Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 14
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Deiliskipulagsgerð fyrir Reykjavík- urflugvöll lýkur á næstu dögum. Það þýðir að mjög styttist í að minnstu flugbraut vallarins verð- ur lokað, en samkvæmt samkomu- lagi ríkis og borgar mun innanrík- isráðuneytið auglýsa lokun hennar samhliða auglýsingu nýs deiliskipu- lags vallarins. Norð-austur/suð-vestur Ríki og borg gerðu með sér sam- komulag í apríl um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjón- ustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Hluti þess var að norð-austur/suð- vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunn- an vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð. Deiliskipulagstillagan er svo gott sem tilbúin og verður auglýst upp úr miðjum desember, en ferl- ið tekur rúmlega þrjá mánuði, má vænta ef allt gengur að óskum. Þar er tekið tillit til nýrrar flugstöðv- arbyggingar og lendingarljósa í Skerjafirði, meðal annars. Innan borgarkerfisins skilja menn stöðuna með þeim hætti að þegar auglýsingaferli lýkur og til- lagan verður samþykkt hjá borg- inni þá verði flugbrautinni lokað á sama tíma. Þetta helgast af því að lokun flugbrautarinnar tekur svip- aðan tíma, er skilningur Frétta- blaðsins. Þá verða bæði svæðin í Skerjafirði og við Hlíðarenda frjáls sem byggingarsvæði; þá verður hægt að byggja upp við Hlíðarenda og huga að deiliskipulagi byggðar í Skerjafirði. Ekki er ólíklegt að menn séu orðnir nokkuð langeygir eftir að málinu ljúki, alla vega Hlíð- arendamegin, þar sem menn eru með klárt skipulag og vilja hefj- ast handa. Þar gæti verið um fjár- festingu upp á 25 til 30 milljarða að ræða, enda 500 íbúðir í kortunum. Nýjar vendingar Eins og kunnugt er undirrituðu full- trúar ríkis, borgar og Icelandair samkomulag um innanlandsflug í lok október. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirrituðu sam- komulagið. Strax í kjölfarið lýsti forsætisráðherra því yfir að hann legðist alfarið gegn lokun þriðju flugbrautarinnar, enda væri ekkert um hana fjallað í texta samkomu- lagsins. Hann sagðist reyndar vilja vinda ofan af samkomulaginu um brotthvarf brautarinnar. Þegar eftir því var gengið á þeim tíma tók Hanna Birna af allan vafa um að staðið yrði við samkomulag- ið við borgina frá því í apríl, að því gefnu að samsvarandi öryggisbraut í Keflavík yrði opnuð. Því er það skilningur allra innan borgarkerf- isins að samkomulagið standi, þrátt fyrir að forsætisráðherra sé ekki par sáttur við lendinguna. Stóra fréttin í samkomulaginu um innanlandsflug í október var annars að norður-suðurflugbrautin verður á sínum stað til ársins 2022, í stað 2016 eins og gert var ráð fyrir í aðal- skipulagstillögu borgarinnar sem var samþykkt í gær. Tré Í samkomulaginu frá í apríl var staðfest að trjágróður í Öskjuhlíð- inni þarf að víkja fyrir öryggissjón- armiðum á þriðju brautinni; austur- vesturflugbrautinni. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafði áður hafnað kröfu Isavia um að trén yrðu fjarlægð eða lækkuð. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að Flugfélag Íslands þarf æ oftar að takmarka farþegafjölda vegna trjánna í Öskjuhlíð. Eins þarf með reglulegu millibili að skilja eftir far- angur eða frakt þegar vélar taka á loft í austurátt. Þetta dregur ekki úr rökum þeirra sem vilja trén burt, en fjöldi fólks hefur gagnrýnt að þau verði felld enda elstu og tignarleg- ustu trén á þessu vinsæla svæði. Í umfjöllun um málið í vor kom fram að til stóð að grisjunin færi fram strax um sumarið, en ekki varð af því. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sem hefur dregið upp áætlun um að fella 100 grenitré í Öskjuhlíð, segir að grisjun hangi saman með öðrum atriðum í sam- komulaginu. Því má vænta þess að starfsmenn garðyrkjustjóra verði á ferli við grisjun um svipað leyti og flugbrautin verður aflögð – eða á vordögum. svavar@frettabladid.is Styttist í mikla uppbyggingu Deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll mun liggja fyrir um miðjan desember. Miklar breytingar í Vatnsmýr- inni þokast því nær; lokun flugbrautar, grisjun skógar í Öskjuhlíðinni auk uppbyggingar íbúabyggðar. VATNS- MÝRIN Byggð, flugvöllur og gróður á svæðinu mun taka miklum breytingum á næstu miss- erum og árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM LÖGREGLUMÁL „Þeir eru aðallega særðir á sál, það er það versta,“ segir Kristinn Skúlason, faðir ann- ars drengsins sem ráðist var á í austurborginni í fyrrakvöld. Tveir ungir menn réðust að tveimur fimmtán ára piltum þar sem þeir voru að labba heim og styttu sér leið í gegnum skólalóð- við Hvassaleitisskóla. Mennirnir ógnuðu þeim með hníf og rændu þá farsímum og fleiri verðmætum. „Þeir trúðu þessu ekki fyrst og þráuðust aðeins við en þá var félagi sonar míns kýldur í andlitið og minn tekinn hálstaki og hníf beint að honum,“ segir Kristinn. Mennirnir voru með andlit sín hulin til hálfs og þekkja drengirnir þá líklega ekki aftur. Það eina sem þeir tóku eftir var klæðnaður þeirra. „Þetta er svo mikið áfall að verða fyrir svona. Þeir eru í sjokki og ég líka. Ég trúði því að það væri öruggt að vera hér úti á kvöldin.“ Benedikt Lund, yfirmaður rann- sóknardeildar lögreglu, segir rann- sókn málsins í fullum gangi. „Við leggjum ofuráherslu á að ná í þessa menn. Sem betur fer eru svona atvik afar sjaldgæf. Við hljótum að gera þá kröfu að börnin okkar séu óhult,“ segir Benedikt. Annað rán var framið á Foss- hóteli Barón sömu nótt. Þá kom starfsmaður hótelsins að manni, sem hafði laumast inn í veitinga- salinn, en þar er líka bar. Óboðni gesturinn ógnaði honum með hníf og hafði á brott með sér skiptimynt og áfengi. Ræninginn er ófundinn. -ebg Tveir drengir sem rændir voru við Hvassaleitiskóla eru enn að jafna sig eftir erfiða lífsreynslu: Annar kýldur og hinum ógnað með hníf Í SJOKKI Kristinn Skúlason segist hafa haldið að öruggt væri að vera úti á kvöldin í íbúðarhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI E E E E 1 2 3 4 Uppbygging í Vatnsmýri að hefjast 1. Uppbyggingar- svæði nýrrar flugstöðvar. 2. Uppbygg- ingarsvæði við Hliðarenda. 3. Samkvæmt aðalskipulagi 2010-2030 er gert ráð fyrir 800 íbúða byggð með 60 íbúa á hektara. Byggingar mega vera 3-5 hæðir. Uppbygging á ár- unum 2012-2020. Reiturinn er á aðalskipulagsstigi þ.e. óhannaður. 4. Aðflugsflötur þar sem hæstu tré verða grisjuð. Gleikkar um 15° frá flugbraut. 5. Þessi flugbraut verður tekin úr notkun á næsta ári. 5 Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS FRÉTTASKÝRING Hvað gerðist eftir aprílsamkomulag ríkis og borgar um Reykjavíkurflugvöll? STJÓRNMÁL Stjórnvöld hafa áhyggjur af þensluáhrifum skuldaniðurfellinga og vinna sér- fræðingar þeirra hörðum höndum að því að fá sem gleggsta sýn á hvað geti gerst í kjölfar leiðrétt- inganna, segir Sigurður Már Jónsson, upp- lýsingafulltrúi ríkisstjórnar- innar. Hann segir aðgerð af þessari stærð- argráðu munu alltaf hafa ein- hver verðbólguáhrif. Mikil eftirvænting ríkir um kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðum hennar fyrir skuldug heimili, en stjórnvöld hafa hingað til varist allra frétta. Sigurður Már vildi ekki stað- festa neinar tölur í þessu sam- hengi, en sagði að taka bæri þeim upplýsingum sem komið hafa fram með fyrirvara. Hann sagði stjórnvöld finna fyrir áhuga erlendis og reynt væri að svara honum, en annað lægi ekki fyrir að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur aðgerðin ekki verið kynnt þingflokkum stjórn- ar flokkanna, en þingmenn búast við kynningu í dag eða í síðasta lagi á morgun, laugardag. Vænt- ingar þeirra séu hófstilltar, þar sem ljóst sé að ekki fái allir sitt fram. Í kjölfar kynningar í þing- flokkum verður aðgerðin gerð opinber almenningi. - eb Sérfræðingar stjórnvalda reyna að fá yfirsýn yfir áhrif skuldaniðurfellinga: Áhyggjur af þensluáhrifum SIGURÐUR MÁR JÓNSSON FÓLK Fregna er að vænta af aðgerðum stjórnvalda fyrir skuldug heimili. Fólkið á myndinni er ótengt efni fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA „Með nýrri fæðingardeild og meðgöngu- og sængurlegudeild sem verða opn- aðar 1. mars verður þjónusta deildanna við skjólstæðinga betri og öflugri,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Landspítalanum. Fæðingardeild og fæðingarhluti Hreiðurs munu sameinast en tekið er fram að standa eigi vörð um eðlilegar fæðingar á nýrri fæðingardeild. Með nýrri deild á fyrst og fremst að bæta aðstöðu og starfsumhverfi með betri nýt- ingu húsnæðis og jafna álag á starfsfólk. - ebg Betri nýting húsnæðis: Ný fæðingar- deild opnar HJÁLPARSTARF IKEA gefur óskipt andvirði barnamáltíða veitinga- staðar IKEA næstu fjóra daga til hjálparstarfs á Filippseyjum. „Á þakkargjörðarhátíðinni leiða margir hugann að því sem þeir eru þakklátir fyrir en einnig að þeim sem minna mega sín. Okkur langar að rétta börnum hjálpar- hönd sem búa við neyð og þurfa svo sárlega á stuðningi að halda,“ segir Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri IKEA á Íslandi, um samstarfið við UNICEF. - ebg Rétta börnum hjálparhönd: Styður hjálpar- starf UNICEF DÓMSMÁL Erlendur maður sem dæmdur var fyrir þjófnað og fleira til níu mánaða fangelsis- vistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí og átta mánaða fangelsis í Héraðsdómi Suðurlands í júní fær seinna dómsmálið tekið upp aftur. Samkvæmt beiðni ríkissak- sóknara til endurupptökunefnd- ar var manninum gerð of hörð refsing í seinna málinu því þar var dómsmál frá því 2012 gert að refsiauka jafnvel þótt þetta eldra mál hafi þegar verið notað sem refsiauki í málinu frá í maí. - gar Mistök í dómsmáli: Þjófur fékk of harða refsingu HÉRAÐSDÓMUR SUÐURLANDS Yfir- sást dómur frá Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.