Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 32
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Fulltrúar hagsmunasam-
taka fatlaðra, Geðhjálpar,
Landssamtakanna Þroska-
hjálpar, Öryrkjabanda-
lags Íslands, Sjónarhóls
ráðgjafarmiðstöðvar og
Áss styrktarfélags, komu
á fund velferðarráðs 24.
október sl.
Þar var til umræðu
harðort bréf þeirra til vel-
ferðarráðs og velferðar-
sviðs en sams konar bréf
var sent til umboðsmanns borgar-
búa, borgarstjóra, mannréttinda-
stjóra Reykjavíkurborgar, rétt-
indavaktar velferðarráðuneytisins
og réttindagæslumanns fatlaðs
fólks í Reykjavík.
Samrýmist ekki mannréttindasýn
Í bréfinu var meðal annars lýst
þeirri skoðun að „verklag Reykja-
víkurborgar varðandi þjónustu
við fatlað fólk samrýmist ekki
nútíma hugmyndafræði í mála-
flokknum þar sem lögð er áhersla
á mannréttindasýn“ og jafnframt
að skortur sé á „þekkingu á þeirri
hugmyndafræði sem vinna skal
eftir í þjónustu við fatlað fólk þar
sem lögð er áhersla á sjálfstætt líf
og sjálfsákvörðunarrétt fólks“.
Fulltrúar fatlaðra segja að
áhersla sé lögð á hópalausnir frem-
ur en einstaklingsbundin þjónustu-
tilboð, en slíkt gengur gegn mark-
miðum laga og reglugerðar sem
þeim tengist um fatlað fólk á heim-
ilum sínum. Það er sérstaklega
gagnrýnt að nýlegt búsetuúrræði
felur í sér algerlega meðvituð brot
á umræddum lögum og reglugerð
en slíkt valdi áhyggjum af
þróun mála í borginni.
„Skipulag þjónustu við
fólk með miklar stuðn-
ingsþarfir tekur mið af
stofnanahugsun fremur
en nútíma hugmyndafræði
og það verklag að fólki
með miklar stuðnings-
þarfir skuli ætlað að búa
í s.k. „sértækum húsnæð-
isúrræðum“ gengur gegn
19. grein Samnings SÞ um
réttindi fatlaðs fólks og þeirri þróun
sem orðið hefur í þjónustu við fatl-
að fólk undanfarna áratugi. Umrætt
verklag á sér ekki stoð í Reglugerð
um þjónustu við fatlað fólk á heim-
ilum sínum, sem þvert á móti leggur
áherslu á að þjónusta skuli veitt þar
sem fólk sjálft kýs að búa og ein-
staklingsbundna þjónustu.“
Alvarlegar athugasemdir
Hér er tekið heilshugar undir það
grundvallarsjónarmið að Reykja-
víkurborg eigi að bjóða fötl-
uðu fólki þjónustu á heimili sínu
en skylda ekki hluta fatlaðra til
búsetu í þjónustukjörnum, ella fái
þeir ekki lögboðna þjónustu. Slíkt
er andstætt grundvallarmann-
réttindum sem alltaf skulu vera
í fyrsta sæti þegar takmörkuðum
fjármunum er forgangsraðað.
Það er brýnt að gaumgæfa vel
gagnrýni hagsmunasamtaka fatl-
aðra sem í raun snýr ekki aðeins
að skorti á fjármagni heldur ekki
síður að skorti á þekkingu á eðli
fötlunar, sem endurspeglast í við-
horfi til fatlaðs fólks og þjónustu-
þarfa þess.
Hagsmunasamtökin segja vel-
ferðarsvið ekki vinna eftir nýrri
reglugerð um þjónustu við fatlað
fólk á heimili sínu og að þjónusta
við fatlaða sé of miðstýrð og boð-
leiðir langar með litlum sveigjan-
leika. Enn fremur að hagsmuna-
samtökin fái ekki verkefni til
umsagnar fyrr en á síðari stigum,
lítið sé gert með þær athugasemd-
ir sem lagðar eru fram og allt beri
þetta vott um gamaldags stofnana-
hugsun og forræðishyggju borg-
aryfirvalda. Þessi gagnrýni hags-
munasamtakanna á stjórnsýslu
borgarinnar er ekki síður alvarleg.
Gagnrýnin snýr fyrst og fremst
að velferðarráði og yfirstjórn vel-
ferðarsviðs borgarinnar.
Þessar athugasemdir, sem að
mínu mati eru réttmætar, verða
borgaryfirvöld að taka alvar-
lega. Þær eru, það ég best veit, til
umfjöllunar umboðsmanns borg-
arbúa og ættu einnig að vera til
umfjöllunar mannréttindaráðs og
vel kemur til greina að fram fari
óháð úttekt á velferðarsviði með
tilliti til umræddrar gagnrýni
hagsmunasamtaka fatlaðra.
Gamaldags stofnanahugsun og
forræðishyggja borgaryfi rvalda
Viðhorf foreldra til skóla
og menntunar barna sinna
hefur áhrif á það hvaða
menntaleið börnin velja
sér í lífinu. Rannsóknir
hafa sýnt að viðhorf for-
eldra hafa jafnvel meira að
segja en efnahagur, heilsa
og félagsleg staða fjölskyld-
unnar.
Niðurstöður viðamikill-
ar rannsóknar í Bandaríkj-
unum árið 2007 sýndu að
virk þátttaka foreldra í öllu
skólastarfi hefur marktækt
forvarnargildi gegn einelti
og áhættuhegðun, net-, áfengis- og
vímuefnafíkn. Ávinningur af góðu
samstarfi skilar sér einnig í betri
líðan barnanna í skólanum, auknum
áhuga og bættum námsárangri svo
eitthvað sé nefnt. Þá er ekki aðeins
átt við samstarf um viðburði á
vegum skólans, heldur einnig beina
þátttöku foreldra í stefnumörkun
skólamála.
Foreldrar oft óöryggir
Hins vegar er það oft þannig að for-
eldrar eru óöruggir í hverju þeirra
framlag eigi og megi liggja og hvert
þeirra hlutverk er í skólanum. Í aðal-
námskrá leik-, grunn- og framhalds-
skóla er kveðið á um þátt foreldra
á öllum stigum skólastarfs, allt frá
mótun skólastefnu yfir í mat á innra
og ytra starfi. Þar hafa báðir aðilar
skyldum að gegna. Sérstök áhersla
er lögð á þennan þátt í aðalnámskrá
framhaldsskóla, en einmitt á þeim
tímapunkti virðast margir foreldrar
sleppa unglingunum sínum lausum
og hætta að „skipta sér of mikið af“.
Íslenskir kennarar vinna
frábært starf fyrir börn í
leik-, grunn og framhalds-
skólum landsins, oft við erf-
iðar aðstæður sem skapast
m.a. af of stórum bekkjum,
naumum fjárframlögum og
sameiningarferli tveggja
eða fleiri eininga á tímum sparn-
aðar. Þessar aðstæður geta skapað
mikla togstreitu og óöryggi í starfi.
Foreldrar geta sýnt þeim stuðning
með því að sýna þessum aðstæðum
kennara skilning.
Heimili og skóli – landssamtök
foreldra hafa það að markmiði að
efla foreldra í uppeldishlutverki sínu
og veita þeim stuðning og hvatningu
til virkrar þátttöku í skólasamfélag-
inu. Margir foreldrar hafa leitað til
samtakanna frá stofnun þeirra til
að fá skilning, styrk og stuðning við
skólagöngu barnanna, sérstaklega
þeir sem eiga börn í grunnskóla.
Samtökin starfa jafnt fyrir foreldra
barna og unglinga á öllum skólastig-
um. Einnig leita kennarar, skóla-
stjórnendur og aðrir innan skólanna
til samtakanna og fá upplýsingar um
samskipti heimilis og skóla.
Ein leið samtakanna til að stuðla
að auknum áhuga, ábyrgð og áhrif-
um foreldra á skóla-, uppeldis- og
fjölskyldumál er Foreldradagurinn
sem haldinn hefur verið frá 2011.
Vita foreldrar hvað
þeir skipta miklu máli?
SAMFÉLAG
Þorleifur
Gunnlaugsson
varaborgarfulltrúi Vg
MENNTAMÁL
Ása Sigurlaug
Harðardóttir
uppeldis- og
kennslufræði-
menntaður
stjórnarmaður hjá
Heimili og skóla
➜ Margir foreldrar
hafa leitað til sam-
takanna frá stofnun
þeirra til að fá skiln-
ing, styrk og stuðning
við skólagöngu barna.
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
HEIMABÍÓ Í EINUM HÁTALARA
JBL Cinema SB200
VERÐ 59.990
HELSTU KOSTIR
• Getur notað sömu fjarstýringu og sjónvarpið
• Harman Display Surround tækni
• Þráðlaus Bluetooth tenging
• Einfalt í uppsetningu
SM.I
S
➜ Það er brýnt að gaum-
gæfa vel gagnrýni hags-
munasamtaka fatlaðra sem
í raun snýr ekki aðeins að
skorti á fjármagni heldur
ekki síður að skorti á þekk-
ingu á eðli fötlunar, sem
endurspeglast í viðhorfi til
fatlaðs fólks ...