Morgunblaðið - 27.11.2014, Page 82

Morgunblaðið - 27.11.2014, Page 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum • Pappír • Pokar • Bönd Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Vikingo, ný heimildamynd Þorfinns Guðnasonar, verður frumsýnd í dag og líkt og í fyrri myndum Þorfinns er umfjöllunarefni þessarar forvitnilegt. Í myndinni fylgir Þorfinnur sveit- unga sínum úr Biskupstungum, Jóni Inga Gíslasyni, í Dóminíska lýðveldið þar sem hann hef- ur ræktað barda- gahana fyrir hanaöt til fjölda ára. Hanakyn Jóns Inga er kall- að Vikingo, líkt og hann sjálfur, eða Víkingur, og þyk- ir eitt það besta í landinu. Í mynd- inni koma einnig við sögu skó- burstari að nafni Gabriel, Rodolfo sem aðstoðar Jón Inga við ræktun- ina, Stóri-José sem er vinur Jóns og keppinautur í hanaati og vúdú-nornin Alise sem spáir fyrir um úrslit bar- daga. Myndinni er í tilkynningu lýst sem hörkukeyrslu inn í heim hana- ats, vúdú og vináttu þar sem sögur fléttast saman og örlög ráðast á nokkrum augnablikum í bardaga- hringnum. Framsóknarflokkurinn alltumlykjandi Tökur á myndinni hófust í febrúar árið 2011 og fóru fram á Íslandi og í Dóminíska lýðveldinu. Tökudagar voru í heildina um 50, sem Þorfinnur segir í lengra lagi og lauk tökum nú í sumar. Það tók því um þrjú ár í heild- ina að gera myndina. „Ég þurfti að bíða líka töluvert eftir Jóni. Hann var að stússast í pólitík fyrir Framsókn- arflokkinn og hefur verið kallaður „kraftaverkamaður Framsóknar- flokksins“ af Eiríki Jónssyni. Ég set svo sem enga merkingu í það en hann er búinn að vera ansi duglegur við að hjálpa flokknum,“ segir Þorfinnur um tökuferlið. – Í myndinni er þó ekki verið að fjalla um framsóknarmanninn Jón … „Nei, ekki beinlínis en það kemur nú aðeins við sögu. Hins vegar eru flestallir vinir hans þarna úti fram- sóknarmenn. Mér skilst að þeir séu allir í flokknum sem er svona lands- byggðarflokkur á miðjunni þarna eins og Framsóknarflokkurinn,“ seg- ir Þorfinnur. Framsóknarflokkurinn sé því alltumlykjandi hjá Jóni Inga. En hver er Jón Ingi? „Þetta er ís- lenskur bóndasonur frá Kjarnholtum í Biskupstungum. Hann er hagfræði- menntaður frá Kanada og svona at- hafnamaður, eigum við ekki að nota það orð? Sjálfstætt starfandi at- hafnamaður. Hann rak Ara í Ögri, seldi hann fyrir nokkru og hefur ver- ið að stússast í ýmsu,“ svarar Þor- finnur. Jón Ingi hafi að loknu námi í Kanada farið í námsferð til Dóm- iníska lýðveldisins og hitt þar fjöl- skyldu sem bauð honum á hanaat. „Hann féll kylliflatur fyrir þessari menningu og er í dag einn þekktasti hanaatsmaður landsins,“ segir Þor- finnur. Hanarnir sem Jón Ingi rækt- ar séu harðir í horn að taka. Draumar, vonir og væntingar Skóburstarinn sem getið var í upp- hafi er 12 ára drengur að nafni Gabr- iel og er hann ein af aðalpersónum myndarinnar. Hryggjarstykkið í myndinni er saga hans, ungs drengs sem dreymir um að eignast hana af hinu fræga Vikingo-kyni svo hann geti orðið ríkur og frægur eins og Jón, að sögn Þorfinns. Þorfinnur seg- ist hafa kynnst Gabriel í gegnum Jón og þá hafi kviknað á perunni. „Þarna var komin saga, þarna var komið mótvægið og draumar, vonir og væntingar sem er svo gott að hafa í kvikmyndum og öllum sögum. Þetta er hefðbundin saga, eitt leiðir af öðru, línuleg frásögn og ævintýri og þá sér- staklega fyrir litla skóburstarann. Vinur minn einn benti mér á að sagan væri svolítið eins og Karate Kid,“ segir Þorfinnur kíminn. „Svo má ekki gleyma vúdú-norninni sem kemur með fyrirboða og ný sjónarhorn fyrir Jón Inga,“ bætir hann við. Menningin í kringum hanaat „Þetta er náttúrlega umdeilt en ég vona að fólk fari á myndina og myndi sér skoðun á þessu,“ segir Þorfinnur um hina umdeildu iðju hanaat. Hann ítrekar að myndin fjalli ekki um hanaat sem slíkt heldur menninguna í kringum það og Jón og Gabríel. – Þú hefur líka bent á að þessi dýr lifa mun betra lífi fram að lokastund- inni en t.d. hænur sem eru lokaðar inni í þröngum búrum alla ævi. „Já, og boðskapur Jóns Inga er sá að einhvern tíma verða öll dýr að deyja og þá er spurningin hvers kon- ar lífi dýrið hefur lifað á leið sinni til dauðans,“ segir Þorfinnur. Þorfinnur greindist í sumar með krabbamein í spjaldhrygg og lauk við klippingu myndarinnar á meðan hann var í meðferð á spítala. Hann segist hafa orðið mjög veikur eftir meðferðina, hún hafi kýlt hann alveg niður. „En þetta tókst alla vega,“ segir hann léttur í bragði um mynd- ina. Vikingo verður sýnd í Sambíó- unum í Kringlunni og víða um land. Almennar sýningar hefjast á morgun þar sem frumsýningin í kvöld er boðssýning. „Svolítið eins og Karate Kid“  Hanaatskóngurinn Jón Ingi er umfjöllunarefni heimildamyndar Þorfinns Guðnasonar, Vikingo Sigurdans Jón Ingi stígur sporadansinn eftir að hafa unnið hanaat. At Gabriel skóburstari, fyrir miðri mynd, í sunnudagsati sem kallað er Gallo de patio. Sporarnir eru klæddir verjum svo enginn hani slasist. Þorfinnur Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.