Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 89

Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Heilsuborg ermálið þegar þú vilt: • Faglega þjónustu • Heimilislega líkamsrækt • Hreyfa þig í notalegu umhverfi • Öðlast betri heilsu í góðum félagsskap • Að lífsgleði og árangur fari saman 7 BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal 12 POWERSÝNING KL. 10:30 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 L MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30 (p) DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Baltasar Kormákur, einn eigenda fyrirtækisins RVK Studios og fram- kvæmdastjóri þess, Magnús Viðar Sigurðsson, munu framleiða nýja sjónvarpsþáttaröð með Stöð 2 sem ber heitið Katla. Þáttaröðin verður umfangsmesta framleiðsluverkefni Stöðvar 2 til þessa, að því er fram kemur í tilkynningu. Í henni segir að Katla verði „spennuþáttaröð með mystísku ívafi um unga björgunarsveitarkonu sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi náttúruhamförum“ og að sögusviðið sé jöklar, eldfjöll og hálendi Íslands. Handrit þáttanna skrifa Sigurjón Kjartansson, Ólafur Egilsson og Guðmundur Oddur Magnússon og er áætlað að tökur hefjist vorið 2016. Mikill áhugi erlendis „Þetta er næsta stóra verkefnið hjá okkur og það er á frumstigi,“ segir Magnús Viðar um Kötlu. „Það er mikill áhugi á þessu erlendis frá. Það hefur verið mikill áhugi fyrir þessum skandinavísku spennu- og dramaþáttum og við, litla Ísland, er- um svolítið að njóta þess hvað það hefur gengið vel hjá hinum Norðurlandaþjóðunum,“ segir hann. Spurður út í framleiðslukostnað þáttanna segist Magnús Viðar ekki geta gefið upp neina tölu að svo stöddu þar sem enn sé verið að skrifa handrit þáttanna. Kostnaðar- áætlun verði ekki samin fyrr en því sé lokið. „Miðað við umfangið sem við ætlum okkur, að fara á jökla í tökur, allar tölvubrellur sem við þurfum í þáttunum og að sumir leik- ara í þeim verða erlendir á ég von á því að þetta verði ansi viðamikil kostnaðaráætlun,“ segir Magnús Viðar. Engar stórstjörnur – Ætlið þið að reyna að landa þekktum, erlendum leikurum? „Ja, auðvitað reynir maður það en síðan er spurning hvort maður fái þá og hafi efni á þeim. Við erum ekki að fara að ráða einhverjar stór- stjörnur í þetta,“ segir Magnús Við- ar. Þættirnir verði að mestu leyti á íslensku. helgisnaer@mbl.is Á jökli Baltasar Kormákur, leikstjóri og sjónvarpsþáttaframleiðandi, við Vatnajökul að skoða mögulega tökustaði fyrir þáttaröðina Kötlu. Spenna á jökli  Þáttaröðin Katla verður umfangs- mesta verkefni Stöðvar 2 til þessa „Samtal um málverk“ er yfirskrift málþings sem efnt verður til í Hafn- arborg í kvöld, fimmtudag, kl. 20. Málþingið er haldið í tengslum við sýninguna „Vara-litir“ sem nú stendur yfir í Hafnarborg en sýnd eru málverk eftir listamenn af yngri kynslóðinni. Sýningarstjóri er Birta Fróðadóttir og auk hennar taka þátt í samræðum Aðalheiður Valgeirs- dóttir myndlistarmaður og listfræð- ingur, sem skrifað hefur veigamikla ritgerð um málverkið á Íslandi á 21. öldinni, og myndlistarmaðurinn JBK Ransu sem einnig hefur skrifað mikið um málaralistina. Þremenningarnir flytja stutt inn- legg um málverkið, Birta segir stutt- lega frá sýningunni og þá mun Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri Hafn- arborgar hafa umsjón með pall- borðsumræðum um einkenni og gildi málverksins í samtímanum. Málþing um málverkið Morgunblaðið/Einar Falur Litrík Birta Fróðadóttir sýningarstjóri á sýningunni Vara-litir. öðru hvoru / án þess þig vanti eitt- hvað.“ Það var kostur með Ali hve lögin héngu saman efnislega, en kostur á þessari skífu að þau gera það ekki, því fyrir vikið lifa þau sínu sjálfstæða lífi – A, B, C er popplag dauðans, Flýja epísk martröð, Þurz upphafið þras. Spilamennska á skífunni er af- bragð og hljómur góður, nefni sér- staklega gítarspil sem er fjölbreytt og frískandi. Aukalappalísur leggja til strengi í Flýja sem gefur laginu þekkilega dramatík og þunga. Stuð Grísalappalísungar eru andsetnir af rokkhetjum síðustu áratuga, en þó er allt glænýtt og frumlegt og skemmtilegt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.