Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 79

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 79
2000-2007 og naut þar leiðsagnar hins virta söngkennara Dr. Iris Dell’Acqua, sem þjálfar m.a. reglulega Renée Fleming og Ce- cilia Bartoli. Hún flutti heim 2007 og býr nú á Seltjarnarnesi. Sópransöngkonan Björg hefur haldið einsöngs- tónleika og sungið einsöng við fjölda tækifæra hér á landi og vítt og breitt um í Evrópu. Hún hefur sent frá sér þrjár hljómplötur, Það ert þú! Eyjafjörður – ljóð og lag, 2000, með Daníel Þorsteinssyni pí- anóleikara, Himnarnir opnast- jólaperlur, 2006 og Gullperlur, 2007. Tríó Bjargar, Elísabetar Waage hörpuleikara og Hilmars Arnar Agnarssonar organista hefur starfað saman til fjölda ára. Þau hafa komið fram saman á ýmsum tónlistarhátíðum hérlendis sem er- lendis. Á liðnu sumri voru þau m.a. fulltrúar Íslands á Alþjóðlegu tónlistarhátíðinni í Salisbury á Englandi og komu fram á norrænu þjóðlagahátíðinni Tradition for To- morrow á Akureyri. Framundan hjá Björgu eru tón- leikar á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Reykholtskirkju 4.12. og Jólatónleikar Söngfjelags- ins í Langholtskirkju 7.12. nk.. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar 2007 og þáði starfslaun listamanna 2013 og 2014. Áhugamál og störf Björg starfaði til nokkurra ára á líknardeild Landspítalans og starf- ar nú í hlutastarfi á endurhæfing- ardeild fyrir aldraða á Landakoti, meðfram söngstörfum. Þá hefur hún staðið fyrir árlegum styrktar- tónleikum frá 2008 fyrir Líknar- sjóðinn Ljósberann, minningarsjóð sr. Þórhalls Höskuldssonar, föður Bjargar. Hún er einnig stofnandi og listrænn stjórnandi árlegu Tón- listarhátíðarinnar Englar og menn í Strandarkirkju. Fjölskylda Sambýlismaður Bjargar er Hilmar Örn Agnarsson, f. 9.5. 1960, organisti við Grafarvogs- kirkju og stjórnar jafnframt Kammerkór Suðurlands, Söngfje- laginu og Vox Populi. Foreldrar hans eru Fjóla Guðjónsdóttir, handavinnukennari í Reykjavík, og Agnar Guðnason, ráðunautur og ferðamálafrömuður í Reykjavík. Synir Hilmars Arnar eru Georg Kári, f. 8.1. 1982, tónsmiður og meistaranemi í Kaliforníu; Andri Freyr, f. 14.7. 1987, framhalds- skólanemi í Reykjavík, og Gabríel Daði, f. 30.6. 1997, nemi í Þýska- landi. Hálfbróðir Bjargar, er Gísli Sig- urjón Jónsson, f. 9.7. 1958, vél- stjóri á Akureyri. Alsystkini Bjargar eru Hösk- uldur Þór, f. 8.5. 1973, alþingis- maður á Akureyri, og Anna Krist- ín, f. 26.6. 1983, læknir í Reykjavík. Foreldrar Bjargar: Séra Þór- hallur Höskuldsson, f. 16.11. 1942, d. 7.10. 1995, sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal og á Ak- ureyri, og Þóra Steinunn Gísla- dóttir, f. 1.12. 1941, sérkennari á Akureyri. Úr frændgarði Björg Þórhallsdóttir Þorsteinn Gíslason b. á Svínárnesi í Grýtubakkahr. Anna Jónína Jóakimsdóttir húsfr. í Svínárnesi Gísli Þorsteinsson byggingam. og bæjarverkjstj. á Siglufirði Sigurjóna Halldórsdóttir húsfr. á Siglufirði Þóra Steinunn Gísladóttir sérkennari á Akureyri Halldór Jónasson bóndi og sjóm. í Hlíð og síðar í Eyjum Guðný Sigurlaug Jóhannesdóttir húsfr. í Hlíð í Grýtubakkahr. og í Eyjum Hulda Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur á Akureyri Gísli Þór Gíslason trésmíðameistari í Hafnarfirði Magnús Friðfinnsson b. á Skriðu Friðbjörg Jónsdóttir húsfr. á Skriðu í Hörgárdal Höskuldur Magnússon b. á Skriðu (stjúpfaðir Þórhalls: Kristján Sævaldsson, verkam. og bóndi frá Sigluvík) Björg Steindórsdóttir húsfr. á Skriðu í Hörgárdal og síðar á Akureyri Þórhallur Höskuldsson sóknarpr. á Möðruvöllum í Hörgárdal og á Akureyri Vigfús Steindór Ásgrímsson b. á Þrastarhóli Elín Guðrún Magnúsdóttir húsfr. á Þrastarhóli í Arnarneshreppi Björg Afmælisbarnið 8 ára. ÍSLENDINGAR 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Friðrik fæddist í Götu í Stokks-eyrarhreppi 27.11. 1880.Faðir hans, Bjarni Pálsson, var forsöngvari og fyrsti organleik- ari í Stokkseyrarkirkju, en hann drukknaði 29 ára. Kona Friðriks var Guðlaug Pét- ursdóttir kennari sem lést 1966. Þau eignuðust eina dóttur sem lést ung. Guðlaug var skáldmælt og samdi Friðrik lög við ýmis ljóða hennar, s.s. héraðssöng Hafnfirðinga: Þú hýri Hafnarfjörður. Friðrik ólst upp við mikið söng- og tónlistarlíf á Stokkseyri, fékk sína fyrstu tilsögn í orgelspili hjá frænd- um sínum á Stokkseyri, stundaði tónlistarnám í Reykjavík frá 1899, lauk kennaraprófi frá Flensborg 1904, og lærði orgelleik hjá frænda sínum, Sigfúsi Einarssyni tónskáldi. Þá stundaði hann nám við kennara- háskólann í Kaupmannahöfn 1913 og kynnti hann sér söngkennslu í Nor- egi og Svíþjóð. Friðrik kenndi fyrir austan fjall í fjögur ár eftir útskrift, var alhliða kennari og síðar söngkennari og kórstjóri við barnaskóla Hafnar- fjarðar 1908-45, kenndi einnig söng við Flensborgarskóla 1908-21 og stýrði þar skólakór. Hann stofnaði ýmsa kóra, s.s. karlakórinn Þresti, 1912 og kvennakórinn Erlur, 1918, var orgelleikari við Garðakirkju 1914 en á jólaföstu það ár var Hafn- arfjarðarkirkja vígð og tók hann þá við organleikarastarfi þar og stjórn- aði kirkjukórnum til 1950 er hann sagði starfinu lausu. Friðrik var þó þekktastur sem tónskáld. Árið 1918 komu út tvö fyrstu og einhver þau þekktustu af lögum hans: Fyrr var oft í koti kátt, og Hafið, bláa hafið, sem urðu land- fleyg. Af tónsmíðum hans hafa kom- ið út nokkur sönglagahefti og 10 orgellög. Auk þess gaf hann út, einn eða með öðrum, sjö hefti af skóla- söngvum og handbók söngkennara. Loks tók hann og Páll Halldórsson saman Nýtt söngvasafn handa skól- um og heimilum, 1949. Friðrik og Guðlaug áttu mörg spor um óbyggðir Reykjanesskag- ans og þekktu þar vel örnefni og náttúru. Friðrik lést 28.5. 1962. Merkir Íslendingar Friðrik Bjarnason 95 ára Ingunn Eyjólfsdóttir 85 ára Áslaug Stefánsdóttir Bryndís Elíasdóttir Herdís Þuríður Arnórsdóttir 80 ára Ásta Sveinbjörnsdóttir Colin Porter Eggert Bragi Ólafsson Haraldur Valsteinsson Herdís Ellertsdóttir Matthildur Katrín Jónsdóttir 75 ára Björgvin M. Hjelvik Snorrason Ævar Sigurþór Ingólfsson 70 ára Guðrún Egilsdóttir Hallberg Guðmundsson Höskuldur Guðmundsson Óskar Karlsson Sigurrós Helgadóttir 60 ára Dagný Guðnadóttir Einar Helgason Guðný Helgadóttir Gunnhildur E. Halldórsdóttir Inga Gústavsdóttir Jóna Helgadóttir Ólöf Hulda Sveinsdóttir Páll Eyjólfur Ingvarsson Sigurborg Borgþórsdóttir 50 ára Bragi Vilhjálmsson Grétar Sölvason Ingigerður Guðmundsdóttir Jón Eyjólfsson Krzysztof Zawadzki Markús Auðunn Eiríksson Sigurður Gíslason Sigurjón Sigurðsson Þráinn Farestveit 40 ára Anna Rafnsdóttir Arnar Árnason Hannes Jón Marteinsson Ingveldur Erlingsdóttir Kristín Hraundal Mariusz Gutowski 30 ára Arunas Bagocius Dariusz Glazowski Kristi Strik Lara Ruiz Prados Robert Ulrich Christian Wörner Til hamingju með daginn 30 ára Ólöf ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi, lauk stúdentsprófi frá FÁ og starfar hjá Motus. Maki: Guðjón Örn Stef- ánsson, f. 1973, flugstjóri. Systkini: Sigurgeir Már Sigurðsson, f. 1982, og Ásdís Hrönn Björnsdóttir, f. 1971, d. 2006. Foreldrar: Hlíf Kristófers- dóttir, f. 1949, og Sig- urður Már Austmar Sigur- geirsson, f. 1946, d. 2008. Ólöf Vala Sigurðardóttir 30 ára Bogi ólst upp á Akureyri, býr þar, lauk sveinsprófi í málaraiðn frá VMA og starfar hjá Birni málara ehf. Systir: Marín Hallfríður Ragnarsdóttir, f. 1981, kennari.. Foreldrar: Ragnar Sig- urbjörn Stefánsson, f. 1957, d. 2010, hárskeri, og Salbjörg Thorarensen, f. 1959, skólaliði við Gler- árskóla. Hún er búsett á Akureyri. Bogi Rúnar Ragnarsson 30 ára Eva Dögg ólst upp í Reykjavík, býr í Garðabæ og stundar nám í félags- ráðgjöf og til kennararétt- inda. Maki: Arnar Ingi Ólafs- son, f. 1990, nemi í raf- eindavirkjun. Foreldrar: Margrét Guð- rún Guðmundsdóttir, f. 1945, fyrrv. starfsmaður við Ártúnsskóla, og Guð- mundur Ólafur Þórðar- son, f. 1942, múrara- meistari. Eva Dögg Guðmundsdóttir Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón GÓÐGERÐASTOFNUN KENNETH COLE HEFUR Í 30 ÁR SKULBUNDIÐ SIG AÐ STYÐJA ÞÁ SEM ÞURFA AÐSTOÐ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.