Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 32
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Fulltrúar hagsmunasam- taka fatlaðra, Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroska- hjálpar, Öryrkjabanda- lags Íslands, Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar og Áss styrktarfélags, komu á fund velferðarráðs 24. október sl. Þar var til umræðu harðort bréf þeirra til vel- ferðarráðs og velferðar- sviðs en sams konar bréf var sent til umboðsmanns borgar- búa, borgarstjóra, mannréttinda- stjóra Reykjavíkurborgar, rétt- indavaktar velferðarráðuneytisins og réttindagæslumanns fatlaðs fólks í Reykjavík. Samrýmist ekki mannréttindasýn Í bréfinu var meðal annars lýst þeirri skoðun að „verklag Reykja- víkurborgar varðandi þjónustu við fatlað fólk samrýmist ekki nútíma hugmyndafræði í mála- flokknum þar sem lögð er áhersla á mannréttindasýn“ og jafnframt að skortur sé á „þekkingu á þeirri hugmyndafræði sem vinna skal eftir í þjónustu við fatlað fólk þar sem lögð er áhersla á sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt fólks“. Fulltrúar fatlaðra segja að áhersla sé lögð á hópalausnir frem- ur en einstaklingsbundin þjónustu- tilboð, en slíkt gengur gegn mark- miðum laga og reglugerðar sem þeim tengist um fatlað fólk á heim- ilum sínum. Það er sérstaklega gagnrýnt að nýlegt búsetuúrræði felur í sér algerlega meðvituð brot á umræddum lögum og reglugerð en slíkt valdi áhyggjum af þróun mála í borginni. „Skipulag þjónustu við fólk með miklar stuðn- ingsþarfir tekur mið af stofnanahugsun fremur en nútíma hugmyndafræði og það verklag að fólki með miklar stuðnings- þarfir skuli ætlað að búa í s.k. „sértækum húsnæð- isúrræðum“ gengur gegn 19. grein Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við fatl- að fólk undanfarna áratugi. Umrætt verklag á sér ekki stoð í Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heim- ilum sínum, sem þvert á móti leggur áherslu á að þjónusta skuli veitt þar sem fólk sjálft kýs að búa og ein- staklingsbundna þjónustu.“ Alvarlegar athugasemdir Hér er tekið heilshugar undir það grundvallarsjónarmið að Reykja- víkurborg eigi að bjóða fötl- uðu fólki þjónustu á heimili sínu en skylda ekki hluta fatlaðra til búsetu í þjónustukjörnum, ella fái þeir ekki lögboðna þjónustu. Slíkt er andstætt grundvallarmann- réttindum sem alltaf skulu vera í fyrsta sæti þegar takmörkuðum fjármunum er forgangsraðað. Það er brýnt að gaumgæfa vel gagnrýni hagsmunasamtaka fatl- aðra sem í raun snýr ekki aðeins að skorti á fjármagni heldur ekki síður að skorti á þekkingu á eðli fötlunar, sem endurspeglast í við- horfi til fatlaðs fólks og þjónustu- þarfa þess. Hagsmunasamtökin segja vel- ferðarsvið ekki vinna eftir nýrri reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu og að þjónusta við fatlaða sé of miðstýrð og boð- leiðir langar með litlum sveigjan- leika. Enn fremur að hagsmuna- samtökin fái ekki verkefni til umsagnar fyrr en á síðari stigum, lítið sé gert með þær athugasemd- ir sem lagðar eru fram og allt beri þetta vott um gamaldags stofnana- hugsun og forræðishyggju borg- aryfirvalda. Þessi gagnrýni hags- munasamtakanna á stjórnsýslu borgarinnar er ekki síður alvarleg. Gagnrýnin snýr fyrst og fremst að velferðarráði og yfirstjórn vel- ferðarsviðs borgarinnar. Þessar athugasemdir, sem að mínu mati eru réttmætar, verða borgaryfirvöld að taka alvar- lega. Þær eru, það ég best veit, til umfjöllunar umboðsmanns borg- arbúa og ættu einnig að vera til umfjöllunar mannréttindaráðs og vel kemur til greina að fram fari óháð úttekt á velferðarsviði með tilliti til umræddrar gagnrýni hagsmunasamtaka fatlaðra. Gamaldags stofnanahugsun og forræðishyggja borgaryfi rvalda Viðhorf foreldra til skóla og menntunar barna sinna hefur áhrif á það hvaða menntaleið börnin velja sér í lífinu. Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf for- eldra hafa jafnvel meira að segja en efnahagur, heilsa og félagsleg staða fjölskyld- unnar. Niðurstöður viðamikill- ar rannsóknar í Bandaríkj- unum árið 2007 sýndu að virk þátttaka foreldra í öllu skólastarfi hefur marktækt forvarnargildi gegn einelti og áhættuhegðun, net-, áfengis- og vímuefnafíkn. Ávinningur af góðu samstarfi skilar sér einnig í betri líðan barnanna í skólanum, auknum áhuga og bættum námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Þá er ekki aðeins átt við samstarf um viðburði á vegum skólans, heldur einnig beina þátttöku foreldra í stefnumörkun skólamála. Foreldrar oft óöryggir Hins vegar er það oft þannig að for- eldrar eru óöruggir í hverju þeirra framlag eigi og megi liggja og hvert þeirra hlutverk er í skólanum. Í aðal- námskrá leik-, grunn- og framhalds- skóla er kveðið á um þátt foreldra á öllum stigum skólastarfs, allt frá mótun skólastefnu yfir í mat á innra og ytra starfi. Þar hafa báðir aðilar skyldum að gegna. Sérstök áhersla er lögð á þennan þátt í aðalnámskrá framhaldsskóla, en einmitt á þeim tímapunkti virðast margir foreldrar sleppa unglingunum sínum lausum og hætta að „skipta sér of mikið af“. Íslenskir kennarar vinna frábært starf fyrir börn í leik-, grunn og framhalds- skólum landsins, oft við erf- iðar aðstæður sem skapast m.a. af of stórum bekkjum, naumum fjárframlögum og sameiningarferli tveggja eða fleiri eininga á tímum sparn- aðar. Þessar aðstæður geta skapað mikla togstreitu og óöryggi í starfi. Foreldrar geta sýnt þeim stuðning með því að sýna þessum aðstæðum kennara skilning. Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa það að markmiði að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og veita þeim stuðning og hvatningu til virkrar þátttöku í skólasamfélag- inu. Margir foreldrar hafa leitað til samtakanna frá stofnun þeirra til að fá skilning, styrk og stuðning við skólagöngu barnanna, sérstaklega þeir sem eiga börn í grunnskóla. Samtökin starfa jafnt fyrir foreldra barna og unglinga á öllum skólastig- um. Einnig leita kennarar, skóla- stjórnendur og aðrir innan skólanna til samtakanna og fá upplýsingar um samskipti heimilis og skóla. Ein leið samtakanna til að stuðla að auknum áhuga, ábyrgð og áhrif- um foreldra á skóla-, uppeldis- og fjölskyldumál er Foreldradagurinn sem haldinn hefur verið frá 2011. Vita foreldrar hvað þeir skipta miklu máli? SAMFÉLAG Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi Vg MENNTAMÁL Ása Sigurlaug Harðardóttir uppeldis- og kennslufræði- menntaður stjórnarmaður hjá Heimili og skóla ➜ Margir foreldrar hafa leitað til sam- takanna frá stofnun þeirra til að fá skiln- ing, styrk og stuðning við skólagöngu barna. RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS HEIMABÍÓ Í EINUM HÁTALARA JBL Cinema SB200 VERÐ 59.990 HELSTU KOSTIR • Getur notað sömu fjarstýringu og sjónvarpið • Harman Display Surround tækni • Þráðlaus Bluetooth tenging • Einfalt í uppsetningu SM.I S ➜ Það er brýnt að gaum- gæfa vel gagnrýni hags- munasamtaka fatlaðra sem í raun snýr ekki aðeins að skorti á fjármagni heldur ekki síður að skorti á þekk- ingu á eðli fötlunar, sem endurspeglast í viðhorfi til fatlaðs fólks ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.