Fréttablaðið - 29.11.2013, Side 68

Fréttablaðið - 29.11.2013, Side 68
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 Hraunið gæti verið metafóra fyrir lífsleiðina, krókótta og villugjarna ... Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju hefst á sunnudaginn, hinn 1. desember. Upphafstónleikarnir eru aðventutónleikar kammer- kórsins Schola Cantorum, sem flytur kórtónlist sem spannar stef aðventu og jóla. Yfirskrift tónleikanna er Kom þú kom … Dulúð aðventunnar og gleði jólanna eru túlkuð í verkum eistneskra, rúss- neskra og skoskra tónskálda og glænýjum jólalögum eftir Hafliða Hallgrímsson og Hauk Tómasson svo og með jólalögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Á meðal tónverkanna eru Sjö andstef við Lofsöng Maríu eftir Arvo Pärt og fjórir jólasöngvar eftir Hafliða Hallgrímsson, þrír þeirra eru að heyrast í fyrsta skipti. Einsöngvari á tónleikunum er Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og stjórnandi Hörður Áskelsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00. Ný íslensk jólalög Schola Cantorum opnar jólatónlistarhátíð í Hall- grímskirkju á sunnudaginn. SCHOLA CANTORUM Frumflytur þrjá nýja jólasöngva. „Sem betur fer eigum við ekki sömu uppáhaldsbarokk- aríurnar og svo erum við með talsvert ólíkar raddir þó við séum báðar mezzosópran,“ segir Jóhanna Héð- insdóttir sem ásamt Nathalíu Drusin Halldórsdótt- ur syngur í Háteigskirkju í hádeginu í dag. Yfir- skrift tónleikanna er Himneskt hádegisbarokk. Sem dæmi um aríu sem hún ætlar að syngja nefnir Jóhanna Ombra Mai Fu úr óperunni Serse eftir Händel. „Meðal þess sem Nathalía syngur er Lachia Ch‘io Pianga sem er mjög þekkt aría og er reyndar líka eftir Händel en það er alls ekki öll efnisskráin eftir hann,“ bætir hún við og tekur fram að þær njóti píanó- undirleiks Renötu Ivan. Nathalía starfar í ráðningarfyrirtæki og var að syngja í Requiem eftir Mozart með Háskóla- kórnum og Jóhanna er grunnskólakennari auk þess að vera í félagsskap annarra óperusöngv- ara í Óp hópnum. „Við erum báðar að reyna að vera söngkonur, auk þess að vera í fullu starfi og með börn. Svona er þetta hér á Íslandi.“ - gun Syngja uppáhalds- barokkaríurnar sínar Mezzosópransöngkonurnar Jóhanna Héðinsdóttir og Nathalía Druzin Halldórsdóttir syngja á hádegistón- leikum Háteigskirkju í dag við undirleik Renötu Ivan. JÓHANNA Syngur himneskt hádegis- barokk með Nath- alíu Druzin í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta verk fjallar um unga og óstýriláta stúlku sem elst upp hjá pabba sínum en er óhamingju- söm því hana vantar aðra athygli en þá að eignast dýra hluti. Hún fær frekjuköst og hann heldur áfram að vinna og vinna til að geta keypt meira. Hennar góða og vonda sjálf tala við hana öðru hvoru og svo hefur alheimsvisk- an samband við hana líka og reyn- ir að innprenta henni betri siði. Hjálpræðisherinn kemur líka við sögu og nútímalegur jólasveinn sem er alltof seinn að gefa í skó- inn – öll jólaleikrit verða að hafa jólasvein!“ Þetta segir Erla Ruth Harðardóttir, höfundur handrits og leikstjóri fjölskyldu- og jóla- söngleiksins Jólanótt Viktoríu, sem verður frumsýndur í Iðnó í kvöld. Átján leikarar á aldrinum ellefu til fimmtán ára leika þar og syngja. Þeir tilheyra barna- og unglingaleikhúsinu Borgar- börnum. Söngstjóri er Rebekka Sif Stefánsdóttir og danshöfund- ur Auður Finnbogadóttir. Tíu vinsæl lög með íslenskum texta eru sungin í verkinu, meðal annars eitt af lögum Of Monsters and Men, Little Talks. Þetta er í áttunda skipti sem Borgarbörn frumsýna jólasöngleik í aðdrag- anda jóla og hafa sýningarnar ávallt verið í efstu sætunum yfir mest sóttu áhugamannasýningar landsins. gun@frettabladid.is Sveinki alltof seinn að gefa í skóinn Nýr jólasöngleikur fyrir alla fj ölskylduna verður frumsýndur í Iðnó í kvöld. Hann nefnist Jólanótt Viktoríu og er fl uttur af Borgarbörnum. ÞÁTTTAKENDUR Allir leikendurnir hafa æft tvö hlutverk sem þeir leika til skiptis í sýningunum í Iðnó. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við erum báðar að reyna að vera söngkonur, auk þess að vera í fullu starfi og með börn. Svona er þetta hér á Íslandi. MENNING Sýning á verkum hafnfirska myndlistarmannsins Kristbergs Ó. Péturssonar og Þórðar Hall var opnuð í Listasafni Reykjanesbæj- ar í byrjun mánaðarins. Sýningin ber heitið Endurfundir en Þórður var kennari Kristbergs við Mynd- listar- og handíðaskólann fyrir um 30 árum. Verk Kristbergs eru þó einnig endurfundir á annan hátt. Hann sækir innblástur sinn í hafnfirska hraunið og æskuslóðirnar þar sem hann ólst upp. Mínar Esjur og Heklur „Ég er fæddur og uppalinn í hrauninu í vesturbæ Hafnarfjarð- ar. Þetta er mjög sérkennilegt umhverfi frá náttúrunnar hendi og ég held alveg einstakt á heims- vísu. Hef ferðast víða um land- ið og hvergi séð jafn stórgert og gróft hraun, stórir klettar, djúp- ar gjótur – all hrikalegt í augum barns og hefur eflaust haft áhrif á list mína. Þarna eru mínar Esjur og Heklur,“ segir Kristbergur. Hann segir þetta umhverfi hafa fylgt sér alla tíð. „Þetta fylgir mér alltaf, svipað og Þorpið hans Jóns úr Vör,“ segir Kristbergur og bætir við: „Hvernig orðaði hann það: Móðir þín fylgir þér áleiðis en þorpið fer með þér alla leið.“ Málverk Kristbergs eru óhlut- bundin, abstraktmyndir þar sem ljós og skuggar takast á. Hann segir verkin táknmyndir, meta- fórur. „Hraunið gæti verið meta- fóra fyrir lífsleiðina, krókótta og villugjarna, ókortlagða, ófyrirsjá- anlega, hættulega,“ segir hann. Erindi listamannsins Sýningin er opin til 15. desember og er ein sú stærsta á ferli Krist- bergs sem spannar um þrjá ára- tugi. „Stundum finnst mér eins og ég sé ekki enn kominn yfir for- málann í listferli mínum. Að ég sé enn að standa upp, ræskja mig og koma mér fyrir í pontunni kannski langt kominn með að gera grein fyrir sjálfum mér, hvaðan ég er kominn, hver ég er og hvaða erindi ég á við hina virðulegu samkomu. Kannski er ég lengi að koma mér að efninu. Kannski er ég einmitt löngu kominn að því. Hver veit?“ simon@frettabladid.is Endurfundir við hraunið og æskuna Kristbergur Pétursson ólst upp í Hafnarfi rði. Hann sækir innblástur sinn í hafn- fi rska hraunið á sýningu sem nú stendur yfi r í Listasafni Reykjanesbæjar. KRISTBERGUR PÉTURSSON málari sýnir verk sín í Listasafni Reykjanesbæjar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.