Morgunblaðið - 27.11.2014, Page 83

Morgunblaðið - 27.11.2014, Page 83
MENNING 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Jóakim aðalönd sagði eitt sinnþennan ódauðlega brand-ara: „Hvað er betra en einmilljón? Tvær milljónir!“ Framleiðendur Hunger Games- þríleiksins hafa eflaust hugsað á svipuðum nótum þegar þeir ákváðu að tvær kvikmyndir þyrfti til þess að koma síðustu bókinni á hvíta tjaldið. Með tveimur myndum er nefnilega hægt að rukka tvisvar inn. Myndin sem hér um ræðir er nokkuð ólík fyrirrennurum sínum. Fyrir það fyrsta eru engir hungur- leikar, heldur er borgarastríðið á milli úthéraðanna og höfuðborg- arinnar Kapítól nú hafið. Mikið af myndinni fer því í spurningar um stjórnmál og hlutverk áróðurs í stríði. Katniss Everdeen (Jennifer Lawrence) verður merkisberi upp- reisnarmannanna, sumpart gegn vilja sínum, en þátttaka hennar er einkum fólgin í því að taka upp áróðurskvikmyndir sem sendar eru ólöglega um Panem-hérað. Gallinn er sá, að félagi hennar úr Hung- urleikunum og hugsanlegur ástmað- ur, Peeta Mellark (Josh Hutcher- son), er í haldi Kapítól-borgar og er sjálfum beitt óspart í áróðursskyni gegn uppreisninni. Í stað hins ægilega samspils stór- glæsilegrar náttúru og þrúgandi höfuðborgar sem fyrri myndirnar buðu upp á fáum við að sjá stríðs- hrjáð landslag og neðanjarðarbyrgi, hið rómaða „13. hverfi“, sem talið var að hefði verið eytt í borgara- stríðinu forðum daga. Katniss kynnist þar forseta hverfisins, Ölmu Coin (Julianne Moore), sem hefur slagorð um frelsi og lýðræði á hrað- bergi, en allt yfirbragð 13. hverfis minnir þó frekar á persónudýrkun og foringjahollustu þannig að jaðrar við fasisma. Myndin er einkar vel gerð, en er ekki ætluð þeim sem ekki hafa séð fyrri myndirnar og yfirbragð henn- ar er nokkru drungalegra. Jennifer Lawrence stendur sig venju sam- kvæmt með prýði og Philip Sey- mour Hoffman heitinn skarar fram úr sem Heavensbee, áróðursmeist- ari uppreisnarmanna. Senuþjófurinn er þó Julianne Moore í hlutverki Coin forseta, sem er í senn kaldlynd og hlýleg, með þeim afleiðingum að áhorfandinn er í svipuðum sporum og Katniss, sem langar til þess að treysta henni, en finnur eitthvað ótraustvekjandi á bak við yfirborðið. Hinum megin við borðið er Snow, forseti Kapítólsins, leikinn sem fyrr af Donald Suther- land, en hlutverk hans er nokkru minna en í fyrri myndunum. Þriðja myndin af fjórum í þrí- leiknum um Hungurleikana er því nokkurs konar millikafli sem leggur sviðið fyrir síðustu kvikmyndina, en hún mun því miður ekki koma út fyrr en á næsta ári. Hugsanlega verður þessi mynd þá séð sem órjúfanlegur hlekkur í seríunni. Þangað til er erfitt að verjast þeirri hugsun, að með því að skera nokkur atriði úr þessari hefði vel verið hægt að klára þríleikinn í þremur kvikmyndum. Hungurleikarnir Katniss Everdeen (Jennifer Lawrence) verður að merkisbera uppreisnarmanna í þriðju myndinni um Hungurleikana. Myndin er einkar vel gerð, en áhorfendur munu þurfa að bíða í ár til að sjá endalokin. Mikið hungur, engir leikar Smárabíó, Háskólabíó, Laugar- ásbíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóin Keflavík The Hunger Games: Mockingjay, fyrri hluti bbbmn Leikstjóri: Francis Lawrence. Handrit: Danny Strong og Peter Craig. Aðal- hlutverk: Jennifer Lawrence, Josh Hutch- erson, Liam Hemsworth, Woody Harrel- son, Elizabeth Banks, Julianne Moore, Philip Seymour Hoffman, Jeffrey Wright, Stanley Tucci og Donald Sutherland. Bandaríkin 2014. 123 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Bandaríski ljósmyndarinn Lewis Baltz, sem sló í gegn í listheiminum fyrir iðulega berangurslegar en stíl- hreinar svarthvítar ljósmyndir af manngerðu um- hverfi stórborga sem úthverfa þeirra, lést í París um liðna helgi. Hann var 69 ára gamall. Baltz var í fararbroddi ljósmyndara sem ruddu nýrri sýn á landslag og umhverfi braut á seinni hluta síðustu aldar. Hópur sem hann sýndi verk sín iðulega með var kenndur við „the new topography“, nýja staðfræði, en hópurinn var fyrst kynntur til sögunnar á samnefndri sýningu í Rochester árið 1975. Virtur Lewis Baltz. Ljósmyndarinn Baltz látinn Á sjöunda höf- undakvöldi Gunnarshúss í kvöld, fimmtu- dag, klukkan 20, lesa þau Bryndís Björgvinsdóttir og Sigurður Pálsson upp úr nýjum bókum sínum og svara spurningum Kristínar Svövu Tómasdóttur um verkin. Hafnfirðingabrandarinn nefnist skáldsaga þjóðfræðingsins Bryndís- ar en hún hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin. Táningabók er heiti nýrrar bókar Sigurðar, þeirrar síðustu af þremur minn- ingabókum hans. Þessi fjallar um unglingsárin í Reykjavík. Bryndís og Sigurð- ur lesa og svara Sigurður Pálsson Sýning á verkum Guðnýjar Guð- mundsdóttur verður opnuð í Týs- galleríi, Týsgötu 3, í dag, fimmtu- dag, klukkan 17. Myndheimur Guðnýjar, sem fædd er árið 1970, er draumkenndur og byggist að hluta á arkitektúrískum hugmyndum sem eru unnar í spuna og tilheyra veruleika sem á sér ræt- ur í hugarvíddum listamannsins. Ýmsar persónur eru þar á sveimi, til dæmis kettir, mannverur og hestar. Guðný sýnir að þessu sinni teikningar og þrívíð verk en þau eru öll unnin á undanförnum tveim- ur árum. Guðný útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993 og lauk framhaldsnámi við Hoch- schule für bildende Künste í Ham- burg árið 2006. Guðný býr og starf- ar að list sinni í Berlín. Morgunblaðið/Ómar Listakonan Guðný Guðmundsdóttir. Guðný Guðmundsdóttir í Týsgalleríi Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Lau 10/1 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Sýningin 11. nóvember. verður textuð á ensku. Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 29/11 kl. 17:00 aukas. Lau 6/12 kl. 20:00 Lau 13/12 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00 26.k. Sun 7/12 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Gaukar (Nýja sviðið) Lau 29/11 kl. 20:00 17.k. Sun 30/11 kl. 20:00 18.k. Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur Beint í æð (Stóra sviðið) Fim 27/11 kl. 20:00 16.k. Fös 5/12 kl. 20:00 21.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. Fös 28/11 kl. 19:00 17.k. Lau 6/12 kl. 20:00 22.k. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 19:00 18.k. Sun 7/12 kl. 20:00 23.k. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Fös 12/12 kl. 20:00 Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. Fim 4/12 kl. 20:00 20.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. ATH janúar sýningar komnar í sölu! Jesús litli (Litla sviðið) Fim 27/11 kl. 20:00 1.k. Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 28/12 kl. 20:00 Fös 28/11 kl. 20:00 2 k. Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Mán 29/12 kl. 20:00 Mið 3/12 kl. 20:00 3.k. Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Fim 4/12 kl. 20:00 4.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 29/11 kl. 13:00 1.k. Sun 7/12 kl. 13:00 aukas. Lau 20/12 kl. 15:00 aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 2 k. Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Sun 21/12 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 15:00 3.k. Sun 14/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 15:00 aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Sun 14/12 kl. 15:00 aukas. Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Ævintýrið um Augastein (Aðalsalur) Sun 30/11 kl. 14:00 Sun 7/12 kl. 17:00 Lau 6/12 kl. 17:00 Sun 14/12 kl. 14:00 MP5 (Aðalsalur) Fös 5/12 kl. 20:00 Fös 12/12 kl. 20:00 Mán 15/12 kl. 20:00 Útlenski drengurinn (Aðalsalur) Sun 30/11 kl. 20:00 Fim 4/12 kl. 20:00 Lau 6/12 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00 Reykjavík Dance Festival (Aðalsalur) Fim 27/11 kl. 20:00 Fös 28/11 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00 Fim 27/11 kl. 21:30 Fös 28/11 kl. 21:30 Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Aðventa (Aðalsalur) Sun 7/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00 HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Karitas (Stóra sviðið) Fim 27/11 kl. 19:30 17.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn Þri 30/12 kl. 19:30 26.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn Sun 4/1 kl. 19:30 27.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn Fös 12/12 kl. 19:30 23.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn Lau 13/12 kl. 19:30 24.sýn Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu. Konan við 1000° (Kassinn) Fim 27/11 kl. 19:30 30.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 36.sýn Mið 14/1 kl. 19:30 40.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 37.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 41.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn Mið 7/1 kl. 19:30 38.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 35.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 39.sýn 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 29/11 kl. 11:00 Lau 6/12 kl. 14:30 Sun 14/12 kl. 13:00 Lau 29/11 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 11:00 Sun 14/12 kl. 14:30 Lau 29/11 kl. 14:30 Sun 7/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 11:00 Sun 30/11 kl. 11:00 Sun 7/12 kl. 14:30 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 11:00 Lau 20/12 kl. 14:30 Sun 30/11 kl. 14:30 Lau 13/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 11:00 Lau 6/12 kl. 11:00 Lau 13/12 kl. 14:30 Sun 21/12 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 11:00 Sun 21/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 10 leikárið í röð. Ofsi (Kassinn) Sun 30/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 7/12 kl. 19:30 5.sýn Sun 14/12 kl. 19:30 Mið 3/12 kl. 19:30 4.sýn Lau 13/12 kl. 17:00 Átök sturlungaaldar á leiksviði Fiskabúrið (Kúlan) Lau 29/11 kl. 14:00 Sun 30/11 kl. 14:00 Lau 29/11 kl. 16:00 Sun 30/11 kl. 16:00 Sannkölluð töfrastund fyrir yngstu áhorfendurna. Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið) Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30 Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.