Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 34
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32
Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía var formlega stofnað
29. nóvember árið 1945. Það var síðan leyst upp árið 1992 í um-
brotum stríðsins á Balkanskaga. Sambandsríkin voru sex: Bosnía
og Hersegóvína, Króatía, Makedónía, Svartfjallaland, Serbía og
Slóvenía. Undir stjórn Josips Broz Tito kappkostaði Júgóslavía
að halda hlutleysi sínu á árum kalda stríðsins og var eitt af
stofnríkjum Óháðu hreyfingarinnar, sem stofnuð var í Belgrad
árið 1961. Vaxandi þjóðernisstefna innan sambandsríkjanna sex
á níunda og tíunda áratugnum leiddi til uppreisna og innbyrðis
átaka sem að lokum leiddu til blóðugrar styrjaldar og upplausnar
ríkisins. Heimild: Wikipedia
TÍMAMÓT
Okkar kæri bróðir, mágur og frændi,
ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON
dömuklæðskeri og bankastarfsmaður,
Grettisgötu 32,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi
laugardagsins 23. nóvember. Bálför fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 4. desember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðni Guðjónsson Barbara Stanzeit
Jóna S. Sigurðardóttir Helgi Þór Guðmundsson
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSDÍS BJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR
lést á heimili sínu mánudaginn
25. nóvember. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 13.00.
Jóhann Jörundur Halldórsson
Sigrún Halldóra Jóhannsdóttir Haraldur Þór Agnarsson
Særún Björg Jóhannsdóttir
Guðrún Ásgerður Jóhannsdóttir
Jóhann Freyr Vilhjálmsson
Agnar Friðberg Þór Haraldsson
Sólveig Guðrúnardóttir
Ilva og Ísabella Rún
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BERGÞÓRA JENSEN
andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar-
stöðum föstudaginn 22. nóvember.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 4. desember kl. 13.00.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir Árni Árnason
Sigríður Anný Gunnlaugsdóttir Ægir Breiðfjörð
Steinunn Gunnlaugsdóttir Brjánn Árni Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR
frá Akrakoti, síðast til heimilis
á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili,
Akranesi,
andaðist 25. nóvember. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju þriðjudaginn 3. desember kl. 14.
Kjartan Björnsson Eufemia Berglind
Guðnadóttir
Ása María Björnsdóttir Róbert Hólm Júlíusson
Ólafur Rúnar Björnsson Kristín Svafa Tómasdóttir
Ellert Björnsson
Björn Björnsson Sigþóra Ársælsdóttir
Guðrún Björnsdóttir Róbert Jósefsson
Ólafía Guðrún Björnsdóttir Kristófer Pétursson
Hjördís Holm Ingi Holm
og ömmubörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur
samúð og hlýju við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
RAGNARS PÉTURSSONAR
fv. kaupfélagsstjóra.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 2B,
Hrafnistu í Hafnarfirði, fyrir hlýhug og góða
umönnun.
Guðrún Valdís Ragnarsdóttir
Pétur Ragnarsson
Jónína Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Hanna Ragnarsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur bróðir okkar,
REYNIR ÁGÚST ÁRNASON
Hólmgarði 22,
lést mánudaginn 18. nóvember. Útför hans
fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn
2. desember kl. 13.00.
Systkini hins látna.
Elskulegur faðir minn,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
VIÐAR GÍSLASON
Gautavík 27, Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut 23. nóvember. Útför hans fer fram frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 4. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Andrés Viðarsson Margrét Helga Skúladóttir
Telma Svava Andrésdóttir
Dagbjört Ólafsdóttir
Svanbjörg Gísladóttir
Ester Gísladóttir
Þórir Gíslason
Nemendur og kennarar Salsa Ice-
land munu næsta laugardag dansa
til styrktar Barnaspítala Hringsins
í dansstúdíói sínu á Grensásvegi 12a.
Þetta er annað árið í röð sem Salsa
Iceland heldur góðgerðardag.
„Við munum bjóða upp á marg-
víslega danstíma milli kl. 11.00
og 16.00 fyrir byrjendur jafnt
sem dansvana og ekki er þörf á
að mæta með dansfélaga,“ segir
Edda Blöndal, stofnandi Salsa Ice-
land og upphafskona átaksins.
Átakið var hugmynd Eddu, en hún
var í fæðingarorlofi í fyrra. „Ég hafði
fengið sex tíma svefn eina nóttina,
sem er nú ekki vaninn þegar maður
er með nýfætt barn og mér fannst
ég svo úthvíld og fín að ég ákvað að
henda bara í þennan góðgerðardag í
fyrra. Hann tókst svo vel að það var
ekkert annað að gera en að endur-
taka leikinn,“ útskýrir Edda. „Við hjá
Salsa Iceland erum öll fólk með lítil
börn og höfum þurft að leita á náðir
Barnaspítalans þannig að okkur þótti
þetta málefni vel við hæfi,“ segir hún
jafnframt.
Edda hefur vakið athygli fyrir
átakið. „Það hrósa manni allir fyrir
að vera einhver dýrlingur, en átak-
ið er náttúrulega algjörlega sjálfs-
elskt. Manni líður svo vel af því að
hjálpa til,“ segir Edda, létt í bragði.
Edda bætir við að það sé mikilvægt
að við hlúum hvert að öðru. „Það er
líka bara svo mikil neikvæðni í sam-
félaginu og niðurskurður alls stað-
ar. Við þurfum að vera góð hvert
við annað. Við, dansfíklarnir, getum
gert þetta – dansað fyrir málefni sem
skiptir máli!“ segir Edda jafnframt.
Inngangseyrir í hvern tíma er fimm
hundruð krónur. „Svo eru frjáls fram-
lög ef fólk vill gefa meira,“ bætir hún
við.
Um kvöldið verður svo haldið salsa-
ball þar sem inngangseyririnn rennur
einnig óskertur til Barnaspítalans. Þá
verða veglegir happdrættisvinningar
í boði WOW.
„Öllum er velkomið að líta inn yfir
daginn eða um kvöldið alveg óháð því
hvort fólk vill dansa, en það vill ef til
vill styrkja gott málefni,“ segir Edda
að lokum.
olof@frettabladid.is
Dansað fyrir Hringinn
Edda Blöndal, upphafskona góðgerðardags Salsa Iceland, fékk hugmyndina í
fæðingar orlofi í fyrra. Hún segir gaman að dansa fyrir málefni sem skiptir máli.
ENGINN DÝRLINGUR Edda Blöndal segir átakið algjörlega sjálfselskt, því henni líði vel með að verða að liði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÞETTA GERÐIST: 29. NÓVEMBER 1945
Júgóslavía var
formlega stofnuð
BELGRAD Fyrrverandi höfuðborg Júgóslavíu.