Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 54
FRÉTTABLAÐIÐ List og jólasveinar. Breki skartgripir. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 12 • LÍFIÐ 29. NÓVEMBER 2013 AUGLÝSING: FÖNDRA KYNNIR A nna Kristín Þorsteins- dóttir býr til magnaðar klippimyndir úr ólík- um efnivið undir nafn- inu Hug rað-mynd. Hún raðar saman myndum og hugmyndum og skapar einstök listaverk sem prýða nú marga veggi bæjarins. „Ég hef gert klippimyndir frá því að ég var unglingur. Ég fór ekki í hefðbundinn framhalds- skóla, heldur í skóla í Noregi þar sem áherslur voru lagðar á list- sköpun og handverk,“ segir Anna Kristín sem er menntaður textíl- hönnuður og við það að ljúka meistaranámi í þjóðfræði. „Þar lærði ég að nota klippimyndir sem miðil til að koma hugmynd- um mínum á framfæri. Þetta var miðill sem höfðaði vel til mín því í honum fékk ég útrás fyrir þörfina til þess að fást við fleiri en eitt efni í einu og fleiri en eitt verkfæri í einu.“ Anna seg- ist hafa fundið mikið frelsi í því, þar sem það er svo margt sem spilar saman í klippimyndinni. „Það er pappírinn, hnífurinn, skærin, límið og fleira.“ Hún segir að leitin að efni í klippimyndir geti verið ótrúlega spennandi og að hún leiti á furðu- legustu stöðum að einhverju til að búta niður í mynd. „Allt ferl- ið frá leitinni að efni, til fullklár- aðrar myndar er svo fjölbreytt og margslungið og spannar oft lang- an tíma. Stundum kemur hug- myndin fyrst og svo framkvæmd- in á mynd, en stundum er það efnið sjálft sem raðar sér niður í mynd. Yfirleitt upplifi ég mig í einhvers konar hugleiðsluástandi þegar myndin er að skapast.“ Anna Kristín fær innblást- ur úr bókum, úr ýmsum ólíkum textum. Hún segir að við lest- ur birtist henni sterkar myndir sem þurfi að komast á blað. Sam- skipti við annað fólk kalli líka fram slíkar myndir sem verða svo hugmyndir. „Svo eru það einnig draumar og hugleiðsla sem veita mér mikinn innblást- ur.“ Anna Kristín notar mikið af táknum í klippimyndunum. „Myndirnar segja undantekn- ingalaust einhverja sögu, stund- um með húmor eða drungaleg- um og kynferðislegum undir- tón. Stundum koma fram pólitísk sjónarmið og ádeila eða heim- spekilegar vangaveltur um lífið og manneskjuna, heiminn, ástina og kosmósið!“ Anna Kristín segir framtíð- arsýn Hug rað-myndar vera að þroskast og þróast, segja fleiri sögur og kafa dýpra í undir- og yfirmeðvitund alls sem er. Hægt er að skoða fleiri mynd- ir eftir hana á Facebook undir: Hug rað-mynd. LIST HUG RAÐ-MYND Anna Kristín Þorsteinsdóttir fær innblástur úr draumum og hugleiðslu og skapar. Mikið af pappír safnast upp í kringum jólaundirbúning og eftir aðfangadag sem hægt er að endurnýta á margvíslegan hátt. Þá er um að gera að safna honum saman í poka og endurnýta árið eftir. Sumir eiga heilu skókassana af gömlum jólakortum sem eru geymdir inni í skáp, safna ryki og enginn skoðar. Áður en þú hendir þeim í pappírstunnuna er hér einföld og skemmtileg leið til að endurnýta þau. Þú þarft: Gömul jólakort Skæri Gatara Lok af krukku Blýant 1. Taktu til öll notuð jóla- kort og tvöfalda merkimiða sem þú finnur. 2. Klipptu fremri hlið- ina af kortinu og skoðaðu hvort það sé einhver ákveðinn hluti sem þú vilt nota af myndinni. 3. Notaðu lok af krukku, settu á réttan stað á bakhliðinni og strik- aðu í kringum. 4. Klipptu vandlega eftir línunum og reyndu að fá fullkominn hring. 5. Notaðu annan hluta af gataranum og gataðu nálægt brúninni hvar sem er á hringnum. 6. Skrifaðu jólakveðju á merkimiðann, settu borða í gegnum gatið og festu á pakkann. 7. Prufaðu einnig þessa aðferð með gömlum plötuumslögum, það kemur vel út. MERKIMIÐAR FYRIR JÓLAPAKKANA - endurnýttu gömul jólakort „Það hefur aldrei verið auð- veldara að sauma,“ segir Björg Benediktsdóttir, eigandi Föndru, en í Föndru á Dalvegi í Kópa- vogi og Sunnuhlíð á Akureyri er að finna mikið úrval af fataefn- um, sniðum og sníðablöðum. „Dönsku Onion-sniðin henta okkur Íslendingum frábærlega, þau eru einföld og passandi. Tískan í dag er auðveld og því er auðvelt fyrir jafnt byrjendur sem vana að sauma. Einföldu kjólasniðin og kjóla- efnin okkar smellpassa og ekki slæmt að geta skellt í nýjan kjól fyrir jólin,“ segir Björg. „Við erum einnig þessa dagana að taka upp mikið úrval af ítölsk- um ullarefnum, sem henta í kápur og slár. Við bjóðum einn- ig tilboð á öllum barnaefnum fram að jólum, svo það er hægt að gera frábær kaup og sauma bæði jólafötin og jólagjaf- irnar. Við aðstoð- um v ið - skiptavini og veitum góða þjón- ustu. AUÐVELT AÐ SAUMA Verslunin Föndra býður úrval fallegra fataefna og snið sem henta jafnt byrjendum sem lengra komnum í saumaskap. Tilvalið er að sauma bæði jólafötin og jólagjafirnar. Einföld snið jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Úrval fataefna í Föndru bæði á börn og fullorðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.