Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 70

Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 ✝ RósinkransKristjánsson fæddist 31. janúar 1933 í Reykjavík. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Grund við Hring- braut í Reykjavík 7. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Kristján Frið- rik Kristjánsson, f. 27. ágúst 1903, d. 24. maí 1971, og Unnur Helga- dóttir, f. 20. febrúar 1903, d. 10. október 1976. Systkini hans voru Bergljót Svava, f. 23. febr- úar 1928, d. 18. apríl 1945, Birg- ir, f. 31. júlí 1929, og Klara Sjöfn, f. 23. mars 1935. Hálf- systur hans, sammæðra, voru Guðfinna, f. 24. október 1920, d. 15. desember 2007, Unnur, f. 28. nóvember 1922, d. 11. apríl 2006, og Helga Andrea, f. 29. október 1925, d. 10. febrúar 2014. Sigurlín Ester Magnúsdóttir fæddist 4. júní 1934 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut í Reykja- vík 23. nóvember 2014. Foreldrar hennar voru Magn- ús Pétursson, f. 12. október 1905, d. 21. ágúst 1965, og Jó- hanna Magnea Guðmunda Sig- urðardóttir, f. 4. febrúar 1911, d. 29. janúar 1997. Systkini hennar voru Þórir, f. 11. apríl 1937, d. 7. júlí 2009, Gunnar Helgi, f. 28. maí 1944, og Grétar, f. 19. september 1945. Hálf- systur hennar, samfeðra , voru Hulda Maggý, f. 18. maí 1950, og Hafdís, f. 18. maí 1950. Edda var tvígift. Þann 5. júní 1955 giftist hún Sverri S. Svavarssyni, f. 24. nóvember 1934, d. 27. sept- ember 2011. Þau skildu. Eign- uðust þau þrjá syni, Magnús, f. 9. desember 1954, kvæntur Ástu Pálínu Ragnarsdóttur, f. 3. júní 1953, eiga þau þrjá syni og þrjú manns síns og bjó þar í rúm þrjú ár, þar til þau skildu. Þá flutti hún aftur til Reykjavíkur og hóf sambúð með Rósa eins og hann var ætíð kallaður og flestir þekktu þau sem Eddu og Rósa. Rósi ólst upp í Reykjavík og var sem barn og unglingur í sveit að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Hann stundaði síðar nám við Íþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Rósi stundaði sjó- mennsku á togurum um skeið og starfaði síðan hjá Vegagerð rík- isins í nokkur ár. Eftir að Edda og Rósi hófu sambúð og giftust þá bjuggu þau á allmörgum stöðum á Reykjavíkursvæðinu og víðar, svo sem Lundi í Kópa- vogi, Laugarvatni og eitt ár á Ólafsfirði. Alltaf heillaði sumarbústaða- lífið þau og átti fjölskyldan yndislegan sælureit uppi í Kjós við Meðalfellsvatn, sem þau köll- uðu Álfastein. Þar gat Edda dundað sér tímunum saman við að hlúa að trjám og allskonar gróðri og Rósi ávallt tilbúinn með skófluna ef eitthvað þurfti að grafa. Eftir að þau settust að í Grýtubakkanum í Reykjavík þá vann Edda í fjölda ára í verk- smiðjunni á Álafossi og Rósi sem leigubílstjóri allt þar til hann veiktist svo árið 2000. Þá voru þau flutt í Hjaltabakka 12 í Reykjavík og Edda hætti að vinna og annaðist hún hann af mikilli umhyggju svo þau gátu verið saman heima í mörg ár. Dæmið snerist svo við þegar hún veiktist í byrjun nóvember, en þá voru þau komin saman á hjúkrunarheimilið Grund. Útför Sigurlínar og Rósin- krans, Eddu og Rósa, verður gerð frá Fíladelfíukirkjunni í dag, 27. nóvember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. barnabörn. Ómar, f. 25. nóv- ember 1955, d. 20. janúar 1985, kvæntur Aðalbjörgu Ólafs- dóttur, f. 11. janúar 1959, þau skildu. Eignuðust þau tvö börn sem bæði eru látin. Jóhann Magni, f. 20. maí 1957, kvæntur Leidy Karen Steinsdóttur, f. 21. nóvember 1957, og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. Þann 31. janúar 1962 kvænt- ust þau Sigurlín Ester og Rósin- krans. Eignuðust þau þrjú börn, Unni Rut, f. 4. ágúst 1961, gift Herði Finnbogasyni, f. 14. des- ember 1959. Fyrri eiginmaður Unnar er Andrés Guðbjartsson, f. 31. mars 1954, á hún fimm börn og fimm barnabörn. Krist- ján Friðrik, f. 17. nóvember 1963, kvæntur Birgittu Þórey Pétursdóttur, f. 27. júlí 1959, eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Linda Dís, f. 1. októ- ber 1969, sambýlismaður henn- ar er Nikulás Þorvarðarson, f. 27. júlí 1960, og á hún einn son. Áður átti Rósinkrans soninn Örn Sævar, f. 28. nóvember 1958, kvæntur Helgu Gunnars- dóttur, f. 1. ágúst 1961, og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. Edda, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp í Reykjavík og vann sem unglingur og fram undir tvítugt í frystihúsinu Ís- birninum hjá móðurbróður sín- um. Hún flutti til Sauðárkróks árið 1956 með fjölskylduna á heimaslóðir þáverandi eigin- Okkur langar að kveðja okkar ástkæru foreldra, tengdaforeldra, afa og ömmu með örfáum orðum. Við erum búin að eiga ófáar stund- ir saman bæði uppi í sumarbústað með stórfjölskyldunni og einnig margar gleðistundir í Hesthömr- um. Það var mikið reiðarlag þegar pabbi fékk blóðtappa og missti málið, hann sem var alltaf hrókur alls fagnaðar, og eftir það minnk- aði áhugi hans á að vera uppi í bú- stað. Það háði honum að geta ekki tekið þátt í þeim samræðum sem þar fóru fram. Okkar fannst ótrú- legt hvað mamma átti orðið auð- velt með að skilja hann og ef við skildum hann ekki þá kölluðum við í hana til þess að túlka fyrir okkur. Mamma undi sér alltaf jafn vel í bústaðnum við að gróðursetja og hlúa að öllum gróðri í kringum bústaðinn, enda var þetta hennar uppáhaldstaður og reyndi hún að komast þangað eins oft og hægt var. Á seinni árum fóru veikindin að herja á og fækkaði þá ferðum mikið í bústaðinn en héldum við þó ættarmót uppi í bústað og var þá oft glatt á hjalla þegar allir ætt- ingjarnir voru saman komnir. Seinustu mánuði voru þau bú- sett á hjúkrunarheimilinu Grund og fengu þar að vera í sama her- bergi þar til yfir lauk, þegar mamma veiktist og var ekki hugað líf ákvað pabbi að kveðja þennan heim. Hann tók ekki með í reikn- inginn þrjóskuna í þeirri gömlu og þurfti hann að bíða eftir henni til þess að þau gætu verið samferða á þann stað sem þau eru nú komin á. Elsku mamma og pabbi, tengdaforeldrar, amma og afi. Við biðjum Guð að blessa ykkur. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel, svo blíð og svo björt og svo auðmjúk, en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann, en liljan í holtinu er mín. (Þorsteinn Gíslason.) Jóhann, Karen og fjölskylda. Elsku pabbi minn og mamma mín. Ég er nú ekki enn búin að átta mig á því að þið séuð farin, komin heim til Drottins, eins og þú sagðir, mamma, að þið mynduð fara í heimsreisu saman, þú og pabbi. Elsku pabbi minn, þú fórst svo snögglega frá okkur, þú bara slökktir á þér þegar mamma var flutt alvarlega veik upp á spítala því þú hefur fundið á þér eins og við að hún myndi ekki lifa þetta af. Og mamma mín, þú ákvaðst að vera aðeins lengur hjá okkur og sagðir að pabbi hefði svindlað sér fram fyrir þig í röðina. Þú varst svo sterk og hafðir svo sterkt hjarta að það hlýtur að hafa verið gert úr stáli. Það er svo gott að vita að þú ert nú komin í faðminn hans pabba á ný. Pabbi, þú ert örugglega búinn að hlaupa og ganga maraþon nokkrum sinnum meðan þú beiðst eftir mömmu. Feginn að vera laus við hjólastól og hækju, og talar nú örugglega endalaust við mömmu því þú þarft örugglega að segja henni svo margt. Og mamma mín, það sem þú hlýtur að vera fegin að vera laus við súrefnisslönguna sem var út um öll gólf og þú getur nú andað eðlilega og hjálparlaust, engin mæði sem er að angra þig eða pirra. Þið eruð samankomin á svo miklu betri stað núna og það er svo gott að vita af því. Sumar- bústaðurinn var ykkar yndi, enda hefðuð þið helst viljað flytja þang- að og það gerðuð þið alltaf yfir sumarið frá maí þangað til í sept- ember. Þar var nóg fyrir stafni, mamma, þú hafðir unun af að dunda þér í blómunum og trján- um, klippa þau og setja niður og pabbi alltaf að slá og bardúsa, þarna voruð þið í essinu ykkar. Ég hef örugglega aldrei þakkað ykk- ur nóg fyrir mig og Binna, en fyrir það er ég svo ævinlega þakklát. Aðstoð ykkar með hann eftir að ég skildi var ómetanleg, þið voruð alltaf tilbúin að passa og vera með hann fyrir mig þegar ég þurfti að vinna og tókuð hann með ykkur í sumarbústaðinn yfir sumartím- ann, enda vildi hann hvergi ann- ars staðar vera. Þar brölluðuð þið líka mikið saman þrjú, enda miklir vinir. Ég og Binni höfum alltaf getað leitað til ykkar ef eitthvað hefur gengið á, þið voruð alltaf til staðar fyrir okkur, sama hvað. Hvort sem við þurftum ráðlegg- ingar eða bara að tala, þá voruð þið okkar hægri hönd. Ég dáist að því hversu sterk þú varst, mamma mín. Hvað þú hugsaðir um pabba allan tímann eftir að hann veiktist, í 14 ár, og veigraðir ekki við að taka hann heim um helgar eftir að þér fór að hraka, því þú gast ekki hugsað þér að sleppa því. Þvílík kjarnorkukona sem þú hefur verið í gegnum tíðina, alltaf verið eins og klettur. Galvaníseraður stál- nagli, sagðir þú við mig nokkrum dögum áður en þú fórst í heims- reisuna með pabba. Elsku mamma mín og pabbi minn, nú eruð þið sameinuð á ný eftir stuttan aðskilnað. Þið eruð farin í heimsreisuna miklu sem aldrei tekur enda, komin í Para- dís, heim til Drottins. Elsku mamma mín, ég get ekki lýst mín- um söknuði og hversu erfitt það er að geta ekki hringt í þig lengur og tékkað á pabba í leiðinni. Ég og Binni söknum ykkar frá okkar dýpstu hjartarótum en erum jafn- framt þakklát fyrir að hafa fengið þennan tíma með ykkur. Með söknuð í hjarta, ykkar Linda. Elsku pabbi, mamma, afi og amma. Nú eru tvö stór skörð komin í hópinn okkar. Þið fóruð bæði heim til Drottins saman, sem lýsir sam- stöðu ykkar og hvað þið voruð ná- in hvort öðru. Nú er tómlegt á Hjaltabakkan- um og margar minningar koma upp í hugann. Það voru margar stundirnar sem við áttum saman í eldhúsinu hjá ykkur. Það sem var svo æðislegt er að þið voruð svo ung í anda, alltaf svo hress. Svo má ekki gleyma sumarbústaðn- um, þar sem við héldum fjöl- skyldumótin. Ykkar verður sárt saknað þegar fjölskyldan hittist þar á komandi sumrum. Þið áttuð eitt stórkostlegt sam- an og það var Drottinn. Þið áttuð mikla trú og elsku til Jesú og fylgduð honum af heilu hjarta. Það var svo gaman að koma og tala um Jesú við ykkur. Þið voruð svo þyrst í að heyra meira af Jesú og gátum við endalaust talað um hann. Svo má ekki gleyma Ómega, sem þið nutuð þess að horfa á, þar voru margir þættir sem ykkur fannst svo góðir. Þið voruð mjög þakklát fyrir Ómega þar sem þið voruð bæði orðin heilsulaus og nutuð þess að sitja heima og horfa. Þökkum allar stundir. Hvíl í friði. Kveðja Rut Rósinkransd., Kristján Rósinkrans og börn. Fallnar eru frá kjarnorku- manneskjur, tengdaforeldrar mínir. Rósi fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, lamaðist öðrum megin og það sem var sárast af öllu að hann missti málið. Hann var dug- legur að gera sig skiljanlegan með hjálp Eddu, sem var snillingur að vita hvað hann vildi, hvort sem það voru fréttir af fjölskyldunni eða bara fréttir um daginn og veg- inn. Ég man eftir 50 ára afmælinu hans Kristjáns míns í fyrra, þau skemmtu sér konunglega, tóku þátt í söngnum af lífi og sál. Þegar sungið var þú Mikli Guð, þá tjáði tengdapabbi sig með því að lyfta upp hendinni og tárin trítluðu nið- ur kinnarnar. Hann ljómaði, enda elskuðu þau Drottin. Þegar við fjölskyldan komum saman var mikið talað um Jesú og eilífðina. Þau vildu vera tilbúin Rósinkrans Kristjánsson og Sigurlín Ester Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA Það verður skrýtið að hafa ykkur ekki. Ég mun sakna ykkar en samgleðst ykkur líka. Það huggar mig að Jesús segir að sá sem trúir í hjarta sínu á hann mun lifa. Því get ég ekki annað en hlakkað til að hitta ykkur aftur. Ég vil þakka ykkur fyrir góðar minningar, maður getur ekki annað en hlegið og brosað að þeim flestum. Hvílið í friði og hafið það gott, afi og amma. Guðbjartur Gestur Andrésson. ✝ Jón Guðjóns-son rafvirkja- meistari fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1922. Hann lést á Skógarbæ í Breið- holti, Reykjavík, 10. nóvember 2014. Foreldrar hans voru hjónin Guð- jón Jónsson, f. 2. ágúst 1885, d. 17. október 1958, og Sigríður Pétursdóttir, f. 1. ágúst 1887, d. 1. febrúar 1972 Systkini Jóns voru Vigdís Jónsdóttir, d. 1972, Málfríður Guðjón Jónsson, f. 1947. Hann giftist Þuríði Erlendsdóttur. Þeirra barn er Guðjón Andri Guðjónsson, giftur Jónínu Kristínu Sigtryggsdóttur. Barnabörnin eru fimm. 3. Sig- ríður Jónsdóttir, f. 1955, í sam- búð með Herði Jónssyni. Henn- ar börn eru Guttormur Ingi Einarsson, giftur Lindu Björk Markúsardóttur, og Jóhann Agnar Einarsson, giftur Bene- diktu Gabríellu Krinsdóttur. Barnabörnin eru fjögur. 4. Anna María Jónsdóttir, f. 1959. Hún giftist Ísleifi Karlssyni en þau skildu. Þeirra börn eru Karl Ísleifsson og Agnes Ís- leifsdóttir og eitt barnabarn. Útför Jóns fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 27. nóvember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Guðjónsdóttir, d. 2012, og Pétur Guðjónsson, d. 1983. Jón giftist Agnesi Péturs- dóttur en þau skildu. Þeirra börn eru: 1. Þórhildur Jónsdóttir, f. 1944, d. 2011. Hún gift- ist Viktori Jacob- sen. Þeirra börn eru: Aðalheiður Jacobsen, gift Sigurði Erni Sigurðssyn og Jón Kristján Jacobsen sem er í sambúð með Katrínu Ingva- dóttur. Barnabörnin eru sex og eitt barnabarnabarn. 2. Jón Guðjónsson eða Nonni pabbi eins og hann var oftast kallaður innan fjölskyldunnar er fallinn frá. Þá er genginn síðasti einstaklingurinn í fjögurra systkina hópi föður míns, Péturs Guðjónssonar. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Á kveðjustundum sem þessum koma upp í hugann margar góð- ar og dýrmætar minningar sem lifa einstaklingana. Það sem mörgum okkar er minnisstætt var hæfileiki hans til að tengjast börnum í leik og starfi. Ávallt tilbúinn að hlusta, tala og leika. Ekki dró úr, að viðfangsefni voru mörg svo heillandi. Amerískir bílar s.s. Buick og Ford Must- ang, vélsleðar, byssur, diskóljós, fjarskiptabúnaður, hraðbátar o.fl. o.fl. Þetta var sko maður sem var hægt að leika sér við. Ávallt glaður, ánægður og uppáfyndingasamur. Líkamlega vel á sig kominn allt sitt líf þrátt fyrir að reykja vel og lengi og blóta Bakkus í nokkrum mæli. Fyrir alla þessa eiginleika öðl- aðist hann viðurnefnið Jonný Highpower sem var mikið rétt- nefni. Viðurnefnið er á enska tungu en Ameríka og þá sérstaklega Kalifornía voru honum ávallt hugleikin. Ekki má gleyma lagni hans allt fram í andlátið við að komast í kynni við konur með undraverðum og skjótum hætti. Lífsmottó Nonna pabba var: „Eldra viskí, yngri konur og betri bílar.“ Nonni pabbi kenndi mér ým- islegt og það á unga aldri áður en ég hafði aldur til. Sum uppá- tækin voru e.t.v. heldur glanna- leg þegar litið er til baka en það var óaðskiljanlegur þáttur í lífs- hlaupi Nonna pabba að gera eitt- hvað sem öðrum datt ekki í hug. Mér er t.d. minnisstætt þegar hann lét mig 12 ára gamlan stýra stórum Buick-blæjubíl sínum niður Bankastrætið í Reykjavík og taka vinstri beygju inn í Lækjargötuna. Ég sat í kjöltu hans og hann leiðbeindi. Í huga ungs manns var þessi frændi stókostlegur frændi. Hann kenndi mér einnig að skjóta af byssu og kom því til leiðar að 16 ára gamall var ég kominn með skotvopnaleyfi upp á vasann frá lögreglustjóranum í Reykjavík þótt lágmarksaldur væri mun hærri. Hann ólst upp á kaupmanns- heimili á Hverfisgötu 50 í Reykjavík þar sem foreldrar hans, Guðjón Jónsson kaupmað- ur og Sigríður Pétursdóttur, héldu stórt, fallegt og virðulegt heimili. Trúrækni var mikil og afi Guðjón klæddist ávallt sínu virðulegasta pússi á sunnudög- um og gekk með silfursleginn staf og hatt niður í Dómkirkju til að hlýða á messu. Amma Sigríður kunni svo mikið af málsháttum, orðatil- tækjum, vísum og sálmum að hún gat haldið uppi samræðum einungis með því að kafa í þenn- an þekkingarbrunn. Þessa þekk- ingu og trú á almættið hafði Nonni pabbi í ríkum mæli. Hann mætti ávallt snyrtilegur í boð og á mannamót. Ekki brást það að næsta dag hringdi hann og „þakkaði fyrir síðast“ eins og amma á Hverfisgötunni gerði ávallt. Við kveðjum þig frændi eins og þú kvaddir okkur svo oft. „See you brother, didlídadú.“ Megi verndarengillinn góði sem setið hefur á þinni hægri öxl allt þitt líf, leiðbeint þér og verndað fylgja þér um ókomna tíð. Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir. Látin er góður vinur minn og Lions-bróðir, Jón Guðjónsson rafvirkjameistari. Kynni okkar Jóns hófust 1959 og hefur aldrei borið skugga þar á. Saman vorum við stofnfélagar að Lionsklúbbnum Nirði sem var stofnaður í apríl 1960. Jón var mjög virkur félagi og gegndi ýmsum embættum sem hann vann að af kostgæfni. Fyrstu minningar mínar um starfs- áhuga Jóns fyrir Lions eru frá breytingum á fyrsta húsnæði hreyfingarinnar í Garðastræti en Jón stjórnaði því verki af mikilli kostgæfni og útsjónarsemi. Jón var virkur í starfi Njarðar og lét sig aldrei við pökkun og sölu á jólapappír. Jón var afskaplega geðgóður maður, dáður af fé- lögum okkar og ekki síst eigin- konum okkar sem hann kallaði „táturnar“ sínar. Jón var mikill heimsmaður, iðnskólamenntaður og talaði reiprennandi Norður- landamál og ensku. Jón rak í mörg ár rafmagnsverktakafyrir- tækið Rafvélar hf. og naut álits í þeirri grein. Jón var mikill náttúruunnandi og ferðaðist vítt og breitt um landið og stóð fyrir fjölskyldu- ferð Lionsfélaga í Þórsmörk þar sem hann þekkti vel til og fór með okkur í fjallgönguferðir. Minnisstæð er einnig för nokk- urra Lionsfélaga og fjölskyldna að Stóra-Langavatni. Á yngri ár- um stundaði Jón hestamennsku með vinum sínum Guðmundi Gíslasyni, Reinhart Lárussyni og Kristjáni „kóngi“ bakara- meistara sem eru látnir, fóru þeir saman í margar hestaferðir vítt um landið. Saman ferðuðumst við utan, meðal annars á Lionsmót í London og New York. 2006 fórum við með Njarðar- félögum til Vilnius og áttum þar ánægjustundir á fallegum stöð- um. 2004 fóru Njarðarfélagar í heimsókn til frænda vorra í Færeyjum. Nutum við þar gest- risni Lionsmanna á Austurey og snæddum forláta fiskisúpu. Skemmtileg saga var sögð: Jón Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.