendinu skiptir það
miklu að hafa þessi
mál á hreinu. Þannig
er Rammaáætlun um
vernd og nýtingu nátt-
úrusvæða ekkert annað en skipulag
landnotkunar og landnýtingar og
nauðsynlegt að það sé ljóst hvorum
megin hryggjar skipulagsvaldið í
sambærilegum málum liggur.
Í núgildandi skipulagslögum seg-
ir að skipulagsskylda nái til lands
og hafs innan marka sveitarfélaga
og skulu sveitarstjórnir annast gerð
svæðis-, aðal- og deiliskipulags.
Hins vegar hefur það ekki farið
hátt að í sömu lögum segir líka að
umhverfisráðherra skuli leggja
fram á Alþingi „tillögu
til þingsáætlunar um
landsskipulagsstefnu
til tólf ára, innan
tveggja ára frá alþing-
iskosningum.“ Þetta
landsskipulag á m.a.
að taka til samgangna,
byggðamála, nátt-
úruverndar og orku-
nýtingar og „getur
tekið til landsins alls,
einstakra landshluta
og efnahagslögsög-
unnar“. Af þessu er
það deginum ljósara
að ríkisvaldinu er ætlað veigamikið
hlutverk í skipulagi Íslands enda
hvílir sú skylda á herðum ríkisins
að skipuleggja sameiginleg kerfi
okkar allra þannig að þau séu bæði
hagkvæm og í lagi, eins og sam-
göngukerfið, orkukerfið, heilsu-
gæslan og menntakerfið svo eitt-
hvað sé nefnt. Sveitarfélögin eiga
síðan samkvæmt þessum lögum að
„taka mið af landsskipulagsstefnu
við gerð skipulagsáætlana eða
breytinga á þeim“. Þessa dagana er
unnið að svona landsskipulagi á
Skipulagsstofnun sem ráðgert er að
leggja fyrir Alþingi til samþykktar í
vetur og full ástæða er til að sem
flestir fylgist vel með.
Með skipulagslögunum er greini-
lega verið að taka mið af þeim
framförum sem undanfarna áratugi
hafa átt sér stað í stefnumörkun,
skipulagi og framkvæmdum ríkja
og sveitarfélaga um allan heim. Í
vaxandi mæli hafa menn verið að
gera sér grein fyrir því að í dag
gengur ekki lengur vel að hafa ein-
hverja óljósa „framtíðarsýn“ að
leiðarljósi heldur þarf öll stefnu-
mótun og skipulag að grundvallast
á eins góðum upplýsingum og frek-
ast er unnt ef vel á að fara, faglegri
vinnu og stöðugri eftirfylgni. Án
þess er viðbúið að alls konar villu-
ljós leiði okkur í margar óþarfar
keldur.
Í íslenskri stjórnsýslu sér þess
líka merki að ný viðhorf séu að
ryðja sér til rúms. Nýverið ákvað
ríkisstjórnin, að tillögu forsætisráð-
herra, að undirbúa stofnun stefnu-
ráðs innan stjórnarráðsins til að
efla og bæta getu þess til stefnu-
mótunar og áætlanagerðar og sam-
hæfa vinnubrögð ráðuneyta. Í svip-
aðan streng tekur Þórður
Sverrisson, ráðgjafi í stjórnun og
stefnumótun hjá Capacent, í nýlegri
grein í Mbl. þar sem hann fjallar
um verklag við stefnumótun og það
agaða ferli og þrep sem fylgja þarf í
nútíma stefnumótun og skipulagi til
þess að ná tilætluðum árangri. Að
mörgu leyti er það líka bæði eðli-
legra og skilvirkara að lands-
skipulag fyrir Ísland sé unnið innan
stjórnarráðsins heldur en í ein-
hverri stofnun útí bæ, þar sem það
hlýtur að verulegu leyti að snúast
um samræmda stefnu viðkomandi
ráðuneyta.
Í þessum málum getum við mikið
lært af aðliggjandi löndum, t.d.
bæði hvað varðar skilvirk vinnu-
brögð og skilgreiningar á hug-
tökum. Í Englandi var þannig
landsskipulag unnið árið 2012 (Nat-
ional Planning Policy Framework)
þar sem m.a. er lögð áhersla á sjálf-
bæra þróun, sterkt samkeppnishæft
hagkerfi bæði í þéttbýli og sveitum,
hágæða samgöngukerfi, vel hann-
aðar hágæða íbúðir, heilsusamlegt
umhverfi og verndun náttúru og
menningarminja. Þessu lands-
skipulagi fylgir líka mikilvæg hug-
takaskrá þannig að fólk þurfi ekki
að velkjast í vafa um viðkomandi
stefnu. Því fyrr sem við tileiknum
okkur þessi vinnubrögð við alla
skipulagsvinnu því betur getum við
nýtt sameiginlegt fé okkar allra og
stuðlað að betra og skilvirkara sam-
félagi.
Eftir Gest Ólafsson » Að mörgu leyti er
það bæði eðlilegra
og skilvirkara að lands-
skipulag fyrir Ísland sé
unnið innan stjórnar-
ráðsins heldur en í ein-
hverri stofnun úti í bæ.
Gestur
Ólafsson
Höfundur er arkitekt og skipulags-
fræðingur og fyrrverandi kennari í
skipulagsfræðum við Háskóla Íslands.
Skipulagsvaldið
Nú þegar tekist er á
um framtíð Reykjavík-
urflugvallar sakna ég
þess að Ögmundur
Jónasson skuli ekki
lengur vera innanríkis-
ráðherra. Mér fannst
það starf fara honum
vel úr hendi að flestu
leyti. Sama er að segja
um þær mörgu blaða-
greinar sem hann hef-
ur látið frá sér fara.
Oftar en ekki hef ég verið þeim sam-
mála. Mér er því ekki sérlega ljúft að
þurfa að gagnrýna eina af þessum
greinum og hef reyndar dregið það
mjög lengi. Umrædd grein birtist í
Morgunblaðinu 10. júní 2012, fyrir
meira en tveimur árum. Greinin bar
yfirskriftina „Hlutverkaskipti“. Þar
færði Ögmundur rök fyrir því að hin
nýja hugmyndafræði hægri manna,
frjálshyggjan og trúin á markaðs-
lögmálin, væri í raun hliðstæða við of-
urtrú vinstrimanna á marxismanum
fyrr á árum. Báðar stefnurnar hefðu
beðið skipbrot og viðbrögð hinna
trúuðu við gagnrýni hefðu verið
keimlík.
Ég varð ekki var við að nokkur
andmælti þessari grein. Þvert á móti
heyrði ég á sumum að þeim þætti
þetta athyglisverð samlíking. Og ég
get ímyndað mér að greinin hafi fært
þeim nokkra huggun sem eitt sinn
höfðu trúað á alvisku Stalíns og fé-
laga hans.
En er þessi samlíking sanngjörn?
Kommúnisminn skildi eftir sig sviðna
jörð, milljónir og aftur milljónir létu
lífið undir harðstjórn og aðrar millj-
ónir voru fangelsaðar. Hvar er hlið-
stæðan í markaðstrúnni? Vissulega
hafa ekki allar vonir frjálshyggju-
manna ræst og margir eiga um sárt
að binda eftir nýlegt bankahrun sem
margir kenna frjálshyggjunni. En er
það sambærilegt við voðaverk marx-
istanna? Voru menn fangelsaðir og
drepnir í nafni markaðshyggjunnar?
Voru mistökin framin af ásetningi?
Var ekki frekar um að kenna óhemju-
legri græðgi?
Víkjum næst að þeim viðbrögðum
sem Ögmundur nefndi. Honum far-
ast svo orð: „Þegar hægrimenn gagn-
rýndu sósíalismann og bentu á það
sem úrskeiðis hafði farið í ríkjum sem
kenndu sig við sósíalisma, svöruðu
vinstrimenn gjarnan að bragði: Við
erum að skapa nýjan heim. Það tekur
tíma. Dæmið ekki verk okkar fyrr en
hin nýju lögmál hafa sýnt sig í verki.“
Þetta gefur ekki rétta mynd af
svörunum, því miður. Fljótlega eftir
valdatöku bolsjevika í Rússlandi fóru
að berast fréttir af voðaverkum
þeirra, og ekki vantaði
fréttir af aftökum, fang-
elsunum og manngerðri
hungursneyð undir
stjórn Stalíns. En þegar
á þetta var bent var
svarið alltaf það sama:
Þetta eru bara ósvífnar
lygar. Við höfum orð
Nóbelsskáldsins fyrir
því að hann sá raun-
veruleikann í austri en
talaði þvert um hug sinn
þegar heim kom. Og
það gerðu fleiri
frammámenn sósíalista. Hvar er nú
hliðstæðan þegar markaðshyggju-
menn eru gagnrýndir? Neitar ein-
hver þeirra að bankahrunið hafi átt
sér stað? Er einhver sem heldur því
fram að frelsi athafnamanna hafi
bara ekki verið nóg?
Um markaðshyggjuna segir Ög-
mundur: „Og það var eins og við
manninn mælt, að þegar skipbrot
stefnunnar varð lýðum ljóst; að fram-
kvæmdin var nánast hvergi í sam-
ræmi við væntingar, þá svöruðu hinir
pólitísku trúmenn: Við erum að
skapa nýjan heim. Það tekur tíma, en
dæmið ekki verk okkar fyrr en lög-
málin hafa sannað sig í verki.“
En skyldi það vera rétt að fram-
kvæmdin sé nánast hvergi í samræmi
við væntingar þegar frjálshyggjan er
annars vegar? Er ekki, þegar á allt er
litið, býsna blómlegt umhorfs í þeim
löndum þar sem frelsið hefur verið
hvað mest? Man enginn lengur
hvernig hér var ástatt þegar haftabú-
skapur var stundaður og öllu stjórn-
að ofan frá, þegar leyfi þurfti fyrir
öllum innflutningi og leyfi til utan-
ferða svo að eitthvað sé nefnt? Þá var
það ekki bílastæðaskortur sem var
vandamál heldur vöruskorturinn í
búðunum. Gjaldeyrir var skammt-
aður, og það svo naumt að námsmenn
erlendis bjuggu við þröngan kost.
Engin námslán í boði. Skyldi ekki
mega þakka frjálshyggjunni eitthvað
af þeim framförum sem síðan hafa
orðið? Þar með er ekki sagt að tak-
markalaust athafnafrelsi sé eitthvert
lausnarorð, heldur öllu fremur frelsi
innan skynsamlegra marka.
Hlutverkaskipti? Sem betur fer
ekki. Vonandi verða engir til að taka
við því ófagra hlutverki sem róttækir
vinstrimenn gegndu á liðinni tíð.
Hlutverkaskipti?
Eftir Þorstein
Sæmundsson
Þorsteinn
Sæmundsson
» Vonandi verða engir
til að taka við því
ófagra hlutverki sem
róttækir vinstrimenn
gegndu á liðinni tíð.
Höfundur er stjörnufræðingur.