Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 26
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Bréf þín bera árangur. Taktu þátt í bréfa maraþoni Amnesty International og veittu þeim von sem búa við mann- réttindabrot um heim allan. Ef þú heldur að það sé gamaldags að skrifa bréf og tilgangslaust að setja blek á blað á tímum Facebook og Twitter, lestu þá þakkarbréf Birtukan Mideksa. „Ég eygði eitt sinn enga von um frelsi. Ég er einstæð móðir og fyrrverandi leið- togi stjórnarandstöðuflokks í Eþíópíu. Ég var handtekin árið 2005 og dæmd í lífstíðarfangelsi eftir að flokkur minn tók þátt í mótmælum í kjölfar kosninga í landinu. Ég framdi engan glæp. Ráðist var gegn mér fyrir það eitt að ég tjáði póli- tískar skoðanir mínar með friðsamleg- um hætti. Í raun er ég heppin að vera á lífi. Ég hafði verið í einangrun í Kaliti- fangelsi svo mánuðum skipti þegar þátt- takendur í bréfamaraþoni Amnesty komu mér til hjálpar. Þúsundir einstak- linga kröfðust þess að ég hlyti frelsi. Bréf ykkar vernduðu mig á versta tímabili ævi minnar. Þið voruð rödd mín þegar rödd mín heyrðist ekki. Bréf ykkar héldu voninni lifandi þegar neyðin var mest. Það er Amnesty International að þakka að ég hlaut frelsi í október 2010. Ég er svo þakklát fyrir bréf ykkar og aðgerðir í mína þágu. Ég hvet ykkur til að halda áfram lífsbjargarverkum ykkar og grípa til aðgerða í þágu annarra.“ Fleiri þurfa nú hjálpar þinnar við. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty og bregstu við 12 áríðandi málum sem þurfa á athygli þinni að halda. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða á staðnum. Þú getur einnig sent kort til fórnarlamba mannréttindabrota og blásið von í brjóst þeirra. Í ár tekur Íslandsdeild Amnesty Inter- national þátt í bréfamaraþoninu í ellefta sinn og fer það fram á 14 stöðum á land- inu. Finndu þann stað sem er næstur þér á amnesty.is og vertu með! Við vonum að enginn láti sitt eftir liggja á aðventunni í baráttunni fyrir betri heimi. Bréf til bjargar lífi MANNRÉTTINDI Bryndís Bjarnadóttir herferða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amn- esty International ➜ Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty og bregstu við 12 áríðandi málum sem þurfa á athygli þinni að halda. Fjölmiðlar veiti aðhald Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar Alþingis, þreytist ekki á að kenna fyrri ríkisstjórn um að aðstoðarmönnum ráðherra hafi fjölgað og kostnaður aukist um tugi milljóna. Vigdís mætti glaðbeitt í morgunþátt Rásar tvö og sagði að lögum og reglum varðandi ráðu- neytin hefði verið breytt í tíð fyrri stjórnar. „Ráðherrum var heimilað að ráða sér fleiri aðstoðarmenn og hugsanlega aðstoðarráðherra. Þetta var vilji þeirrar ríkis- stjórnar og það er að reyna á þetta núna,“ sagði Vigdís. Þegar henni var bent á að það væri nú lítið mál að ráða ekki í stöðurnar kvaðst hún átta sig á því. Bætti svo við að hún vonaðist til að fjölmiðlar myndu veita stjórnvöldum aðhald í málinu. Gengur ekki upp Þingheimur hélt áfram að ræða niðurskurð og uppsagnir á RÚV í gær. Einn þeirra sem stigu í pontu var framsóknarmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson, sem sagði að fréttir af málefnum Ríkisútvarpsins yllu honum áhyggjum svo og viðbrögðin við þeim. Hann velti fyrir sér hvort ekki hefði verið óþarflega langt gengið þegar Ríkisútvarpið taldi sig þurfa að skera niður um 500 milljónir þegar hagræðingarkraf- an væri 300 milljónir. Þorsteinn sagði að þetta gæti bara ekki gengið upp og hann hefði áhyggjur af því að menn hefðu ekki lagt nógu ríka vinnu í að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins í heild áður en ráðist var í að segja upp fólki. Það eru líklega fleiri en Þor- steinn sem skilja þetta ekki. Að taka Zoëga á þetta Ólafur Ísleifsson hagfræðingur velti því fyrir sér í Bítinu á Bylgjunni í gær hvort Páll Magnússon útvarps- stjóri ætti ekki bara að hætta. Hvort það hefði ekki verið stórmannlegra fyrir Pál að taka Björn Zoëga á þetta og ganga á dyr. Svo bætti hann því við að stjórnendur RÚV yrðu að skýra fyrir þjóðinni hvers vegna þeim verður ekki meira úr þeim peningum sem þeir fá frá almenningi en raun ber vitni. johanna@frettabladid.is S tór hluti launamanna á Íslandi virðist hafa skynsam- legar og raunhæfar væntingar til næstu kjarasamninga. Í skoðanakönnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera lýstu tveir þriðjuhlutar svarenda sig reiðubúna að fara þjóðar- sáttarleið lítilla kauphækkana og lágrar verðbólgu. Ákvarðanir sveitarfélaga, sem hafa dregið til baka ákvarðanir um gjaldskrárhækkanir, stuðla að því að slík þjóðarsátt geti náðst. Það skiptir máli að rjúfa vítahring stöðugra hækkana með tilvísun til verðbólgu, sem ýta svo að sjálfsögðu enn undir verðbólguna. Það var ástæða til að hafa áhyggjur af því á tímabili að sjón- varpsauglýsing Samtaka atvinnulífsins, þar sem fjallað var um launa- og kaupmáttarþróunina frá 2006 og gleymdist að nefna hrun krónunnar, myndi hleypa illu blóði í launþegahreyfinguna og kalla fram harðari kröfur um launahækkanir. Það virðist þó ekki hafa orðið. Forystumenn og félagsmenn í stéttarfélögunum átta sig á því að innistæðulausar kauphækkanir fara beint út í verðlagið og éta upp kaupmáttar- aukninguna. Þannig sagði Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sam- iðnar, í Fréttablaðinu í fyrradag: „Félagsmenn okkar sögðu að ef launahækkanir færu beint út í verðlagið gæti verið betra að sleppa þeim. Það er krafa um að menn stoppi þessa víxlverkun.“ Sigurður Bessason, formaður Eflingar, sagði að í öllum könnunum sem Efling hefði gert meðal sinna félagsmanna, hefði meirihlutinn viljað breytingar á skattkerfinu. Í sama blaði var rætt við launþega á vinnustöðum og flestir voru sammála um að fara þyrfti varlega í launahækkanir. Fólk vill hins vegar raunverulega kaupmáttaraukningu og horfir þá þar til breytinga á skattkerfinu, til dæmis með hækkun persónuafsláttar. Eðlilega, enda hefur núverandi ríkisstjórn lofað skattalækkunum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur sagt að það sé þess virði að skoða þá leið. Þá vaknar hins vegar spurningin: Hvernig munu aðgerðirnar til hjálpar skuldsettum heimilum, sem að líkindum verða kynntar í dag eða á morgun, spila inn í kjarasamningana og þær væntingar sem almennir launamenn hafa um kaupmáttaraukningu? Fram hefur komið að farin verði blönduð leið skuldaniðurfelling- ar og skattaafsláttar handa þeim sem vilja greiða inn á lánin sín. Niðurfellingin mun nýtast þeim sem skulda, mest þeim sem skulda mikið. Einnig hafa verið færð rök fyrir að skattaafslátturinn muni koma þeim bezt sem hafa hæstar tekjur. Þeir sem skulda ekki húsnæðislán, til dæmis af því að þeir búa í leiguhúsnæði eins og margir þeir lægst launuðu gera, hafa mátt þola kaupmáttarskerðingu vegna gengishruns og verðbólgu, rétt eins og aðrir. Þeir vænta þess líkast til að ef það er svigrúm hjá ríkissjóði á annað borð til að lækka skatta eða gefa afslátt af þeim, fái þeir líka að njóta þess svigrúms, til dæmis í hærri persónuaf- slætti. Er ekki alveg örugglega búið að hugsa það til enda við ríkis- stjórnarborðið hvernig stóra skuldaleiðréttingarútspilið spilar inn í kjarasamningana? Hvernig spilar skuldaleiðrétting inn í kjarasamninga? Er svigrúmið fyrir alla? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.