Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 72
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 Við ætlum að nýta alla nýjustu tæknina til góðgerða eins og Facebook, Instagram og annars konar hugbúnaðarlausnir. Gabríel Þór Bjarnason FÖ STU D AG U R H V A Ð ? H V E N Æ R ? H V A R ? Tónleikar 12.00 Föstudaginn 29. nóvember munu tvær mezzosópransöngkonur syngja sínar uppáhalds- barokkaríur á hádegistón- leikum í Háteigskirkju. Flytjendur eru Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzosópran, Jóhanna Héðinsdóttir mezzosópran, og Renata Ivan sem leikur á píanó. Hádegistónleik- arnir í Háteigskirkju eru haldnir alla föstudag á milli kl. 12.00 og 12.30 þar sem flutt er fjölbreytt efnisskrá við allra hæfi. 20.00 Fjórmenningarnir Kristinn Sigmundsson óperusöngvari, Björn Thor- oddsen gítarleikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir óperusöng- kona og Gunnar Hrafnsson bassaleikari bjóða upp á íslenska dægurlagaveislu í Salnum í Kópavogi föstu- dagskvöldið 29. nóvember næstkomandi. 22.00 Stórhljómsveitin VOR skemmtir á Café Rosenberg 29. nóv. kl. 22. 23.00 Pálmi Hjaltason skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La- Da, Frakkastíg 8, föstudag- inn 29. nóvember kl. 23.00. Fræðsla 12.10 Hádegisspjall í Ljós- myndasafni Reykjavíkur með Pétri Thomsen, Sigurgeiri Sigurjóns- syni og Svavari Jóna tanssyni föstu- daginn 29. nóvem- ber kl. 12.10 til 13.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is „Markmið okkar er að draga fram það besta í öllum einstaklingum með því að standa fyrir frumlegum og skapandi góðgerðum,“ segir Gabríel Þór Bjarnason sem situr í stjórn nýja góðgerðarfélagsins Karma, ásamt Daníel Ólafssyni og Andra Erni Gunnarssyni. Karma er einstakt félag sem einblínir ekki á eitt málefni heldur ætlar sér að starfa með öðrum góðgerðarfélögum til að efla góðgerð- ir enn frekar. „Við ætlum að nýta alla nýj- ustu tæknina til góðgerða eins og Facebook, Instagram og annars konar hugbúnaðarlausn- ir,“ útskýrir Gabríel Þór. Fyrsta átak Karma kallast Kýlum á það! „Við ætlum að styrkja Kvennaathvarfið með ýmsum hætti í mánuðinum.“ Fyrsti hluti átaksins fer fram í Kringl- unni næstkomandi laugardag. „Við verðum með bás þar sem við seljum nælur, auk þess sem við bjóðum fólki að gerast mánaðarleg- ir styrktaraðilar Kvennaathvarfsins,“ bætir Gabríel Þór við. Gagnsæi er eitt af lykilatriðum í góðgerðar- starfsemi sem þessari. „Ég minnist alltaf á gagnsæi þegar ég er í samskiptum við sam- starfsaðila. Við erum í hundrað prósent samstarfi við Kvennaathvarfið og á öllum viðburðum verður hagsmunafulltrúi frá athvarfinu til að sjá um allt reiðufé.“ Í desember verður ýmislegt í gangi hjá Karma. „Við erum með Instagram-leik þar sem við hvetjum fólk til að gera eitthvað fal- legt fyrir maka, börn og/eða fjölskyldu og kassmerkja #heimiliast, þá fara þátttakendur í pott og við drögum út fallegasta gjörninginn 7., 14. og 21. desember, en vinningarnir eru í veglegri kantinum.“ Einnig verður boðin upp árituð treyja frá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og svo mun Eva Laufey Kjaran töfra fram alíslenska kjötsúpu sem seld verður fyrir utan Mál og menningu á Laugaveginum á Þorláksmessu. Lesa má nánar um góðgerðarfélagið Karma og átakið á Vísi. - glp Draga fram það besta í fólkinu Nýja góðgerðarfélagið Karma ætlar að nýta nýjustu tækni til góðgerðar. Þrír vinir standa að félaginu. EINSTAKT FÉLAG Gabríel, Daníel og Andri eru mennirnir á bak við Karma. Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ KLÁMVÆÐA JÓLIN Bubbi Morthens ræðir um nýútkomna plötu, Jól minnar æsku, trúna og nýlegt áfall í lífi sínu. Allir listamenn eru konur Ragnar Kjartansson myndlistarmaður sýnir um allan heim, hannar kærleikskúlu og opnar sýningu í Reykjavík í fyrsta sinn í þrjú ár. Hann segir nauðsynlegt fyrir listamenn að rækta kvenlegu hliðina í sér til að ná árangri í listinni. Náttúruleg vin í hörðu borgarumhverfi Anna Sigríður Jóhanns- dóttir arkitekt lýsir verð- launatillögu VA arkitekta um vistvænar breytingar á Höfðabakka 9. Börnin berjast fyrir lífi sínu Suzanne Collins, höfundur hinna geysivinsælu bóka um Hungur- leikana, sækir sér innblástur í grískar goðsögur, Víetnamstríðið, Rómaveldi, japanskar hryllingsbókmenntir og Stephen King.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.