Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 54

Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 54
FRÉTTABLAÐIÐ List og jólasveinar. Breki skartgripir. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 12 • LÍFIÐ 29. NÓVEMBER 2013 AUGLÝSING: FÖNDRA KYNNIR A nna Kristín Þorsteins- dóttir býr til magnaðar klippimyndir úr ólík- um efnivið undir nafn- inu Hug rað-mynd. Hún raðar saman myndum og hugmyndum og skapar einstök listaverk sem prýða nú marga veggi bæjarins. „Ég hef gert klippimyndir frá því að ég var unglingur. Ég fór ekki í hefðbundinn framhalds- skóla, heldur í skóla í Noregi þar sem áherslur voru lagðar á list- sköpun og handverk,“ segir Anna Kristín sem er menntaður textíl- hönnuður og við það að ljúka meistaranámi í þjóðfræði. „Þar lærði ég að nota klippimyndir sem miðil til að koma hugmynd- um mínum á framfæri. Þetta var miðill sem höfðaði vel til mín því í honum fékk ég útrás fyrir þörfina til þess að fást við fleiri en eitt efni í einu og fleiri en eitt verkfæri í einu.“ Anna seg- ist hafa fundið mikið frelsi í því, þar sem það er svo margt sem spilar saman í klippimyndinni. „Það er pappírinn, hnífurinn, skærin, límið og fleira.“ Hún segir að leitin að efni í klippimyndir geti verið ótrúlega spennandi og að hún leiti á furðu- legustu stöðum að einhverju til að búta niður í mynd. „Allt ferl- ið frá leitinni að efni, til fullklár- aðrar myndar er svo fjölbreytt og margslungið og spannar oft lang- an tíma. Stundum kemur hug- myndin fyrst og svo framkvæmd- in á mynd, en stundum er það efnið sjálft sem raðar sér niður í mynd. Yfirleitt upplifi ég mig í einhvers konar hugleiðsluástandi þegar myndin er að skapast.“ Anna Kristín fær innblást- ur úr bókum, úr ýmsum ólíkum textum. Hún segir að við lest- ur birtist henni sterkar myndir sem þurfi að komast á blað. Sam- skipti við annað fólk kalli líka fram slíkar myndir sem verða svo hugmyndir. „Svo eru það einnig draumar og hugleiðsla sem veita mér mikinn innblást- ur.“ Anna Kristín notar mikið af táknum í klippimyndunum. „Myndirnar segja undantekn- ingalaust einhverja sögu, stund- um með húmor eða drungaleg- um og kynferðislegum undir- tón. Stundum koma fram pólitísk sjónarmið og ádeila eða heim- spekilegar vangaveltur um lífið og manneskjuna, heiminn, ástina og kosmósið!“ Anna Kristín segir framtíð- arsýn Hug rað-myndar vera að þroskast og þróast, segja fleiri sögur og kafa dýpra í undir- og yfirmeðvitund alls sem er. Hægt er að skoða fleiri mynd- ir eftir hana á Facebook undir: Hug rað-mynd. LIST HUG RAÐ-MYND Anna Kristín Þorsteinsdóttir fær innblástur úr draumum og hugleiðslu og skapar. Mikið af pappír safnast upp í kringum jólaundirbúning og eftir aðfangadag sem hægt er að endurnýta á margvíslegan hátt. Þá er um að gera að safna honum saman í poka og endurnýta árið eftir. Sumir eiga heilu skókassana af gömlum jólakortum sem eru geymdir inni í skáp, safna ryki og enginn skoðar. Áður en þú hendir þeim í pappírstunnuna er hér einföld og skemmtileg leið til að endurnýta þau. Þú þarft: Gömul jólakort Skæri Gatara Lok af krukku Blýant 1. Taktu til öll notuð jóla- kort og tvöfalda merkimiða sem þú finnur. 2. Klipptu fremri hlið- ina af kortinu og skoðaðu hvort það sé einhver ákveðinn hluti sem þú vilt nota af myndinni. 3. Notaðu lok af krukku, settu á réttan stað á bakhliðinni og strik- aðu í kringum. 4. Klipptu vandlega eftir línunum og reyndu að fá fullkominn hring. 5. Notaðu annan hluta af gataranum og gataðu nálægt brúninni hvar sem er á hringnum. 6. Skrifaðu jólakveðju á merkimiðann, settu borða í gegnum gatið og festu á pakkann. 7. Prufaðu einnig þessa aðferð með gömlum plötuumslögum, það kemur vel út. MERKIMIÐAR FYRIR JÓLAPAKKANA - endurnýttu gömul jólakort „Það hefur aldrei verið auð- veldara að sauma,“ segir Björg Benediktsdóttir, eigandi Föndru, en í Föndru á Dalvegi í Kópa- vogi og Sunnuhlíð á Akureyri er að finna mikið úrval af fataefn- um, sniðum og sníðablöðum. „Dönsku Onion-sniðin henta okkur Íslendingum frábærlega, þau eru einföld og passandi. Tískan í dag er auðveld og því er auðvelt fyrir jafnt byrjendur sem vana að sauma. Einföldu kjólasniðin og kjóla- efnin okkar smellpassa og ekki slæmt að geta skellt í nýjan kjól fyrir jólin,“ segir Björg. „Við erum einnig þessa dagana að taka upp mikið úrval af ítölsk- um ullarefnum, sem henta í kápur og slár. Við bjóðum einn- ig tilboð á öllum barnaefnum fram að jólum, svo það er hægt að gera frábær kaup og sauma bæði jólafötin og jólagjaf- irnar. Við aðstoð- um v ið - skiptavini og veitum góða þjón- ustu. AUÐVELT AÐ SAUMA Verslunin Föndra býður úrval fallegra fataefna og snið sem henta jafnt byrjendum sem lengra komnum í saumaskap. Tilvalið er að sauma bæði jólafötin og jólagjafirnar. Einföld snið jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Úrval fataefna í Föndru bæði á börn og fullorðna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.