Morgunblaðið - 27.11.2014, Page 66
66
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
BÆKUR
Davíð Stefánsson hefursent frá sér þrjár ljóða-bækur en Hlýtt og satt,fyrsta sagnasafn hans,
ber undirtitilinn „átján sögur af lífi
og lygum“. Sögurnar átján tengjast
sumar innbyrðis, með
mismunandi hætti, og
þær eru líka ólíkar.
Með ákveðinni ein-
földun má skipta þeim
í tvo hluta, þær inn-
hverfari, brotakennd-
ari og ljóðrænni, þar
sem jafnvel ljóð ber
stemninguna uppi,
eins og í lokasögunni, og svo smá-
sögur með hefðbundnari framvindu
og uppbyggingu. Dæmi um það er
„Þögnin í sögunni“, vel lukkuð og
faglega skrifuð frásögn þar sem
konan sem segir frá er komin aftur
á heimili foreldra sinna eftir ferða-
lag, til að „útskýra það sem ekki er
hægt að útskýra“. Lesandinn veit þá
af tilfinningalegri fjarlægð sem ríkir
milli mæðgnanna en veit aldrei hvað
er útskýrt.
Önnur vel mótuð og marglaga
saga er „Varðeldur á ströndinni“
þar sem karlar sitja yfir bjórkönn-
um og annar þeirra fer að segja frá
því þegar hann lá í sól í sendinni vík
ásamt eldri konu og fór að segja
henni sögu sem hann las í smá-
sagnasafni eftir japanskan höfund.
Sögurnar sem eru sagðar hafa áhrif
á samskipti fólksins og það sem ger-
ist – eða gerist ekki.
Í „Jarðarförin“ fara feðgar saman
í jarðarför út í sveit, sambandið er
stirt en á heimleiðinni fer faðirinn
óvænt með soninn að stað þar sem
lítill trékross stendur upp úr snjón-
um. Þar hvílir barn sem ekki komst
á legg en lesandinn fær ekki að vita
meira; þegar þeir eru komnir aftur í
bílinn endar sagan á því að heil eilífð
eigi eftir að líða „þangað til tærnar á
mér fara að þiðna í hlýjum bílnum
og pabbi leyfir sér að útskýra kross-
inn á bak við hólinn“. (63)
Í „Filma sem gleymir engum
skurði, aldrei“ en dregin upp sterk
mynd af atburðum úr fortíð sem
gleymast ekki, eru varðveittir í
minninu eins og á myndir filmu.
Það er alltaf ánægjulegt að lesa
vel skrifaðar smásögur, þar sem
höfundi tekst að skapa heilsteypta
mynd og stemningu, stundum með
markvissri framvindu þó það þurfi
alls ekki að vera skilyrði. Davíð
tekst það misvel í þessu safni en
flestar og bestu sögurnar eru
áhrifaríkar. Þá er tenginganetið
sem leggst yfir söguheiminn for-
vitnilegt. Innan einnar sögunnar er
sögð saga af skáldi sem fann inn-
blásturinn í læk á Vesturlandi, þeg-
ar hann stakk höfðinu ofan í ískald-
an strauminn. Í annarri sögu er
aftur minnst á þennan læk; þar er
kominn til landsins maður af Snæ-
fellsnesi sem má til að hitta rithöf-
und þar sem þeir þekkja sömu sög-
urnar, sama innblásturinn.
Sumar sagnanna fjalla þannig um
skrif og sköpunarkraftinn en þær
fjalla einnig flestar um spennu í
sambandi milli manna, og gjarnan
hið ósagða. Má þá finna nokkuð fyr-
ir frásagnarhætti Raymonds Car-
ver, bandaríska sagnasnillingsins.
Í sumum sögum bókarinnar er
ákveðinn tregatónn sem vill jaðra
við ljóðræna tilfinningasemi en hún
er vandmeðfarin og getur orðið til-
gerðarleg. Leikurinn með ástina
gengur þó vel upp í „Bréf: Út úr
þokunni“ þar sem leikið er með and-
stæðar skynjanir, og upplifanir eins
sem eru ekki endilega þær sömu hjá
öðrum. Hér horfir sögumaður á
elskuna sína sofa „… ég sé hvernig
þokubakkarnir hrærast undir augn-
lokum þínum, hvernig þeir hafa
hrært í þinni tæru sýn og hreinu
hjartanu alla nóttina; hvernig til-
finningar þínar eru efni í fallegustu
drauma en birtast þér samt sem
martraðir“. (128)
Ástæða er til að hrósa kápu bók-
arinnar; stílhrein hönnunin vísar í
abstrakt nálgun kápugerðarmanna
sjöunda áratugarins og þá er nota-
legt að finna við lesturinn fyrir
djúpþrykkinu í texta og litflötum.
Það sem ekki er hægt að útskýra
Smásögur
Hlýtt og satt bbbmn
Eftir Davíð Stefánsson.
Nykur, Reykjavík 2014. Kilja, 133 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Eggert
Smásagnahöfundur „Sumar sagnanna fjalla þannig um skrif og sköpunar-
kraftinn en þær fjalla einnig flestar um spennu í sambandi milli manna, og
gjarnan hið ósagða,“ segir um sagnasafn Davíðs Stefánssonar.
Ífyrsta kafla bókarinnar Hall-gerður – Örlagasaga hetju ískugga fordæmingar, út-skýrir höfundurinn, Guðni
Ágústsson, fyrrverandi þingmaður
og ráðherra, að í bókinni reyni hann
að „túlka örlög
Hallgerðar og
segja sögu hennar
út frá þeim stóru
viðburðum sem
hún tók þátt í …
Ég reyni að skoða
líf hennar frá sjón-
arhorni nú-
tímans“. (8) Hann
segir Hallgerði
langbrók hafa ver-
ið misskilda konu, og hún sé það
enn; hún hafi búið við einelti, kyn-
ferðislega misnotkun og róg.
„Ég byggi söguna,“ skrifar hann,
„á staðreyndum úr Njáls sögu og
Laxdælu og rek marga stóra at-
burði. Síðan reyni ég að greina sög-
una og meta hvers vegna örlögin
urðu þessari glæsilegu konu jafn
þungbær og raun bar vitni“. (9)
Höfundurinn talar um staðreyndir
í þessum perlum Íslendingasagn-
anna, og nálgast þær þannig; sem
sagnfræði, eða jafnvel sem eins-
konar skýrslur, að allt sé satt og
rétt, samtöl sem atburðir.
Það er athyglisverð nálgun nú á
21. öldinni, gamaldags nálgun, vissu-
lega, og óvíst að fræðasamfélag sam-
tímans skrifi upp á aðferðina. Þessi
afstaða sýnir þann verðskuldaða
sess sem sögunum ber í sinni Íslend-
inga, meðal ástríðufullra alþýðules-
ara.
Að mestu leyti er um að ræða end-
ursögn upp úr Njálu og Laxdælu, á
sögu Hallgerðar og ættingja hennar.
Vitaskuld bregður mörgum kempum
fyrir; bræðrunum Höskuldi og
Hrúti, Ólafi Pá, Kjartani og Bolla,
eiginmönnum Hallgerðar og Þjó-
stólfi fóstra hennar en höfundurinn
leiðir að því líkum að hann hafi beitt
Hallgerði kynferðislegu ofbeldi.
Guðrún Ósvífursdóttir er borin sam-
an við Hallgerði, og velt vöngum yfir
því hvers vegna hennar sess hafi
verið hærri í hjarta lesenda en Hall-
gerðar; og svo eru það hetjur Njálu,
Gunnar, Njáll og Bergþóra sem
kemur afar illa fram við Hallgerði
allt frá því hún flyst að Hlíðarenda.
Höfundur veltir atburðum sagn-
anna fyrir sér og leikur sér að því að
láta Hallgerði ávarpa sig, koma með
athugasemdir, og er samtal þeirra
oft skemmtilegt, en hann tekur alltaf
málstað söguhetju sinnar. Um fræg-
an kinnhest Gunnars eftir að Hall-
gerður lét ræna búrið í Kirkjubæ
segir hann: „Gunnar vinnur mikil
fólskuverk með kinnhestinum sem
var alls ekki í samræmi við hans
drenglyndi og prúðmennsku.“ ( 79)
Og um hana: „Hallgerður var
kannski einfaldlega spennufíkill …“
(94)
Á sömu síðu er gengist við því að
skáld hafi skrifað Njálu, en hún sé
ekki skýrsla. Þá er Hallgerður að
segja höfundi sína hlið á lokabar-
daga Gunnars, þegar hún neitar
honum um leppa tvo úr hári sínu að
snúa úr bogstreng. Hún er látin
segja: „En skáldið sem skrifaði sög-
una kunni að róta í tilfinningum
fólks. Ég var aldrei í náðinni og ein-
eltið hefur fylgt mér út yfir gröf og
dauða. En við breytum ekki sögunni.
Svona er hún best og mátuleg á alla
þá sem berja konur sínar.“ Og höf-
undur veltir í kjölfarið fyrir sér
hvort atburðarásin fyrir dauða
Gunnars og samræður þeirra Hall-
gerðar geti hafa verið eins og greint
er frá. Getur verið um „að ræða
gálgahúmor sem þekktur er í svað-
ilförum eða átökum?“
Guðni segir að í sögunni hafi Hall-
gerður „legið óbætt hjá garði og fáir
hafa tekið málstað hennar eða reynt
að skyggnast inn í líf hennar“. (7)
Hann ræðst í það verkefni og segir:
„Hallgerður var og er misskilin kona
og hér birtist saga hennar í nýju
ljósi.“ (9) Þetta er óneitanlega sér-
kennileg fullyrðing, að litið hafi verið
framhjá Hallgerði, því allt til þessa
dags hafa skáld sem fræðimenn velt
sögu persónunnar og örlögum henn-
ar fyrir sér. Má til dæmis nefna að
hún birtist nýverið í tveimur ljóða-
bókum Gerðar Kristnýjar og Jón
Karl Helgason hefur skrifað athygl-
isverðar greinar um efnið og bók um
Njálu, þar sem sjónum er meðal
annars beint að aldalöngum rétt-
arhöldum íslenskra skálda og fræði-
manna yfir Hallgerði langbrók – á
þetta er ekki minnst í bók Guðna.
Það er undarleg ráðstöfun að
leggja rúmlega hálfa forsíðu bók-
arinnar undir mynd af höfundi
verksins. Eðlilegra hefði verið að
hafa túlkun listamanns á Hallgerði,
á kápu – og höfundinn á baksíðu.
Ekki einu sinni vinsælustu spennu-
höfundar, eða nóbelsskáld, njóta
upphefðar sem þessarar, að fá að
horfa íbyggnir af kápunni á lesand-
ann af búðarborðinu.
Hallgerður – Örlagasaga hetju í
skugga fordæmingar er nokkuð at-
hyglisverð bók. Um er að ræða
ástríðufulla endursögn af lífi Hall-
gerðar, eins og það kemur fyrir í
sögunum, með afar persónulegri
túlkun höfundarins og skálduðu
samtali við persónuna. Frásögnin
getur án efa vakið áhuga á frekari
lestri á Íslendingasögum, og væri
það vel, þótt hún bæti litlu við fræði-
lega umræðu um verkin.
Málsvörn Hallgerðar langbrókar
Hugleiðingar
Hallgerður – Örlagasaga hetju í
skugga fordæmingar bbmnn
Eftir Guðna Ágústsson
Veröld, 2014. 113 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Kristinn
Örlagasaga „Frásögnin getur án efa vakið áhuga á frekari lestri á Íslend-
ingasögum, og væri það vel, þótt hún bæti litlu við fræðilega umræðu um
verkin,“ skrifar rýnir um bók Guðna Ágústssonar um Hallgerði langbrók.
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.