Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 69

Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 69
69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Meginefni bókarinnar ertíu viðtöl við hrein-dýraskyttur, sjö karlaog þrjár konur, en í upphafskafla er stiklað á stóru í sögu íslenska hreindýrastofnsins frá því fyrstu dýrin voru flutt hingað frá Finnmörku á seinni hluta 18. aldar. Dýrin eru nú ein- ungis á austurhluta landsins, en voru áður einnig í Vest- manna- eyjum, á Reykjanesi, í Eyjafirði og í Mý- vatnssveit. Á ýmsu hefur geng- ið með við- gang stofns- ins og veiðar, en undanfarna áratugi hafa dýrin komist vel af. Það eru gríðarleg umskipti frá því um 1940 þegar stofninn var næst- um útdauður. Frá árinu 2000 hafa sportveiðimenn veitt þann kvóta sem úthlutað er og hafa færri komist að en vildu. Skylda er að hafa löggiltan leiðsögumann með í veiðiferðum og árið 2012 var stigið farsælt skref í sögu hrein- dýraveiða: skotveiðimenn þurfa að standast skotpróf. Umhverf- isstofnun fer með málefni hrein- dýrastofnsins í umboði umhverf- isráðuneytisins, en fram að stofnun þess voru hreindýr á könnu menntamálaráðuneytisins; lengi í traustum höndum Runólfs Þórarinssonar stjórnarráðsfull- trúa. Viðtölin eru keimlík. Fjallað er um veiðiferðir, tæknilegar upplýs- ingar eru um vopnin og lýst elt- ingaleik við dýrin, upplifuninni, bæði af veiðinni og dvölinni á fjöll- um og nýtingu afurðanna. Það fer því ekki hjá því að endurtekninga gæti þegar talað er við tíu manns um hliðstætt efni; viðtalið við Guttorm Sigbjarnarson rís þó naumast undir nafni, það er ein- ungis ein síða. En Guðni skrifar þekkilegan stíl sem er áreynslu- laus fyrir augað. Margar myndir eru í bókinni, flestar af veiðimanni með föllnu dýri. Litmyndir eru prentaðar í einni örk, en svarthvítu myndirnar eru sumar óskýrar. Á bókarspjöldum og saurblöðum eru kort, annars vegar af veiði- svæðum hreindýra 2014, hins veg- ar af hreindýraslóðum á sunn- anverðum veiðisvæðum eitt og tvö og eru til glöggvunar, enda eru mörg örnefni nefnd í hverju við- tali. Af hálfu forlagsins hefði mátt vanda betur til umbrots. Hvert viðtal hefst með snoturri titilsíðu hægra megin í opnu þar sem er mynd af viðmælanda og stutt kynning. Síðan á eftir er auð, en á næstu hægri síðu kemur textinn vafningalaust efst á síðu undir síðuhaus; sá sem hér skrifar hélt hvað eftir annað að eitthvað hefði týnst af upphafinu. Einnig var viðtal við Aðalstein föður hans upplýsandi. Hvor tveggju sýna hvaða búsílag hrein- dýraveiðarnar voru fyrr á tíð – hvort sem veitt var lögum sam- kvæmt eða án leyfis. Vaðbrekka er annars býsna miðlæg í þessum veiðisögum. Pálmi Gestsson kem- ur líka glaðbeittur til dyra og lýsir veiðiáhuga sínum af einlægni. En fyrir hverja er svona bók? Fyrst og fremst veiðimenn. Rýnir getur ekki talið sig í hópi þeirra, en hafði þó ánægju af lestrinum; tæknilegar upplýsingar fóru þar fyrir ofan garð og neðan að öðru leyti en því að víst þurfa menn þjálfun og gott verksvit til að hitta dýr á 200-300 m færi að ekki sé nú minnst á helmingi lengra færi og vikið er að í bókinni. Konur eru þrír viðmælenda, en þeim fer hratt fjölgandi meðal veiðimanna; þær fá almennt hærri einkunn en karlarnir hjá Sigurði leiðsögu- manni. Veiðimenn fara um hálend- ið á stórum bílum og vekur það enn áleitna spurningu: Hvers vegna í ósköpunum er ekki til gagnagrunnur um vegi á hálend- inu? Laxveiðimenn missa gjarnan þann stóra. Hér skjóta menn hins vegar krúnumikla tarfa og stoppa upp hausinn; hann er krúnudjásn hreindýraskyttunnar, bókstaflega. Í lokin skal stungið upp á að Vest- firðingar komi sér upp hrein- dýrastofni. Það er þjóðþrifaverk. Skotveiði Sigurður Aðalsteinsson á Vaðbrekku og höfundur, Guðni Einarsson, við stóran tarf. „Viðtölin eru mis- jöfn, en langmestur veigur er í kaflanum þar sem Sigurður Aðalsteinsson … hefur orðið,“ skrifar rýnir. Skyttur á heiðum uppi Viðtalsbók Hreindýraskyttur – Líflegar og fræðandi frásagnir af hrein- dýraveiðum bbbnn Eftir Guðna Einarsson. Bókaútgáfan Hólar, 2014. 160 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Út er komin bók með úrvali þýð- inga Hallbergs Hallmundssonar á ljóðum ís- lenskra skálda á ensku. Nefnist bókin A potpurri of Icelandic Po- etry Through Eleven Centuries. Útgefandi er for- lagið Brú. Þegar Hallberg lést hafði hann ekki lokið frágangi á handritinu, og sérstaklega ekki textum um skáldin sem hann þýddi eftir. Við frágang bókarinnar var reynt að nota eins og unnt var eldri skrif hans um skáldin. Ljóðin spanna allar aldir ritlistar á íslensku, allt frá Agli Skalla- grímssyni til Jónasar Þorbjarn- arsonar. Meðal annarra skálda sem eiga hér verk má nefna Jónas Hall- grímsson, Sigurð Pálsson, Stein- unni Sigurðardóttur og Einar Benediktsson. Úrval ljóðaþýðinga Hallbergs á bók fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta íreymeð tv ðlatu hangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu heBruc ta með hráskinku, balsam rægrill uðu Miðjarðar- h a f s g meti Krabba a- s a l ðboferskum kryddjurtum í brau Bruchetta rðameð Miðja hafs-tapende aRisa- rækj spjóti með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes nepsrjóma-osti á bruchettu Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is Möndlu Mix og Kasjú Kurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott í salatið. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Þín verslun Seljabraut, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri. Drangey 80 ára Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is Kr. 6.500, 8 kort og seðlar Kr. 8.500, 10 kort, seðlar smápeningar Afmælisútgáfa af leðurveskjum Kr. 2.800, 6 kort Kr. 5.900, 6 kort og seðlar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.