Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 47
SPIL
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
Kynningarblað
Ævintýralandið, Besta
svarið, Spilin hjá Magna,
dýrasta skáksettið,
barnaleikir á netinu. ,
Ævintýralandið er alíslenskt spil sem byggist á þykj-ustuleik barna. Í spilinu
vinna allir saman og það er tilval-
ið fyrir fjölskyldur með börn á aldr-
inum 4 til 12 ára. Einn leikmaður er
stjórnandi leiksins. Hann er sögu-
maður í ævintýri en aðrir þátt-
takendur skapa og leika hver sína
söguhetju í því. Sögur eru dregn-
ar af handahófi og inn í þær flétt-
ast talandi dýr, spennandi fólk og
alls kyns hlutir sem sumir hafa yfir-
náttúrulega krafta.
Magnús Halldór Pálsson hefur
reynslu af spilinu og er afar ánægð-
ur. „Ég hafði augastað á Ævintýra-
landinu frá því spilið var gefið út. Á
þeim tíma var dóttir mín þó aðeins
tveggja ára og því ekki tímabært að
kaupa það. Í haust fór Áróra dóttir
mín að segja mér sögur og brandara
eins og henni þykir skemmtilegt og
ég tók eftir því að sögurnar fóru að
verða flóknari og ítarlegri. Þá datt
mér í hug að tími væri til að festa
kaup á spilinu,“ lýsir Magnús sem
var sjálfur spenntur fyrir að prófa.
Kvöldið eftir að Magnús keypti
spilið settist hann niður með Áróru
og móður hennar til að spila. „Ég
var sögumaður og þær mæðg-
ur spiluðu og lituðu,“ segir Magn-
ús en skemmst er frá því að segja
að Áróra var í skýjunum. „Þar sem
móðir hennar er upptekin í skóla
höfum við Áróra spilað mikið tvö
saman og það þykir henni alveg
jafn gaman,“ segir Magnús sem
telur að Ævintýralandið geti haft
mjög þroskandi áhrif. „Mér finnst
sem þykjustuleikir Áróru séu orðn-
ir mun f lóknari og dýpri núna,“
segir hann.
Ein af mörgum jákvæðum hlið-
um spilsins að mati Magnúsar er
hvað það er sveigjanlegt. „Það er
ekkert mál að víkja út af reglum og
söguþræði. Þá tekur spilið heldur
ekki langan tíma. Gert er ráð fyrir
tíu mínútum á hverja sögu og því
tekur um hálftíma að fara í gegn-
um þrjár slíkar,“ segir hann og telur
jafnframt lítið mál að laga spilið að
aldri og þroska spilaranna.
Magnús og Áróra eru afar náin
og eyða miklum tíma við spil og
lestur. Magnús telur Ævintýraland-
ið enn eitt tækið til að eiga góðar
stundir saman.
„Foreldrið þarf að vera tilbúið að
sleppa dálítið fram af sér beislinu,“
segir Magnús glettinn en bætir við
að það ætti ekki að reynast erfitt
enda hafi krakkarnir ekkert fyrir
því að lifa sig inn í ævintýraheim-
inn og foreldrarnir hrífist ósjálf-
rátt með.
Ímyndunaraflið fer á flug
í Ævintýralandinu
Ævintýralandið er skemmtilegt fjölskylduspil fyrir fullorðna og börn. Magnús Halldór Pálsson hefur
spilað Ævintýralandið með dóttur sinni Áróru, fjögurra ára. Hann segir spilið veita þeim feðginum
góðar samverustundir auk þess sem það þroski ímyndunarafl þeirrar stuttu.
Magnús Halldór Pálsson með dóttur sinni Áróru og vini þeirra Þórarni Rúnarssyni. MYND/VALLI
Höfundar Ævintýralandsins eru
hjónin Rúnar Þór Þórarinsson og
María Huld Pétursdóttir en hug-
myndina að spilinu fengu þau árið
2001 þegar elsti sonur þeirra var lít-
ill. „Þá fórum við að velta fyrir okkur
hvernig væri best að tengjast honum
og hvernig við gætum orðið honum
náin, líka eftir því sem hann elt-
ist,“ segir María og úr varð að þau
ákváðu að þróa spil sem byggðist á
þykjustuleik. „Enda eru krakkar í
þykjustuleik alla daga,“ segir hún og
brosir. Ævintýralandið varð síðan að
veruleika árið 2011 þegar eldri strák-
urinn var tólf ára. „Við vorum því
með hugmyndina í vinnslu í tíu ár
en síðustu fimm til sex árin vorum
við komin með prótótýpur og gátum
spilað og þróað spilið áfram þann-
ig,“ útskýrir María.
Í Ævintýralandinu geta foreldr-
ar fengið innsýn í ímyndunarheim
barnanna. „Dregnar eru sögur og
lesnar upphátt og lýsa þær alls kyns
verkefnum og þrautum. Börnin eru
virkir þátttakendur í þeim,“ lýsir
María en bendir á að stjórnandi
spilsins verði að kunna að lesa enda
taki foreldrar yfirleitt að sér það hlut-
verk. „Barnið kemur með sínar hug-
myndir um hvernig megi leysa verk-
efnin,“ segir María. Þannig geti for-
eldrið komist að ýmsu um hugarheim
barnanna. „Maður fær að vita hvern-
ig barnið hugsar sem er sérstaklega
skemmtilegt hjá yngri krökkunum,
þeir koma manni alltaf á óvart. Iðu-
lega búa börnin sjálf til verkefni sem
hvergi finnast í sögunni og þá geta
hlutverkin snúist og foreldrið orðið
þátttakandi í ævintýri barnanna.“
María og Rúnar stofnuðu fyrir-
tækið Pælingu sem gefur út Ævin-
týralandið. Þá barst þeim góður liðs-
styrkur þremur árum áður en spilið
kom út. „Ólafur Stefánsson hand-
boltamaður heyrði af spilinu og
sýndi því mikinn áhuga og fannst
hugmyndin spennandi. Hann próf-
aði spilið með börnunum sínum
og vildi endilega taka þátt í þessu
með okkur,“ segir María og bend-
ir á að Ólafur hafi notað spilið tals-
vert sjálfur. „Óli er fæddur sögumað-
ur og hreifst af því hvernig ævintýrið
sprettur upp úr samskiptum á milli
þeirra sem spila og þroskar skapandi
hugsun og orðfæri.“
Þróuðu Ævintýralandið í tíu ár
Höfundar spilsins, Rúnar Þór Þórarinsson og María Huld Pétursdóttir, fengu hugmyndina
að Ævintýralandinu þegar eldri sonur þeirra var lítill. MYND/VALLI
Frábær íslensk spilahönnun
Ármann Halldórsson, kennari
og spilahönnuður, skrifaði dóm
um Ævintýralandið á bloggsíðu
sinni en hann hafði spilað spilið
með dætrum sínum 7 og 11 ára.
Hér eru nokkrir punktar sem hann
setti fram um kosti spilsins:
– Í þessu spili er unnið með hug-
myndir úr klassískum spunaspil-
um, þær einfaldaðar og snikkaðar
til, til að henta yngri spilurum.
Það eru karakterblöð þar sem eru
sex eiginleikar sem maður getur
raðað á fimm stjörnum í upp-
hafi. Að auki getur maður fengið
verkfæri, félaga, furðuhluti og
hluti. Spilahópurinn glímir svo saman við ákveðin verkefni/sögur og fær
að launum peninga – peningarnir koma í stað reynslustiga (XP). Það sem
minni sjö ára finnst mest spennandi er að fá að kaupa nýja hluti, öðrum
finnst mest gaman að lita karakterana sína og aðrir lifa sig inn í sögurnar.
– Kostur við þetta spil er að í því er mikill sveigjanleiki, maður losnar við
samkeppni (þó ekki alveg, því gæta þarf að því að allir hafi sitt hlutverk
í hverri sögu). Annar kostur er að spilið er fallega hannað, teikningarnar
eru flottar og það ýtir undir ímyndunaraflið.
– Þá tel ég að hér sé um frábæra íslenska spilahönnun að ræða og ég
vona að það komi fleiri svona spil á markað.
– Ég tel líka að þetta spil eigi fullt erindi inn í skólastofuna og frístunda-
heimilin þar sem hér er ýtt undir samvinnu og samræður, læsi, tölvísi,
rýmisskynjun, leikræna tjáningu og margt annað það sem góð spil geta
gert – áfram Ævintýralandið!