Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 48
KYNNING − AUGLÝSINGSpil FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbirgir@365.is, s 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Skák er sívinsælt borð- spil og í raun íþrótta- grein, þraut og list- grein. Tveir leikmenn, sem kallaðir eru skák- menn, tefla sín á milli með 32 taflmenn á tafl- borði sem skipt er í átta reiti á hvorn veg, sam- tals 64 reiti. Skáksett eru misjafn- lega dýr og íburðarmik- il en dýrasta skáksett veraldar var búið til af breska skartgripa- framleiðandanum Roy- ale Jewel Company og er nú metið á 5 milljón- ir punda. Það er smíðað úr gulli og hvítagulli og skreytt með glitrandi demöntum, smar- ögðum, perlum, rúbín- og safírsteinum. Kóngurinn er tignarleg- astur; úr 18 karata gulli og stendur á gylltum spíral sem skreytt- ur er með 73 rúbínsteinum og 146 demöntum. Dýrasta skáksett í heimi Kóngurinn er dýrasta djásnið og í hann eru lagðir demantar, rúbínteinar og 18 karata gull. Skák er virðulegur leikur sem kallar á elegant peð sem þessi. Verslunin Hjá Magna skip-ar stóran sess í lífi íslenskra spi lamanna. Magni R. Magnússon og kona hans, Stein- unn Guðlaugsdóttir, ráku versl- unina saman í aldarfjórðung á Laugaveginum og hafa á þeim tíma selt ógrynni spila af öllum stærðum og gerðum til Íslendinga á öllum aldri. Upphaflega ætlaði Magni ekki að einblína á sölu spila heldur sölu frímerkja og myntar. „Sala á frímerkjum og myntum er meira árstíðabundin og fljótlega sáum við að bæta þurfti öðrum vörum í verslun okkar. Ég sá að til voru spilasafnarar sem söfnuðu ekki bara handspilum heldur líka borðspilum. Til dæmis var gefið út hér borðspilið vinsæla Monopoly sem útlendingar keyptu í stórum stíl. Þá voru þeir að safna spilinu frá öllum mögulegum löndum. Við hófum því fljótlega að selja ýmis spil og salan fór vel af stað.“ Fyrstu árin voru gömlu borðspil- in vinsæl að sögn Magna. „Lúdó og slönguspil voru vinsæl en fljótlega varð úrvalið meira og spilin fóru að þróast. Mikil sprenging varð svo þegar Trivial Pursuit kom á markaðinn. Um 10.000 spil seldust á landinu og litla verslunin okkar seldi um eitt þúsund spil.“ Allt fer í hringi Magni og Steinunn sóttu ýmsar spilasýningar, til dæmis í London og Nürnberg, og hófu í kjölfarið að flytja sjálf inn spil. „Þannig prófuð- um við ýmis spil og gátum metið viðbrögð viðskiptavina okkar betur. Á þessum tíma bættist til dæmis Scrabble í spilaflóru Íslendinga sem varð geysilega vinsælt ásamt ýmsum öðrum spilum.“ Undanfarin ár hefur margt breyst þegar kemur að spilum, sérstaklega hjá bör n- um og ung- lingum. Tölvu- spil, leikjatölvur og netið eru fyrirferðar- mikill þáttur í spila- mennsku fólks á öllum aldri. Magni er þó alls ekki svart- sýnn á framtíðina. „Þetta geng- ur allt í hringi og hefðbundin spil og borðspil deyja ekki út. Ef ein- ungis er spilað gegnum tölvur er ekki hægt að svindla eða ræða við spilafélagana. Þessi persónulegi og mannlegi þáttur spilar alltaf stóra rullu. Borðspilin eru enn stór þátt- ur hjá fjölskyldum yfir jólin og ekki má gleyma púsluspilunum. Marg- ar fjölskyldur kaupa stórt púsluspil í desember og setja á borðstofuborð- ið. Síðan ganga fjölskyldumeðlim- ir í verkefnið yfir jólin og klára það saman.“ Góðar minningar Hjónin seldu verslunina árið 2006 en þá var Magni 70 ára gamall. „Ég sagði við konuna mína að best væri að hætta á meðan ég gæti gengið óstuddur út úr búðinni. Þessi ár hafa verið of boðslega skemmtilegur tími og ég á margar góðar minningar frá þess- um árum, sérstak- lega kringum jólin en þá var mikil og góð stemning á Lauga- veginum.“ Hann segir marga krak ka hafa komið ár eftir ár og seinna meir með eigin börn og bent þeim á „karlinn“ sem seldi þeim spil þegar þau voru yngri. „Svo var gaman að ömmun- um sem komu til okkar ár eftir ár með lista yfir barnabörnin sín. Þau urðu eldri með hverju ári sem leið og þurfti ný spil sem hæfðu þeim. Við hjálpuðum þeim að velja rétt spil og svo komu þær gjarnan milli jóla og nýárs og þökkuðu okkur mikið fyrir gott val.“ Góðar minningar frá Laugaveginum Borðspil og hefðbundin spil eru stór hluti af jólahaldi margra fjölskyldna. Þrátt fyrir tilkomu tölvunnar og netsins er Magni R. Magnússon ekki svartsýnn á framtíðina. Persónulegi og mannlegi þátturinn skipti alltaf miklu máli í spilamennsku. „Borðspilin eru enn stór þáttur hjá fjölskyldum yfir jólin og ekki má gleyma púsluspil- unum,“ segir Magni R. Magnússon, sem rak verslunina Hjá Magna í aldarfjórðung með konu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. MYND/VALLI Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendum um allt land! 8+ 2-12 30+ KALEIDOS Við aðstoðum þig við að velja spilin. Úrvalið er hjá okkur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.