Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 27.11.2014, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Orð að sönnu er ekki árenni-leg bók, ríflega sjöhundruðsíður og tvö kíló að þyngd,þung og þykk. Hún er líka að sama skapi efnismikil, hefur að geyma hálft þrettánda þúsund máls- hátta með skýringum sem eru þannig fram settir að bókin er í senn fræði- leg og alþýðleg; hún er hagnýt þeim sem leitar að skemmtun og upplýs- ingu og eins þeim sem rekja sig eftir síma málsög- unnar. Í inngangi að Orðum að sönnu gerir höfund- urinn, Jón G. Friðjónsson, grein fyrir því hvað réð vali hans í safnið og eins hvernig hann af- markar efnið og skipar því í þrjá flokka: a) Málshætti, sem hann grein- ir svo í spak- eða sannmæli (almenn sannindi eða reynsluspeki) og eig- inlega málshætti sem eru svipaðir spak- eða sannmælum að merkingu og notkun, en ólíkir að því leyti að þeir eru tvíræðir og bundnir að formi. b) Orðskviði, sem eru sjálfstæðar setningar sem fela í sér sannindi eða ráðleggingu, oft siðferðilegan boð- skap, enda hugsa flestir eflaust til Biblíunnar er þeir heyra nefndan orðskvið. c) Tilvitnuð orð, sjálfstæðar setningar sem fela í sér fulla hugsun, oft visku eða almenn sannindi. Í innganginum fjallar Jón einnig um söfnin sem hann hefur nýtt til heimilda og þar kennir margra grasa sem flest voru mér ókunnug, þó önn- ur kannist ég við og gluggi oft í, til að mynda söfn Guðmundar Jónssonar og Hallgríms Schevings. Í inngangi að Safni af íslenzkum orðskviðum, fornmælum, heilræðum, snilliyrðum, sannmælum og máls- greinum, sem Guðmundur Jónsson, prófastur í Snæfellssýslu og prestur í Staðastaðarsókn „samanlas og setti í stafrófsröð“ í upphafi nítjándu aldar segir Guðmundur að sá sem skoði ís- lensku verði þess fljótt var að í henni sé mikill fjöldi af „meiníngarfullum málsháttum, orðskviðum, spakmæl- um, snilliyrðum, forsjálnis og varúðar reglum, sem í mörgum tilfellum þéna mönnum fyrír almennar lífsreglur til að breyta eptir“, en að mati Guð- mundar eru þvílíkir málshættir og snilliyrði „svo sem mergr og kjarni vors móðurmáls, og máske fáar Norðurlanda túngur séu eptir tiltölu auðgri af alþýðligri heimspeki (philo- sophia populari), heldr enn vor“. Fjársjóður hverrar kynslóðar Jón G. Friðjónsson tekur í svipaðan streng í formála að hinu mikla safni sínu: „Líta má á íslenska málshætti sem fjársjóð sem hver kynslóð fær í tannfé. Heimildir sýna svo að ekki verður um villst að þessi sjóður hefur ávaxtast vel í aldanna rás og reynst gengnum kynslóðum haldgott vega- nesti á lífsleiðinni.“ Vissulega má þetta til sanns vegar færa, fátt tengir okkur eins vel við uppruna okkar og þeir málshættir sem við höfum innbyrt með máltök- unni og skiljum þó við stöndum kannski á gati þegar á að útskýra þá fyrir ókunnungum. Að mínu viti býr þó líka ákveðinn þáttur hug- myndasögu í málsháttum og þá al- þýðlegrar hugmyndasögu, því þeir spegla hugmyndir og lífsafstöðu fyrri tíma. Og hvað er þá mönnum ofarlega í huga þegar sú saga er skoðuð? Nú svosem það sama og er okkur of- arlega í huga í dag; ást, og börn og konur og karlar og menn (sem eru vissulega líka stundum konur í máls- háttum). Fleira ber á góma: Guðrún Egilson benti á það í pistli hér í blaðinu fyrir nokkrum árum að í Íslenskri sam- heitaorðabók séu 75 orð til yfir heimskingja og 50 yfir heimsku sem slíka. Í safni Jóns er líka nóg af máls- háttum og orðskviðum sem snúa að heimsku; heimskt er heima alið barn, á fáu kann heimskur hóf, heimskum þykir sín kylfa kostulegust, snotra verður heimskan hal og svo heimsk- um manni eru heitingar gjarnar, sem kalla má sígild sannindi og marg- sönnuð. Allmargir málshættir fjalla um auð og auðsöfnun og -sóun, um fé og fá- tækt og peninga og hálf fimmta síða geymir málshætti um hunda. Erum við þá ekki komin með þokkalega mynd af forfeðrum okkar? Þeir voru uppteknir af ástinni og ávexti ást- arinnar, eins og við, óttuðust heimsk- una (og guð reyndar líka) og veltu fyrir sér veraldlegum gæðum og dauðanum (og lífinu). Þeir voru líka þjáðir af fordómum eins og við, þó við teljum okkur trú um um að við séum komin lengra á þroskabrautinni. Skyggnst inn í koll forfeðra Fyrir nokkrum árum varð uppþot vegna dagbókar sem prentsmiðja nokkur gaf út en lét svo eyðileggja, enda voru í henni málshættir sem þóttu fela í sér kvenfyrirlitningu. Þeir eru og nokkrir í þessu safni, sem von- legt er, því þeir gengu á milli manna á árum áður; aldrei er kvennastjórn af- faragóð, laust er kvenna lyndi, eigi má konum trúa, oft verður kvalræði af konum, flestar eru prúðar konur fámálugar, kona og kanna gjöra margan fátækan og öll vonska er lítil hjá konunnar vonsku. (Ekki eru allir málshættir neikvæðir þar sem konur koma við sögu, nefni sem dæmi engin hjálp er trúrri en tryggrar konu og svo nokkuð sem á við í dag og vísar i vonsku karla: Konum er sín vant að gæta, sbr. átakið Örugg borg á veg- um UN Women.) Nú kemur tvennt til greina – býsn- ast yfir því að slíkt og þvílíkt sé varð- veitt á prenti, eða vera þakklátur fyr- ir að fá að skyggnast svo inn í koll forfeðra okkar þó að það sem þar var geymt sé ekki allt fallegt. Það er líka vandasamt að setja sig í dómarasæti þegar litið er aftur í aldir, við sjáum fordóma og dæmum þá að vonum hart, en eins víst að í framtíðinni muni menn hissa sig yfir heim- óttaskap okkar og fordómum eftir þeim gildum sem þá hafa verið upp- götvuð. Að gömlum fordómum upptöldum má lesa það í safninu að almennt hef- ur fólk haft illan bifur á kirkjunni og þjónum hennar; allt verður fyllt nema poki prestsins og presta plógur er peninga rógur, svo dæmi séu tekin, en treysta þó guði: Guð annast sína, guð gerir gott úr illu og guð stendur gegn dramblátum. Dramb er líka falli næst og dramblátur gjörist sá sem til grunns skal ganga, að því ógleymdu að fátt er illum ugglaust. Að sama skapi farnast þeim vel sem liðsinna náunganum; sá lifir vel sem öðrum lifir vel því sá lifir leiðu lífi sem lifir aðeins fyrir sig. Góðum og glaðværum farnast líka vel gott er þeim sem glatt hafa sinni og gott verður góðum til og líka alls staðar er góðum gott. Enginn er þó fullkominn; lifir sá enginn að lýti ei nokkuð. Áður er getið viðhorfs til kirkj- unnar þjóna, en valdsmenn koma líka við sögu; sá verður að vægja sem valdið hefur minna, en oft verður strítt vald endamjótt. Að því sögðu þá verður sá aldrei góður húsbóndi sem aldrei er góður þjónn og ekki gleyma: Kóngur í dag, dauður á morgun. Þessi bók er áhugamönnum um ís- lenska tungu sannkallaður fjársjóður og ótæmandi uppspretta fróðleiks og skemmtunar. Já skemmtunar segi ég, eftir að hafa dundað mér lang- tímum saman við að fletta í bókinni, eltast við merkingar og myndir og hlusta á skvaldur aldanna, hnyttiyrði og varnaðarorð, beitt háð og spaug. Jón G. Friðjónsson hefur unnið þrek- virki sem seint verður fullþakkað, verkið er vottur meistara. Morgunblaðið/Kristinn Þrekvirki „Þessi bók er áhugamönnum um íslenska tungu sannkallaður fjársjóður og ótæmandi uppspretta fróð- leiks og skemmtunar,“ segir rýnir um viðamikið verk Jóns G. Friðjónssonar um málshætti og orðskviði. Málsháttasafn Orð að sönnu bbbbb Orð að sönnu - íslenskir málshættir og orðskviðir eftir Jón G. Friðjónsson. Forlagið, 2014. 708 + xviii bls. innb. í stóru broti. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Mergur og kjarni vors móðurmáls Jón Óttar Ólafsson helduruppteknum hætti í nýjustubók sinni, Ókyrrð, og lýsirvel starfsháttum rannsókn- arlögreglu en það má segja honum til hróss að staglið er ekki eins mikið og í fyrri bókinni, Hlustað, og hon- um fer fram frá því í fyrra. Sagan gerist að mestu í Cam- bridge á Englandi þar sem lög- reglumaðurinn Davíð Arnarson rannsakar morð á íslenskum dokt- orsnema í eðlisfræði. Málið vindur upp á sig, íslenski lögreglumaðurinn er skyndilega orðinn aðalmaðurinn í rannsókn breskra yfirvalda á morð- inu, þeirra helsta von, fer sínar eigin leiðir og kemst nokkrum sinnum í hann krappan áður en yfir lýkur. Sérþekking höfundar á gagna- grunnum og öðrum aðbúnaði og starfsaðferðum lögregluyfirvalda kemst vel til skila, þó að öllu megi ofgera. Einnig er of miklu púðri eytt í að gera lítið úr að- stæðum lög- reglu á Íslandi í samanburði við stöðuna á Eng- landi. Reyndar er lýsingin á vinnu- brögðunum ytra svo yfirdrifin að sagan missir marks og verður eins og óraunverulegur vísindaskáld- skapur frekar en frásögn af ein- hverju sem á að vera raunverulegt eða því sem næst. Samt plús fyrir hugmyndaflugið. Hugsun höfundar að plottinu er ágæt, sérstaklega með tenginguna við Ísland, og frásögnin er spenn- andi, svo langt sem hún nær, en út- færslan er ekki nógu góð. Allt of margir eru kynntir til sögunnar, mannlýsingar eru í skötulíki og sam- skipti Davíðs við aðra eru oft óraun- veruleg. Raunar jafnvel fáránleg á stundum. Textinn er að mestu villulaus en Reginn er Regin í þolfalli og þágu- falli en ekki Regni, eins og skrifað er í tvígang (bls. 292). Við sama heygarðshornið Spennusaga Ókyrrð bbmnn Eftir Jón Óttar Ólafsson. Bjartur 2014. 308 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR BÆKUR LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir í jólapakkann á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.