Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 46
FRÉTTABLAÐIÐ Eva Dögg Rúnarsdóttir. List og jólasveinar. Breki skartgripir. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 8 • LÍFIÐ 29. NÓVEMBER 2013 E va Dögg er upprenn- andi hönnuður með stóra drauma. Hún býr í Kaup- mannahöfn ásamt kærasta sínum og syni og kynnt- ist bestu vinkonu sinni fyrir til- viljun fyrir tveimur árum. Saman hafa þær opnað verslun á Nørrebro og stefna á að framleiða sína eigin línu á næsta ári með umhverfis- vænum áherslum. Hvaða drauma áttir þú sem lítil stelpa? „Mig hefur alltaf langað að vera fatahönnuður, síðan ég man eftir mér. Auðvitað átti ég mér ein- hver tímabil þar sem ég þráði að verða fræg leikkona í Hollywood, príma ballerína og söngkona, en fatahönnun og allt henni tengt hefur alltaf staðið upp úr. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið sjúk í tískublöð og safnað mér fyrir þeim. Fyrst Seventeen og svo Vogue. Svo settist ég niður, tók glósur úr þeim og merkti þau öll með „post its“, bara til að vera með allt á hreinu. Móðuramma mín var alveg einstaklega skapandi og hæfileikarík kona og mamma og systur hennar erfðu það frá henni. Fríður, móður systir mín, er fata- hönnuður og dóttir hennar, Hrönn, er það einnig. Ég hef alltaf litið alveg gríðarlega upp til þeirra, alveg síðan ég man eftir mér. Allt sem þær gerðu var svo spenn- andi og að koma heim til þeirra var eins og að koma inn í ævin- týraheim.“ Hvenær fluttir þú svo til Dan- merkur og hvers vegna? „Ég flutti til Danmerkur fyrir tíu árum til að fara í Lýðháskóla, Den Skandinaviske Designhøjskole. Mig langaði svo að búa einhvers staðar annars staðar en á Íslandi. Námið stóð í hálft ár og ég var með stór plön um að fara til New York eða Parísar. Mér fannst Dan- mörk vera fínn viðkomustaður til byrja á þar sem ég var viss um að hér gæti ég aðlagast fljótt. Núna, tíu árum seinna, er ég hér enn.“ Tækifærin eru í Danmörku Hvernig líkar þér þar? „Ég elska Danmörku og ég elska Kaup- mannahöfn og þá Nørrebro sér- staklega. Ég bjó á Jótlandi áður svo það er stór munur að vera komin til Kaupmannahafnar. Hér á Nørrebro bý ég í mínum litla heimi og líður svo vel hérna. Þetta er eins konar lítið samfé- lag, sem er svo huggulegt. Danir eru auðvitað mjög frábrugðnir Ís- lendingum og allt tekur sinn tíma. Þeir þurfa að ræða málin fram og til baka og hugsa sig um á meðan Íslendingar eru oftast tilbúnir að skella sér út í djúpu laugina. Hér eru líka aðeins fleiri möguleikar hvað varðar mína vinnu.“ Hvert fórstu að læra fatahönn- un? „Ég lærði í Teko í Herning. Ég ætlaði að sækja um skóla ann- ars staðar en svo voru nokkrar stelpur úr lýðháskólanum að sækja um svo ég sló bara til. Ég bjóst alls ekki við því að kom- ast inn. Ég ákvað síðan að upp- lifa meira og bæta við mig svo ég fór í sumarskóla í Flórens. Þegar ég kom til baka bauðst mér starf hjá dönsku „street wear“ merki í Árósum en þá stofnaði ég fyrir þá merkið Red Issue sem hefur verið fáanlegt í NTC. Ég kláraði því aldrei BSc-námið mitt í háskól- anum og velti oft fyrir mér hvort það sé ekki kominn tími á það.“ Eftir tveggja ára samstarf við Red Issue var Eva Dögg ráðin til Samsøe og Samsøe til að hanna fyrir annað nýtt og ferskt merki. „Ég var fyrsti hönnuðurinn sem vann að merki sem heitir Envii og er orðið ansi vinsælt í dag. Ég var að gera yfir tíu fatalínur á ári og var hætt að vera hugmynda- rík. Mér fannst það ekki gefa mér nógu mikið svo að ég var hálffeg- in þegar þeim kafla lauk. Hins vegar var þetta ótrúlega mikil reynsla, ég ferðaðist um Asíu á tveggja mánaða fresti og við opn- uðum fullt af búðum svo ég upp- lifði margt spennandi.“ Nú ertu svo komin í verslunar- rekstur ásamt vinkonu þinni, Önnu Sóleyju Viðarsdóttur. Versl- unin heitir Ampersand, hvað- an kemur nafnið? „Nafnið kemur af og-merkinu, &, en það heit- ir „ampersand“ á ensku. Okkur fannst það ná fullkomlega utan um það sem við stöndum fyrir, fyrir utan að vera einstaklega fal- legt orð. Við erum Eva og Anna, stúdíó og búð, við gerum hitt og þetta og meira til. Nafnið býður einnig upp á þann möguleika að bæta endalaust við, svona ef við horfum til framtíðar. Við stefnum á að bæta alltaf við fleiri og fleiri &-um og þannig viðhalda áhugan- um og ögruninni.“ Hvað kom til að þið vinkon- urnar opnuðuð verslun saman? „Það var næstum því alveg óvart. Við höfðum oft rætt það hvað það gæti orðið mikið ævin- týri en höfðum svo sem eins og oft vill verða bara látið okkur dreyma um það. Svo bauðst okkur að taka við þessu húsnæði og þá gátum við náttúrulega ekki annað en látið slag standa. Við þráð- um báðar vinnustofu og stað til að skapa svo við fengum það og gott betur. Húsnæðið er í uppá- haldsgötunni okkar í allri Kaup- mannahöfn og við búum báðar í undir þriggja mínútna fjarlægð frá búðinni og um það bil mínútu fjarlægð hvor frá annarri. Þarna gripu örlögin í taumana svo við gátum hreinlega ekki annað.“ Eruð þið Anna Sóley æskuvin- konur? „Nei, við kynntumst hér úti þegar hún bjó hjá mér og kær- asta mínum í nokkra mánuði. Þau þekktust áður og hana vantaði samastað þegar hún flutti hing- að út. Þetta var ótrúlegt, hún var bara sálufélagi minn sem ég hafði ekki hitt. Við áttum allt sameig- inlegt og það small allt þegar við hittumst. Hún lærði skapandi skrif og er mikil tískudrottning svo við vinnum mjög vel saman. Við erum ekki búnar að þekkj- ast nema í tvö ár en okkur líður eins og við séum búnar að þekkj- ast í gegnum mörg líf. Við erum alltaf saman svo hún er hálfpart- inn auka-mamma barnsins míns. Stundum höldum við vinkonurnar heimadekurdaga þar sem að við búum okkur til maska, ilmolíur og allt það helsta og dekrum við EVA DÖGG INNI Í MÉR BERJAST TÍSKUDROTTNINGIN OG HIPPINN Eva Dögg Rúnarsdóttir hefur búið í Danmörku um tíu ára skeið og segist elska litla samfélagið sem hún býr í á Nørrebro. Hún lærði fatahönnun og tæki- færin hafa komið henni skemmtilega á óvart undanfarin ár. Lífi ð ræddi við Evu Dögg um verslunina Ampersand, skólínuna sem hún hannaði fyrir Shoe the Bear og umhverfi svitund sem stundum getur verið erfi tt að samhæfa tískuheiminum. NAFN Eva Dögg Rúnarsdóttir ALDUR 29 ára STARF Fatahönnuður, stílisti og búðareigandi HJÚSKAPARSTAÐA Ég á kærasta/ sambýlismann, Ágúst Fannar Einþórsson BÖRN Bastian Nói 20 mánaða IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.