Morgunblaðið - 27.11.2014, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
BÆKUR
Formáli
Á hátindinum
Þegar ég átti fertugsafmæli í
marsmánuði árið 2007 hafði ég sigr-
að heiminn og í honum voru ekki
nema 250 manns ríkari en ég. Ég
lánaði forsetum einkaþotuna mína,
blandaði geði við Hollywood-
stjörnur og fjölmiðlamógúla og var
frægur á Íslandi sem fyrsti millj-
arðamæringur þjóðarinnar.
Ég ákvað að gera eitthvað mjög
sérstakt til að halda uppá þetta.
Kristín, eiginkona mín, átti hug-
myndina að því að halda ekki aðeins
upp á afmælið sem slíkt, heldur að
láta veisluna snúast um svolítið ann-
að í leiðinni. „Bjöggi, nú geturðu gert
næstum því allt sem þér dettur í
hug,“ sagði hún. „Af hverju staldr-
arðu ekki aðeins við og skoðar
hvernig þú komst þangað sem þú ert
og deilir um leið einhverju mjög sér-
stöku með vinum þínum og fjöl-
skyldu sem hjálpuðu þér á leiðinni?“
Ég fann einhvern samhljóm með
því sem hún sagði og saman mót-
uðum við hugmynd að nokkurs kon-
ar þakkarveislu. Ég hafði smá
áhyggjur af því að gera of mikið mál
úr einhverju afmæli, og fannst
óþægilegar þessar fokdýru veislur
sem sumt fólk var að halda þá, en fór
samt að hugsa öðruvísi um þetta.
Þetta var mitt tækifæri til að deila
þessum ríkmannlega lífsstíl mínum
með fólkinu sem ég hélt hvað mest
uppá og var mér kærast, fólki sem
annars hefði aldrei fengið tækifæri
til að upplifa annað eins. Og þegar ég
var búinn að sættast á hugmyndina
voru mér engin takmörk sett.
Við Kristín hugsuðum einfaldlega
um þann stað sem við áttum hvað
mest töfrandi minningar frá og
hvaða tónlist okkur fannst skemmti-
legust, og ákváðum að við þyrftum
að fara til Jamaíku. Við vorum líka
með þessa klikkuðu hugmynd að
þetta ætti að vera algjörlega óvænt
veisla – fyrir gestina en ekki afmæl-
isstrákinn!
Við leigðum Boeing 767 þotu sem
var eingöngu innréttuð lúxus-
svefnstólum, mæting var á tveimur
stöðum þar sem fólk var að koma alls
staðar að úr heiminum. Við sögðum
öllum að mæta á Heathrow-flugvöll í
London á fimmtudagsmorgni klukk-
an 5 eða í Reykjavík klukkan 8 og
búa sig undir leyndardómsfulla ferð
á fjarlægan stað.
Áfangastaðurinn var algjört hern-
aðarleyndarmál og þessir 120 far-
þegar sem voru um borð í vélinni
höfðu ekki minnstu hugmynd um
hvert þeir væru að fara, nema að
þeim yrði skilað á mánudagsmorgni.
Ég vissi að flugið sem framundan
var yrði langt og að fólkið vildi lík-
lega byrja að skemmta sér um borð í
vélinni, en ég vildi að það hefði næga
orku síðar fyrir langa og rækilega
undirbúna dagskrá. Ég passaði því
uppá að ekkert áfengi yrði afgreitt í
fluginu og reyndi að fá alla til að
hvíla sig. Þetta vakti ekki mikla
lukku hjá öllum um borð, en fólkið
hafði ekkert val. Þetta voru allt mik-
ilvægir vinir mínir, en flestir farþeg-
anna hefðu aldrei haft efni á því að
splæsa einhverju svona á sig.
Gestirnir vissu heldur ekkert um
veisluna sem var á dagskrá. Við vor-
um öll komin í fínu fötin fyrir kvöld-
mat á laugardeginum þegar tjald var
skyndilega látið síga niður, Kristín
stóð upp og tók hljóðnemann í sínar
hendur og tilkynnti að hún hefði með
mikilli leynd búið til stuttmynd um
mig og líf mitt og vildi deila henni
með okkur. Þegar ljósin slokknuðu
og myndin byrjaði að rúlla horfði ég
steinhissa á viðtöl við fjölskyldu
mína, vini og fólkið sem ég hafði ver-
ið í nánu sambandi við á mismunandi
tímabilum í lífi mínu. Kristín hafði
meira að segja sent upptökulið til
Rússlands til að taka viðtal við fólk
frá tíma mínum þar og tekið upp alla
forsöguna – allir viðmælendurnir
voru á staðnum, en enginn hafði sagt
eitt aukatekið orð við mig. Þetta var
heimildarmynd þar sem fólkið lýsti
upplifun sinni af mér og mikilvægum
augnablikum í sambandi okkar.
Undir lokin kom meira að segja per-
sónuleg kveðja frá James Bond-
æskuhetju minni, Sean Connery,
sem ég hafði hitt tvisvar. Ég hrein-
lega trúði þessu ekki. Ekkert hefur
komið mér jafn mikið á óvart og
hreyft eins mikið við mér og öll þessi
uppákoma. Ég var algjörlega kjaft-
stopp.
Við vorum með tvö tónlistaratriði
á ströndinni, eitt var Jamiroquai en
hitt sonur Bob Marley, Ziggy. Jam-
iroquai sagði mér eftir sína spila-
mennsku að þetta væri fallegasti
tónleikastaður sem hann hefði nokk-
urn tímann spilað á. Hann var í sínu
besta formi og skemmti sér með okk-
ur fram á nótt. Síðan spilaði 50 Cent
á sérsmíðuðu sviði í Hollywood-stíl í
kvöldverðarboði þar sem allir skört-
uðu sínum fínustu fötum, í hvítum
kastala sem var reistur af þýskum
sérvitringi fjarri allri byggð á 3. ára-
tug síðustu aldar.
Ég hlustaði á 50 Cent syngja
„We‘re gonna party like it‘s your
birthday“. Á því augnabliki hefði ég
ekki trúað þeim sem reynt hefði að
segja mér að innan átján mánaða
myndi ég tapa 99 prósentum af 4
milljarða dollara auði mínum og yrði
með sjö stóra banka á bakinu. Það
hefði verið ógjörningur fyrir mig að
sjá það fyrir mér að komið yrði fram
við mig eins og útlaga í eigin landi,
vafinn 1 milljarðs dollara skuldum og
hataður sem maðurinn sem átti að
hafa valdið hruni heils hagkerfis upp
á eigin spýtur. En þetta er einmitt
það sem gerðist. Hvernig breyttist
ég úr karabískri hetju í íslenskan
ónytjung? Og hvernig hélt ég velli til
að segja sögu mína? Sú saga er nú
sögð í fyrsta sinn.
Kafli 1
And you may find yourself living in a
shotgun shack
And you may find yourself in another
part of the world
And you may find yourself behind the
wheel of a large automobile
And you may find yourself in a beautiful
house, with a beautiful wife
And you may ask yourself: Well, how did
I get here
Talking Heads, ’Once In a Lifetime’
Ég heiti Björgólfur Thor Björg-
ólfsson og ég er samningafíkill. Jæja,
þá er ég búinn að segja það. En rétt
eins og þegar áfengissjúklingur við-
urkennir loksins það sem hann hefur
afneitað árum saman, þá ætti þessi
afhjúpun ekki að koma neinum á
óvart. Viðskiptasamningar eru mín
fíkn. Allt mitt líf hef ég verið fíkinn í
þá en eftir því sem ég varð þeim háð-
ari varð freistingin til að fjármagna
þá með lánum of mikil fyrir mig til að
standast.
Ég fæddist inn í eina frægustu
auðmannafjölskyldu Íslands og ég
man eftir fyrstu samningaviðræðum
mínum þegar ég var 10 ára og hafði
sannfært föður minn um að lána mér
tíu þúsund kall til að kaupa bunka af
gömlum Marvel og X-Men teikni-
myndabókum. Ég gerði helminga-
skiptasamning við hann. Hugmyndin
var mín en hann átti peningana, og
mér sýndist þetta vera ansi góð pæl-
ing. Ég borgaði honum aldrei til
baka, en teiknimyndablöðin reynd-
ust á endanum frábær fjárfesting.
Þau hafa ekki verið seld ennþá en
eru höfð í vörugeymslu þar sem
verðmætin aukast og munu vonandi
erfast til barna minna.
Hálfum öðrum áratug síðar komst
ég yfir mín fyrstu auðæfi innan um
steinblokkir Khrjúsjev-tímabilsins í
rússnesku úthverfi í kjölfar hruns
Sovétríkjanna og falls kommúnism-
ans. Ég hagnaðist á áfengum gos-
drykkjum og bjór, fjármagnaði vöxt-
inn með kreditkortinu, bankalánum
og lánum hjá einkafjármagnssjóðum
og vann eins og skepna. Samkvæmt
útreikningum mínum væri mikils
hagnaðar að vænta hjá fyrsta að-
komumanninum sem setti á mark-
aðinn vandaða bjórtegund í Rúss-
landi, sem var nýorðið kapítalískt
land. Ég kom mér því fyrir í villta
austrinu og byggði stærstu brugg-
verksmiðju landsins í erlendri eigu
og seldi hana fyrir hundruð milljóna
dollara tíu árum síðar.
Þá byrjaði ég að fljúga hátt, að lifa
og hrærast á meðal elítunnar við að
koma alls konar viðskiptasamn-
ingum á koppinn og var í slagtogi
með forsætisráðherrum og áhrifa-
völdum í einkavæðingum á öllu frá
símafyrirtækjum til lyfjafyrirtækja.
Hvernig var sú tilfinning? Helst
eins og þegar reyndur brimbretta-
kappi kemur auga á brimöldu og
hann veit hvernig það er að sogast
undir yfirborðið, náttúruöflin taka
stjórnina en hann þráir líka
spennuna sem fylgir því að standa í
lappirnar og skjótast upp á yfirborð-
ið. Myndlíkingin er dramatísk, en
svona var tilfinningin að vera fyrsti
milljarðamæringur Íslands. Ég varð
ævintýrakapítalisti með sinn eigin
stíl sem elskaði að róa á mið alþjóða-
viðskiptanna, gat aldrei vitað hvaða
viðskiptalegu, fjármála- eða póli-
tísku öfl ég þyrfti að takast á við,
reikna út áhættu og sveigja inn og út
úr ferlum, stefnum og duttlungum
þeirra einstaklinga sem ég fékkst
við.
Ég þreifst á því að takast á við hið
dularfulla, hættulega og framandi í
eftirsókn minni eftir samningum. Við
fjárfestingar í lyfjaiðnaði í Búlgaríu,
á þeim tíma þegar NATO var að
sprengja Serbíu, og við að brjóta upp
fyrrverandi þjóðnýttan símarisa með
þunga yfirbyggingu í Tékklandi,
uppgötvaði ég að smá höfuðstóll og
heilmiklar skuldir gætu margfaldað
upprunalegan auð minn oft og mörg-
um sinnum. Þetta náði hámarki þeg-
ar ég keypti búlgörsku síma-
samstæðuna BTC. Hlutfall skulda í
þeim samningi voru 95 prósent, sem
þýddi að ég þurfti aðeins að leggja út
fyrir 5 prósentum bréfanna sjálfur.
Ég var orðinn háður þessu.
Ég átti meira fé en ég gæti eytt á
þúsund árum. Forbes mat auð minn
á 3,4 milljarða dollara og setti mig á
forsíðuna. Stöðug aukning á virði
eigna gerðu mig sífellt auðugri.
Þetta hefði þess vegna getað verið á
sjálfstýringu. Efasemdir skutu upp
kollinum, en hlutirnir voru á allt of
mikilli hreyfingu til þess að ég gæti
meðtekið þá og skoðað hlutlaust.
Hátt flug og fall auðmanns
Fáir menn er tengdir
hruninu jafnsterkum
böndum í huga almenn-
ings hér á landi og Björg-
ólfur Thor Björgólfsson.
Hann varð fyrstur Íslend-
inga til að komast á lista
Forbes yfir ríkustu menn
veraldar en hrunið varð
honum að sama skapi
kostnaðarsamt. Í bók
sinni, Uppgjörið, rekur
hann hina ævintýralegu
sögu sína sem ekki hefur
verið sögð fyrr en nú.
Bókin kemur út á ensku.
Profile Books gefur út.
Morgunblaðið/RAX
Reynslusaga Í bók sinni segir Björgólfur Thor sögu sína í fyrsta skipti frá
hruni, velgengni sinni sem falli – og dregur þar ekkert undan.
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía Walthers
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
Vilt þú vita
hvers virði
eignin þín
er í dag?
Pantaðu frítt
söluverðmat án
skuldbindinga!
Skeifunni 17
„...virkilega vönduð, lipur og góð
þjónusta. Allt sem þau sögðu
stóðst. Auðvelt að mæla
með Remax Alpha!“
Áslaug og Benni
HRINGDU NÚNA
820 8080