Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 80

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 80
80 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samstarfsmenn þínir eru hressir og hjálpsamir í dag. Notaðu tækifærið til að koma hugðarefnum þínum á framfæri. 20. apríl - 20. maí  Naut Miklar líkur eru á vandkvæðum í sam- skiptum við maka í dag. Allt á sinn tíma og nú er það vinnan sem þarf að hafa forgang. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vogin á að halda sig til hlés næstu vikur og helst að vera í einrúmi. Sagt er að fólk kenni það sem það þarf sjálft að læra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert full(ur) af krafti og iðar í skinninu eftir að koma öllu því í verk sem hefur verið á biðlistanum. Það flæðir áreynslulaust í gegn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sinntu verkefnum sem fela í sér veru- lega möguleika á umbun og viðurkenningu. Láttu það ekki trufla þig og haltu þig að verki en reyndu að temja þér meiri þol- inmæði. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þessi dagur er mikilvægur fyrir þig því bæði sólin og Venus eru í merki þínu. Leggðu þitt af mörkum með því að sýna skilning og umburðarlyndi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú er fínasti undirmaður, vinnur vel, ert skapandi og ansi nákvæm/ur. Þú hefur einstakan hæfileika til þess að færa ljós þangað sem áður var myrkur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þó svo að þú þurfir að hvíla þig er þér mikið í mun að bæta stöðu þína. En þú þarft ekki að útskýra þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fátt er eins ömurlegt og að sitja fastur í úreltum skoðunum. Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt en gættu þess að forðast allar öfgar í þeim efnum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú eyðir bróðurparti dagsins í að gera meira en til er ætlast og jafnvel enn meira til. Leggðu hart að þér á næstunni því þú munt uppskera áragur erfiðis þíns innan skamms. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að vita hvað þú vilt áð- ur en þú reynir að höndla það. Láttu þér ekki einu sinni til hugar koma að svindla á umferðarljósum, þótt enginn annar sé ná- lægt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þegar einhver klemma kemur upp við vinnuna þrýtur hugmyndaflug þitt. Farðu þangað sem klára fólkið safnast sam- an. Hið sama gildir ekki um innstæðuna á bankareikningnum. Víkverji er haldinn þeirri firru aðfyrir honum liggi eitthvað merkilegt í framtíðinni, að hann eigi eftir að gera eitthvað svo stór- fenglegt, eða hræðilegt eftir atvik- um, að hann verði frægur. Eða í það minnsta frægur að endemum. Af þessari trú leiðir að einn helsti ótti Víkverja er sá að hann verði myrtur af tímaferðalangi. Að sjálfsögðu. x x x Víkverji telur raunar að andláts-orð hans við þær aðstæður yrðu eitt gott „Jesss!“ af ánægju við að hafa fengið staðfest að honum hefði þá tekist að verða nógu merkilegur í framtíðinni til þess að einhver legði út í það að finna upp tíma- ferðalög og rjúfa sjálf lögmál eðlis- fræðinnar, til þess eins að koma í veg fyrir framgang hans. Það er vart hægt að verða merkilegri en það. x x x Víkverji bar þennan ótta upp viðbetri helminginn, sem sagði honum að láta ekki svona, og að hann hlyti að hafa sofnað út frá Terminator-myndunum eða Time Cop eina ferðina enn. „Hver myndi nenna að standa í því að myrða þig?“ voru köldu kveðjurnar sem Víkverji fékk frá hinum svokallaða lífsförunaut sínum. „Það má samt alveg láta sig dreyma,“ tautaði hann á móti án þess að nokkur heyrði. x x x Þá er kannski bara ágætt að aldr-ei verði neitt úr Víkverja. Um leið og ferðalanginum úr framtíð- inni tækist ætlunarverk sitt myndi framtíðin breytast. Og hver veit hvort sú breyting yrði mannkyninu til góða? Í versta falli gæti alheim- urinn sundrast vegna álagsins sem hin nýja tímalína hefði myndað. Og Víkverji vill ekki hafa það á sam- viskunni, þrátt fyrir allt. x x x Kannski er þetta bara hið venju-lega mikilmennskubrjálæði Víkverja að færast á næsta stig, með snert af heilbrigðri vænisýki í kaupbæti. En kannski, bara kannski, og Víkverja finnst það raunar líklegra, er kominn tími fyrir hann til að ganga um í skot- heldu vesti. víkverji@mbl.is Víkverji Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. (Sálmarnir 119:105) Á mánudaginn birtist hér íVísnahorni skemmtileg limra eftir Ólaf Stefánsson: Ýmist með röngu’ eða réttu menn reyna í pólitík fléttu. Svo er góðviðri’ í bæ og gæftir á sæ, en mengun á Melrakkasléttu. Erlingur Sigtryggsson segir frá því á Leirnum að þessi góða limra hafi minnt sig á aðra, sem Stefán heitinn Þorláksson fór oft með, sem sig minni að sé eftir Hjálmar Frey- steinsson. „Hljóðar svona eins og ég man hana,“ segir Erlingur: Fínu fólki og nettu finnst að það megi með réttu baða sig bert, sem er býsna oft gert í mollunni á Melrakkasléttu! Hjálmar segir í aðalatriðum rétt með farið hjá Erlingi. „Held það hafi verið sumarið 1993 að ég var nokkrar vikur að vinna í N-Þing. með aðsetur á Raufarhöfn. Fór þá að æfa limrugerð, ætlaði að smíða eina á dag sem auðvitað mistókst. Síðasta hendingin er reyndar „hér í mollunni á Melrakkasléttu“. Þess má geta að norðaustlægar áttir voru ríkjandi og hitinn fór ekki í tveggja stafa tölu nema einn eða tvo daga. Ég lít á það sem gæða- stimpil að Stefáni Þorlákssyni hafi þótt þetta þess virði að fara með upphátt.“ Þetta eru skemmtileg orðaskipti. Karlinn á Laugaveginum blandaði sér í málið: „Ég undrast þá örlagaglettu,“ sagði Árný og strauk sína fléttu – „og kann ekki svarið. Nú er fólkið mitt farið – það var fjölbýlt á Melrakkasléttu.“ Leifur Eiríksson, lengi skóla- stjóri á Raufarhöfn, kenndi sig jafn- an við Rif á Sléttu, þar sem faðir hans var bóndi. Hann orti um Rifs- tanga: Klettar sterkir standa stormi og brimi móti. Undan aldrei láta, árásir þó hljóti. Eiga sína sögu, samt þeir flestu leyna. Nyrzt við Íslands odda Ægir lemur steina. Þessi snjalla hringhenda er eftir Leif: Vaða flestir syndasjó, sína lesti bera. Oft eru verstir þeir, sem þó, þykjast bestir vera. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn um Melrakkasléttu og fólkið þar Í klípu ÞETTA VIRÐIST VERA AUGLÝSING FYRIR EINHVERS KONAR RAUNVERULEIKAÞÁTT UM ÞAÐ AÐ KOMAST AF.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SÝNDU MÉR AFTUR KORTIÐ MEÐ ÚTREIKNINGUNUM Á.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...þegar hann færir þér te í rúmið. BRÚMM VIRTIST VERA VIÐEIGANDI HVAÐ SKYLDI VERA Í MATINN? Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan www.veislulist.is jólahlaðborð okkar á Pantanir fyrir veislur þurfa að berast tímalega. Þú getur lesið allt um Nú fer að líða að jólum þá er gott að panta tímanlega jólahlaðborðin. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með góðum veitingum og persónulegri og góðri þjónustu. Öll þjónusta er innifalin í verði veitinga. ...tímanlega! Panta ðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.