Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 8
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Í hvað stefnir hallinn á ríkissjóði á
þessu ári?
2. Hver sakar forsætisráðherra um
lygilega sögufölsun?
3. Hversu margir leikmenn voru inná
alla undankeppnina í HM?
SVÖR:
1. Í 25,5 milljarða króna. 2. Hrafnhildur Sig-
urðardóttir, formaður Sambands íslenskra
myndlistarmanna. 3. Þrír.
Hönnun og handverk í Kópavogi
Safnaðarheimili Kópavogskirkju
Laugardaginn 30. nóvember kl. 12-18
Andreu Kerti
Ástrós Steingrímsdóttir
Bolabítur
Cool Design
Dagmar Valsdóttir
Elsku Alaska
Evuklæði Svava
Eygló Karólína Design
Fluga design
Gallery Maja / Kalma design
Guðrún Kolbeins Design
Gunnlaug Hannesdóttir
Hanna Júlía Hafsteinsdóttir
ÍSAFOLD design
jbj design
Kristrún Tómasdóttir
Maria del Carmen
Nadine
Prjónafabrikkan
Rannveig Tryggvadóttir
rolla
Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir
Vala Björg Arnardóttir
Þuríður Ósk
Sölusýning þar sem 24 aðilar úr Kópavogi sýna íslenska listiðn, handverk
og hönnun. Þetta er einstakt tækifæri sem enginn ætti að láta framhjá
sér fara. Listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir verða á staðnum og kynna
vörur sínar.
FJARSKIPTI Fjarskiptafyrirtækin
Vodafone, Síminn og Nova munu
frá og með 13. desember
bjóða upp á snjallsím-
ana iPhone 5s og iPhone
5c milliliðalaust. Hingað
til hafa fyrirtækin keypt
símana í gegnum erlenda
milliliði en núna þarf þess
ekki lengur vegna samninga
sem hafa verið undirritaðir við
Apple. Símarnir verða því fáan-
legir á Íslandi á svipuðum tíma og
í stærri löndum Evrópu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins lækkar útsöluverð
iPhone alls staðar, jafnvel um tugi
þúsunda króna.
Aðspurð segist Liv Bergþórs-
dóttir, forstjóri Nova, vera mjög
ánægð með samninginn. „Við hjá
Nova höfum unnið að því um langt
skeið að ná þessum beina samn-
ingi við Apple og það er mikið
fagnaðarefni að það hafi nú tek-
ist. iPhone er vinsælasti farsím-
inn hjá viðskiptavinum Nova en
nú þegar eru yfir fjörutíu þúsund
iPhone-far-
símar í notk-
un á farsíma-
kerfi Nova,“ segir
hún. „Við erum að bjóða
mjög gott verð á þessum símum
í dag. Þeir munu lækka eitthvað
í verði en mismikið eftir tegund-
um. Við getum ekki boðið símana
á sama verði og í Ameríku heldur
verður það nær því sem þekkist á
Norðurlöndum.“
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins gerir samningur Vodafone
við Apple að verkum að viðskipta-
vinir fyrirtækisins geti notfært
sér 4G-virkni iPhone og iPad
sem skilar sér í auknum gagna-
flutningshraða. Hingað til hefur
gagnaflutningshraði tækjanna
verið takmarkaður við 3G.
Hvað varðar 4G-mál hjá Nova,
segir Liv undir Apple komið að
opna fyrir þjónustuna. „Það hefur
þegar verið gert fyrir iPad og við
erum að vona að það verði gert
fyrir iPhone í desember. Nova er
eina farsímafyrirtækið sem býður
upp á 4G-þjónustu í farsíma. Við
vitum að viðskiptavinir okkar bíða
spenntir eftir að fá 4G í iPhone,“
segir hún. freyr@frettabladid.is
Apple semur við
fjarskiptafyrirtækin
Fjarskiptafyrirtækin Vodafone, Síminn og Nova bjóða milliliðalaust upp á vörur
frá Apple frá og með þrettánda desember. iPhone lækkar um tugi þúsunda í verði.
HÖFUÐSTÖÐVAR Fjarskiptafyrirtækin ætla að bjóða upp á snjallsímana iPhone 5s og iPhone 5 milliliðalaust frá og með 13.
desember. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Snjallsímarnir iPhone 5s og iPhone 5c komu á markað í september í
fyrra og var það í fyrsta sinn sem Apple setti tvo síma á markað sam-
tímis. Þetta var einnig í fyrsta sinn sem Apple seldi iPhone samtímis
í mörgum löndum. Apple seldi samanlagt um níu milljónir nýrra
iPhone-síma fyrstu þrjá dagana sem iPhone 5s og iPhone 5c fóru
í sölu, sem er nýtt met. Til samanburðar seldust árið áður um
fimm milljónir iPhone 5-snjallsímar fyrstu helgina sem þeir
voru til sölu.
Níu milljónir seldust á þremur dögum
DÓMSMÁL Endurupptökunefnd
hefur hafnað kröfu tveggja sak-
borninga í Baugsmálinu um að málið
verði tekið upp aftur hjá Hæstarétti.
Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og
Tryggvi Jónsson, sem hlutu tólf og
átján mánaða fangelsisdóm í Hæsta-
rétti í febrúar síðastliðnum, töldu
villu hafa orðið til þess að dómur-
inn var svo þungur, og fóru því
fram á að málið yrði tekið upp aftur
í Hæstarétti til að fá dómsorðið leið-
rétt, segir Gestur Jónsson, verjandi
Jóns Ásgeirs.
Gestur segir að í dóminum hafi
komið fram að Jón Ásgeir hafi brot-
ið meira af sér en Tryggvi. Engu
að síður hafi Tryggvi hlotið þyngri
dóm.
Það segir Gestur að bendi til þess
að Hæstiréttur hafi við ákvörðun
refsingar dæmt síðara málið sem
hegningarauka við fyrra Baugsmál-
ið. Dómur í því máli féll í júní 2008.
Þar fengu Jón Ásgeir og Tryggi
einnig fangelsisdóma sem voru skil-
orðsbundnir til tveggja ára. Því hafi
ekki átt að líta á síðari dóminn sem
hegningarauka við þann fyrri.
Í niðurstöðu endurupptöku-
nefndar segir að ekki hafi verið
sýnt fram á að verulegir gallar
hafi verið á meðferð málsins þann-
ig að það hafi haft áhrif á niður-
stöðu þess, og beiðni Jóns Ásgeirs
og Tryggva því hafnað. - bj
Töldu villu í dómi Hæstaréttar hafa orðið til að þyngja refsingu í Baugsmáli:
Ósk um endurupptöku hafnað
Mál sakborninganna í Baugsmálinu gegn íslenska ríkinu er nú til meðferðar
hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Ríkið hefur skilað greinargerð í málinu og
verjendur skilað skriflegum viðbrögðum við henni. Gestur Jónsson, verjandi
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins sakborninga í málinu, segir að dómur geti
fallið fljótlega eftir áramót. Falli dómur Mannréttindadómstólsins sakborn-
ingum í hag hefur það talsvert fordæmisgildi. Þeir halda því fram að þar sem
skattayfirvöld hafi sektað sakborningana hafi þeim verið gerð tvöföld refsing
með skilorðsbundnum fangelsisdómi Hæstaréttar. Gestur segir það hafa
verið viðtekna venju að ákæra fyrir dómi fólk sem áður hafi verið sektað af
skattyfirvöldum, og því gæti þurft að vinda ofan af tugum mála falli dómur
Mannréttindadómstólsins ríkinu í óhag.
Bíða dóms Mannréttindadómstólsins
VIÐSKIPTI Hagnaður Arion banka
fyrstu níu mánuði þessa árs nam
10,1 milljarði króna eftir skatta
samanborið við 14,5 milljarða króna
á sama tímabili á árinu 2012. Þetta
kemur fram í uppgjöri bankans.
Hagnaður þriðja ársfjórðungs hjá
bankanum var 4,2 milljarðar sem
er 900 milljónum krónum meira en
í fyrra.
Höskuldur H. Ólafsson, banka-
stjóri Arion banka, segir í uppgjör-
inu að afkoman sé góð og í samræmi
við væntingar. Hann er sáttur við
rekstur bankans þessa fyrstu níu
mánuði ársins á heildina litið, ekki
síst í ljósi þess að enn gætir nokk-
urrar óvissu í ytra starfsumhverfi
bankans.
Rekstrartekjur lækka milli ára,
námu 31,5 milljörðum samanborið
við 34,4 milljarða í fyrra. Helstu
ástæður þeirrar lækkunar eru
lækkun vaxtamunar, sem meðal
annars er tilkomin vegna binding-
ar innlána og skuldabréfaútgáfu.
Einnig eru aðrar tekjur lægri vegna
minni virðisbreytinga eigna. - fbj
Hagnaður Arion banka fyrstu níu mánuði ársins lægri en á sama tíma í fyrra:
Arion hagnast um 10 milljarða
Í ARION BANKA Höskuldur Ólafsson
bankastjóri er ánægður með afkomu
Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SJÁVARÚTVEGUR Matís hefur látið
búa til smáforrit (app), sem gerir
sjómönnum kleift að reikna út
hversu mikinn ís þeir þurfa til kæl-
ingar afla, að því er fram kemur á
vef Matís. Í forritinu er tekið með
í reikninginn hver sjávarhitinn er,
lofthiti og dagar á sjó.
Enn sem komið er geta bara þeir
sem eru með síma eða spjaldtölvur
með Android-stýrikerfinu notað
forritið, en það er væntanlegt fyrir
tæki frá Apple og tæki með Wind-
ows-stýrikerfi. - bj
Sjómenn með snjallsíma:
Reikna ísþörf
með nýju appi
VEISTU SVARIÐ?