Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 18
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 FÓLK „Við ráðleggjum öllum að fara í erfðapróf ef einhver vafi leikur á faðerni. Við mælum með því barns- ins vegna og allra vegna. Það er betra að fara í próf en að efast alla ævina um líffræðileg tengsl,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráð- gjafi á kvennadeild Landspítalans. Hún segir konur reglulega koma í viðtal vegna faðernismála. „Og það eru örugglega mun fleiri sem eru í þessari stöðu án þess að leita sér hjálpar. Barn á rétt á að vita hverjir foreldrar þess eru sam- kvæmt barnalögum og ef fólk vill ekki fara í gegnum ferlið hjá sýslu- manni þá getur það nýtt sér erlend fyrirtæki sem gera erfðapróf á ein- faldan hátt. Ég vil taka það fram í þessu samhengi að ábyrgðin er líka í höndum karlmanna. Ef þeir vilja ekki verða pabbar eiga þeir að nota smokk, og frá byrjun.“ Mörg dæmi eru um að Íslending- ar nýti sér þjónustu erlendra fyr- irtækja sem framkvæma erfða- próf og selja í gegnum netsíður. Framkvæmdin er nokkuð einföld. Viðkomandi fær senda pinna sem nota á til að taka sýni úr munnholi. Sýnið er sent með venjulegum pósti til fyrirtækisins og niðurstaða berst með tölvupósti eftir um það bil viku. Faðernispróf kostar rúm- lega 25 þúsund en ýmis önnur próf eru líka í boði, svo sem tvíbura- próf, systkinapróf, afa- og ömmu- próf og fósturpróf sem er dýrasta prófið. Inga Reynisdóttir, forstöðu- maður faðernisrannsókna á Land- spítalanum, staðfestir að óhætt sé að treysta slíkum erfðaprófum ef fyrirtækin sem selja þau eru með gæðavottun. Hér á Íslandi kost- ar tvö hundruð þúsund krónur að fara í erfðapróf og þarf að fara í gegnum sýslumann til að prófið sé framkvæmt. Prófin á netinu eru því ódýrari, taka skemmri tíma og eru einfaldari í framkvæmd. „En þegar sanna á faðerni þurfa bæði konan og maðurinn að vera sátt við þessa aðferð og treysta niðurstöðunni. Faðirinn skrifar þá undir faðernisviðurkenningu þegar niðurstaða fæst og málið er leyst. Ekki er hægt að krefjast þess að mögulegur faðir taki þetta próf og því þarf að fara í gegnum sýslu- mann ef hann neitar því.“ erlabjorg@frettabladid.is Kanna faðerni með erfða- prófi keyptu á internetinu Hægt er að kaupa einföld erfðapróf á netinu og fá niðurstöðu á viku. Nokkuð er um að faðerni sé sannað með prófunum. Félagsráðgjafi á Landspítalanum segir alltaf eiga að fara í próf í stað þess að velkjast í vafa. „Það komu tveir menn til greina sem faðir dóttur minnar. Ég var nýhætt í sambandi og byrjaði fljótt með öðrum þannig að ég gat ekki treyst á dagsetningu,“ segir Erna Guðrún Stefánsdóttir sem ákvað að senda erfðapróf í gegnum dönsku síðuna dnatest.dk. „Ég vildi gera þetta svona því ég vildi að réttur faðir gæti tengst barninu sem fyrst. Það er búið að vera nógu erfitt fyrir báða mennina að ganga í gegnum alla meðgönguna án þess að þora að tengjast barninu. Ég vildi bara útkljá þetta mál sem fyrst.“ Erna Guðrún segir sig alltaf hafa grunað hver faðirinn væri en vildi fá grun sinn staðfestan. „Ég þekkti sjálf aldrei raunverulegan pabba minn. Mér fannst það ekki sanngjarnt að það léki nokkur vafi á því hver faðir barnsins míns væri. En vissulega hefði það verið auðveldari leið. Með- gangan var erfið í ljósi þessa og ég fann fyrir smáfordómum. En mögulega voru þeir mest frá sjálfri mér.“ Vildi útkljá faðernismál sem fyrst „Við fengum ábendingu um þessa síðu frá tvíburamömmum sem höfðu góða reynslu af henni og sögðu hana gæða- vottaða,“ segir Rebekka Ingadóttir, sem keypti erfðapróf af síðunni progenaktiv.com til að vita hvort tvíburadætur hennar væru ein- eða tvíeggja. „Við héldum alla meðgönguna að þær væru tvíeggja en svo kom í ljós við fæðingu að það var bara ein fylgja. En þær voru svo ólíkar og misstórar að við ákváðum að fá þetta á hreint.“ Rebekka segir að prófið hafi verið einfalt og eingöngu kostað sextán þúsund. „Við fengum pinna og dollur send heim. Tókum sýni úr kinnunum á þeim og sendum svo út. Fengum svo 99% örugga niðurstöðu um að þær væru eineggja og það er bara gott að fá það staðfest.“ Fékk staðfest að tvíburar væru eineggja FR ÉT TA BL AÐ IÐ / VA LL I LÖGREGLUMÁL Farsímaþjófnuðum hefur fjölgað mjög mikið í miðborg Reykjavíkur síðustu þrjú ár. Frá árinu 2010 til 2013 hefur fjöldi tilkynntra mála aukist um 275 prósent. Margir þessara þjófn- aða eiga sér stað á skemmtistöðum í miðborginni. Oft liggja handtösk- ur á glámbekk og auðveldlega hægt að taka símann. Einnig eru marg- ir sem geyma símann á borði eða á glámbekk þar sem óprúttnir aðilar geta nálgast þá. Lögreglan hvetur gesti veitingastaða til sérstakrar varkárni að þessu leyti og hvet- ur veitingamenn til að halda vöku sinni fyrir óvönduðum aðilum á ferð um staðinn þeirra. Geirharður Geirharðsson, for- stöðumaður tjónasviðs Sjóvár, seg- ist hafa tekið eftir þessari gífurlegu aukningu, bæði þjófnaða og tjóna. „Ef sími týnist, eða er skilinn eftir á glámbekk og stolið, þá fellur það ekki undir bótaskyldu. Aftur á móti ef það er innbrot eða tjón og fólk er með viðeigandi tryggingu þá er það bótaskylt,“ segir Geirharður. - ebg Lögregla hvetur fólk til að gæta að verðmætum: Farsímaþjófnaður hefur margfaldast VERÐMÆTI Með dýrari farsímum verður tjónið enn meira þegar síma er hnuplað. MYND/AFP SVEITARSTJÓRNIR Gjöld í leik- og grunnskólum í Árborg verða ekki hækkuð milli ára. Bæjarráðið beinir því enn fremur til fram- kvæmda- og veitustjórnar að fara yfir forsendur nýsamþykktrar fimm prósenta hækkunar á heitu vatni. „Sveitarfélagið Árborg vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stemma stigu við verð- bólgu með því að gjaldskrár leik og grunnskóla haldist óbreyttar milli ára. Um er að ræða leik- skólagjöld, gjöld fyrir skólavist- un, mat í leikskóla, skóla og skóla- vistun,“ segir bæjarráðið. - gar Stemma stigu við verðbólgu: Hækka ekki leikskólagjöld KÖNNUN Stuðningsmenn Pírata stunda síður íþróttir en stuðn- ingsmenn annarra flokka, sam- kvæmt skoðanakönnun MMR. Kjósendur Pírata og stuðnings- menn Bjartrar framtíðar vakna síður endurnærðir en kjósendur annarra flokka. Óvíst er hvort það tengist frumvarpi Bjartrar framtíðar um að seinka klukk- unni eða aldursdreifingu stuðn- ingsmanna flokkanna. Samkvæmt könnuninni borðar rúmur helmingur þjóðarinnar hollan morgunmat svo til dag- lega. Svipað hlutfall stundar lík- amlegar íþróttir nokkrum sinn- um í viku eða oftar. - bj Könnun MMR á heilbrigði: Píratar stunda síður íþróttir ÍÞRÓTTIR Rúmur helmingur lands- manna stundar einhvers konar íþróttir nokkrum sinnum í viku eða oftar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 2010 88 2011 141 2012 182 2013 330 * janúar til október ár hvert Farsímaþjófnaður í miðbæ Reykjavíkur* Barn á rétt á að vita hverjir for- eldrar þess eru. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvenna- deild Landspítalans Ef sími er skilinn eftir á glámbekk og honum stolið þá fellur það ekki undir bótaskyldu. Geirharður Geir- harðsson , forstöðumaður tjónasviðs Sjóvár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.