Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 78
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 48
Ég fann draumaprinsinn
minn– allt ykkur að þakka. Við
erum bæði mjög ánægð og
undrandi.
- Kona 26 ára
Ég fann konu hér. Bauð
henni uppá ís og þá vorum við
búin að vera í sms-bandi. Við
vorum tilbúin að hittast og fá
okkur ís. Ég bauð henni upp á
JoJo-ís, er hún var búin að fylla
sína ísdós þá kom ég til að borga
með korti, en því var hafnað. Þá
voru góð ráð dýr. Ég sagði að ég
þyrfti að redda þessu með
peningana. Bað hana að bíða eftir
mér, er ég kom aftur var hún ekki
búin að missa áhugann á karl-
inum. Við hlógum að þessu af því
að ég var með pening í vasanum
til að borga ísinn. Við erum enn
saman, og þakka ég Makaleit fyrir
mig. Mjög sáttur í dag enda náði
ég í yndislega og góða konu
- Maður 55 ára
Já ég fann félaga á vefnum
sem ég er mjög ánægð með og
hef ráðlagt öllum einhleypum sem
ég þekki að prufa vefinn ykkar
- Kona 46 ára
REYNSLUSÖGUR
NOTENDA
MAKALEITAR.IS
Match.com er ein fyrsta
stefnumótasíðan á netinu og
var opnuð árið 1995. Síðan
er sú stærsta í heiminum en
aðrar helstu stefnumótasíður
á markaðinum eru eHarmony,
PlentyOfFish og OK Cupid.
Sumar stefnumótasíður skera
sig úr fjöldanum. ScientificMatch
býður til dæmis upp á pörun út
frá DNA-mengi og segir það auka
tíðni fullnæginga kvenna. Síðan
Ashley Madison tengir maka sem
eru að halda framhjá.
Þá eru einnig til síður sem
sérhæfa sig í sérstökum þjóð-
ernis- eða trúarhópum. JDate er
fyrir gyðinga, Christian Mingle
og ChristianCafe fyrir kristið fólk,
Love from India og Shaadi fyrir
einhleypt, indverskt fólk, Amigo
fyrir spænskumælandi einstak-
linga og Asian People Meet fyrir
fólk af asískum uppruna.
➜ Stefnumótasíður
við allra hæfi
FRÓÐLEIKUR UM
STEFNUMÓTAVENJUR
BANDARÍKJAMANNA
11% fullorðinna Banda-
ríkja manna hafa notað
stefnumótasíður á net-
inu eða stefnumóta-
smáforrit.
38% af þeim sögðust
vera einhleypir og að
leita sér að maka.
66% þeirra Banda-
ríkjamanna sem hafa
notað stefnumótasíður
á netinu hafa farið á
stefnumót með ein-
hverjum sem þeir hittu
á vefsíðu eða í gegnum
smáforrit.
23% þeirra Banda-
ríkjamanna sem hafa
notað stefnumótasíður
á netinu hafa hitt maka
sinn á síðunum.
42% Bandaríkja-manna
þekkja einhvern
sem nýtir sér stefnu-
mótasíður.
29% Bandaríkja-manna
þekkja einhvern sem
hefur nýtt sér stefnu-
mótasíður til að fi nna
maka.
33% Bandaríkja-manna
hafa borgað fyrir að
skrá sig á stefnu-
mótasíðu eða keypt
stefnumótasmáforrit.
24% Bandaríkja-manna
hafa daðrað við ein-
hvern á netinu.
* Heimild: Könnun sem var gerð
af Princeton Survey Research
Associates International 17. apríl til
19. maí á þessu ári.
„Vefurinn fór í loftið 2. mars á þessu ári og
nú eru 2.300 virkir notendur á síðunni. Okkar
markhópur er fólk sem er að leita að ástinni
og lífsförunaut, ekki fólk sem leitar að skyndi-
kynnum,“ segir Björn Ingi Halldórsson, hönn-
uður stefnumótasíðunnar Makaleit.is. Hann
segir marga hafa fundið maka í gegnum síðuna.
„Töluverður fjöldi hefur fundið ástina á síð-
unni og það er mjög gaman að sjá að þetta ber
árangur. Þetta byrjaði sem áhugamál hjá mér
en er mjög gefandi. Það er sérstök tilfinning að
vita að þetta virkar í alvörunni.“ Björn Ingi er
einnig hæstánægður með að afar lítið hafi verið
um að fólk misnoti vefinn.
„Allar myndir fara í gegnum samþykktar-
ferli áður en þær birtast. Það eru ekki allir not-
endur sem setja inn mynd af sér en langflestir.
Það eru hátt í tvö þúsund myndir á vefnum og
hingað til hef ég aðeins hafnað tveimur því þær
voru af kynferðislegum toga. Þá hef ég aðeins
fengið þrjár tilkynningar um að notandi sé að
misnota vefinn frá öðrum notendum. Það segir
mikið um fólkið sem skráir sig.“
Björn Ingi leggur mikið upp úr því að vef-
urinn sé smekklegur og segir kynjahlutfallið
jafnt. Hann er með alls kyns nýjungar í bígerð
og byrjar með hraðstefnumót á mánudaginn á
Hressó hressingarskála. Þátttakendur þurfa að
vera skráðir notendur Makaleitar.is til að skrá
sig en hægt er að fá fría prufuáskrift í tíu daga.
Þegar prufuáskriftin er liðin kostar aðgangur-
inn 490 krónur á mánuði.
„Fyrsta hraðstefnumótið er fyrir fólk á aldr-
inum 50 til 65 ára, mánudaginn á eftir fyrir 30
til 40 ára og því næst fyrir 20 til 30 ára og kost-
ar aðeins 995 krónur. Hraðstefnumótið fer fram
í lokuðum sal og mér datt í hug að skipta stefnu-
mótinu í tvo hluta. Í fyrri hlutanum fá allir
þrjár mínútur með einstaklingi af hinu kyninu
og þurfa að svara þremur léttum spurningum
saman. Það er góð leið til að brjóta ísinn því í
seinni hlutanum er frjálst spjall í fimm mín-
útur og þá hefur fólk eitthvað til að tala um. Ef
þessi hraðstefnumót gefast vel hef ég í hyggju
að bjóða upp á aðrar uppákomur þar sem fólk
getur hist í öruggu umhverfi,“ segir Björn Ingi
og bætir við að framtíð Makaleitar.is sé björt.
liljakatrin@frettabladid.is
Fjölmargir fi nna
ástina á Netinu
Björn Ingi Halldórsson er maðurinn á bak við stefnumótasíðuna Makaleit.is.
Síðan hefur verið opin í tæplega ár og hafa fj ölmargir notendur fundið sinn lífs-
förunaut á vefnum. Björn segir nánast ekkert um það að fólk misnoti síðuna.
44%
➜ 2005
59%
➜ 2013
47%
➜ 2005
53%
➜ 2013
29%
➜ 2005
21%
➜ 2013
n/a
➜ 2005
32%
➜ 2013
Skoðanir fólks á stefnumótum á netinu
Stefnumót á netinu er
góð leið til að kynnast
fólki
Stefnumót á netinu gera
fólki kleift að fi nna maka
sem passar því betur
Fólk sem notar stefnu-
mótaþjónustur á netinu er
örvæntingarfullt
Stefnumót á netinu
hamla því að fólk
festi ráð sitt
Heimild: Pew Research Center‘s Internet & American Life Project í Bandaríkjunum. Könnunin árið 2005 var framkvæmd 14. september til
8. desember. 3.215 manns, átján ára og eldri, tóku þátt. Könnunin í ár var framkvæmd 17. apríl til 19. maí. 2.252 manns, átján ára og eldri,
tóku þátt. Allir sem tóku þátt eru búsettir í Bandaríkjunum.
Markmiðið er að halda áfram að þróa
vefinn og stækka hann.
AMOR
INTERNETSINS
Björn Ingi og
síðan hans koma
fólki saman.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég keypti Eldsmiðjuna árið 1994 og vakti
og svaf á gólfinu. Ég vann þar alla daga og
hunsaði slappleika sem ég fann fyrir. Fimm
árum síðar leið yfir mig í vinnunni og þá fór
ég upp á sjúkrahús. Það kom í ljós að ég var
með heilahimnubólgu og ég þurfti að liggja
á spítala í tvær vikur. Ég var heppinn að lifa
af. Ég fór ansi nálægt því að fara yfir móð-
una miklu,“ segir Þorleifur Jónsson, betur
þekktur sem Tolli, sem opnar veitingastað-
inn La Luna í keiluhöllinni í Öskjuhlíð og
Egilshöll í næstu viku. Hann segist hafa lært
sína lexíu.
„Ég lærði af þessu að vinna aðeins minna.
Ég fékk mann til að leysa mig af og sá þá að
ég hafði alveg efni á því. Ég dró mig meira
og meira úr daglegum rekstri þangað til ég
gat stjórnað fyrirtækinu og notið þess að
eiga það. Ég seldi Eldsmiðjuna árið 2007 en
þá átti ég einn mánuð eftir í þrettán árin. Ég
þorði ekki að fara í þá tölu.“ Tolli keypti La
Luna í mars í fyrra og rak staðinn á Rauð-
arárstíg þangað til fyrir stuttu.
„Staðsetningin hentaði ekki og mér var
boðið að koma með fyrirtækið inn í Keilu-
höllina þannig að ég stökk á það. Ég á mjög
stóran aðdáendahóp sem ég vissi ekki um
fyrr en staðnum á Rauðarárstíg var lokað.
Það var grátur og gnístran tanna þegar
hann lokaði. Fólk hringdi í mig og grenjaði.
Það lá við að ég hefði búið til pitsur í eld-
húsinu heima enda margir sem sögðust ekki
ætla að borða pitsur fyrr en ég myndi opna
aftur,“ segir Tolli. Hann býður fylgjendum
La Luna á Facebook í generalprufu í Egils-
höll um helgina. Hann segist vera frumkvöð-
ull í pitsubakstri.
„Árið 1996 bjó ég til Pepperoni Special og
breytti pitsunni á Íslandi til frambúðar. Mat-
seðillinn sem ég bjó til það ár er enn í notkun
á ýmsum pitsustöðum. Ég hef verið kallaður
pitsuhvíslarinn.“ liljakatrin@frettabladid.is
Breytti pítsubransanum og er kallaður pítsuhvíslarinn
Þorleifur Jónsson opnar La Luna í keiluhöllinni í Egilshöll og Öskjuhlíð. Hann segist vera frumkvöðull í pitsubakstri á Íslandi.
FRUMKVÖÐULL Tolli byrjaði að bjóða upp á súrdeigs-
pitsur í fyrra á undan öllum öðrum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK