Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 4
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 LÖGREGLUMÁL Blóði drifnum síðum úr Kóraninum, sem voru hluti sönnunargagna um haturs- glæp gegn múslimum á Íslandi, var hent í ruslið. Borgarstarfs- menn fjarlægðu síðurnar ásamt þremur svínshöfðum sem hafði verið komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag. Svínshöfuð, lappir og blóð ásamt blóðugu eintaki af Kór- aninum, trúar- riti múslima, fundust á lóðinni þar sem á að að reisa mosku. Ljósmyndari Fréttablaðsins myndaði vett- vanginn áður en borgarstarfsmenn komu að. Í 233. grein almennra hegn- ingarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinber- lega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. „Menn geta brot- ið gegn þessari lagagrein með bæði orðum og athöfnum sem eru smánandi og niðurlægjandi fyrir hóp manna á grundvelli trúar- bragða. Mér finnst blasa við að það eigi við í þessu máli,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Kór- aninn vísar skýrt til íslamstrúar og það getur ekki verið skýrara að hverjum þetta beinist.“ Ólíklegt er að lögreglan aðhaf- ist frekar í málinu segir Bene- dikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ segir Benedikt. „Við myndum rannsaka þetta ef við hefðum eitthvað í höndunum.“ Hann segir að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi staðfest við sig að það hafi verið „einhver bréf“ á vettvangi en þeim hafi verið hent. „Hann sagði að þetta hefði verið eitthvert bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það til- heyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvert rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ segir Bene- dikt. brjann@frettabladid.is Sönnunargögn um hatursglæp í ruslið Borgarstarfsmenn hentu sönnunargögnum um hatursglæp að lögreglumönnum ásjáandi. Blóðugur Kóran fór í ruslið með svínshausum. Tveggja ára fangelsi liggur við hatursglæpum. Hef ekkert í höndunum til að rannsaka segir lögreglufulltrúi. BJÖRG THORARENSEN Svínum er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, slátrað í fjórum slátur- húsum á landinu. Hjá þeim sláturhúsum sem Fréttablaðið hafði samband við fengust þær upplýsingar að svínshausar séu alls ekki vinsæl söluvara og fáir hausar séu seldir. Eingöngu kjötvinnslur kaupa svínsblóð og því ekki sérlega margir sem hafa aðgang að jafn miklu magni og hellt var á lóð Félags múslima á Ís- landi. Ekki er þó útilokað að um blóð úr öðrum dýrum hafi verið að ræða, enda til dæmis mikið magn af kindablóði selt til sláturgerðar. Svínshausar ekki vinsæl söluvara Á VETTVANGI Borgarstarfsmenn hreinsuðu upp svínshausa og önnur sönnunar- gögn á vettvangi. Hér sést lögreglumaður gæta svæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKÓLAMÁL Á þriðja hundrað manns kröfðust þess að félagsmiðstöð yrði opnuð í gamalli spennistöð við Austurbæjarskóla í gærmorgun. Nemendur og foreldrafélag Austurbæjarskóla, ásamt fleirum, gengu frá Hallgrímskirkju niður í Ráðhúsið og kröfðust þess að framkvæmd- ir yrðu hafnar við spennistöðina. Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, forseti borgar- stjórnar, upplýstu mannskapinn um að félagsmiðstöðin yrði að veru- leika, farið yrði í framkvæmdir á þessu ári og 45 milljónir króna verða settar í framkvæmdirnar á næsta ári. Kjartan Magnússon borgarfullrúi Sjálfstæðisflokksins flutti tillögu um málið árið 2010 og spurðist fyrir um það á borgarráðsfundi fyrir tveimur vikum. - fbj Nemendur í Austurbæjarskóla efndu til kröfugöngu í gær: Vilja félagsmiðstöð í miðbæinn KRAKKAR Í KRÖFUGÖNGU Spennistöðin er autt húsnæði við hlið Austurbæjar- skóla sem mun hýsa félags- og menningarmiðstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL DÓMSMÁL Hannes Smárason fjár- festir var í gær dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna. Krafa Landsbankans á hendur Hannesi á rót sína að rekja til sjálf- skuldarábyrgðar sem hann gekkst í fyrir lánveitingum bankans til handa tveimur einkahlutafélögum í hans eigu, sem héldu á eignarhlut hans í FL Group fyrir bankahrunið. Fram kemur í dómnum að heild- arstaða þessara lána Landsbankans til félaga Hannesar hafi numið 24,7 milljörðum króna í desember 2007. Hannes hafði gengist í sjálfskuldar- ábyrgð vegna lánveitinganna upp á 2,2 milljarða króna. Með dómi héraðsdóms var hann dæmdur til að greiða 1,9 milljarða króna ásamt dráttarvöxtum að frá- dregnum 300 milljónum króna þar sem sannað þótti að greitt hefði verið inn á reikning Primusar ehf. í mars 2008 og sjálfskuldarábyrgð Hannesar lækkuð um sömu fjárhæð á móti. - þþ Hannes Smárason dæmdur til að greiða sjálfskuldarábyrgð sína vegna lána: Greiði Landsbanka 1,9 milljarða STJÓRNSÝSLA Fjöldi fólks mótmælti fyrir utan útvarpshúsið í Efstaleiti í gær. Mótmælin voru haldin undir yfirskriftinni „Stöndum með Ríkisút- varpinu“. Yfir 9.000 manns hafa skrif- að undir áskorun til menntamálaráð- herra um að afturkalla uppsagnirnar en 39 starfsmönnum var sagt upp á miðvikudag. Fundur var haldinn með starfs- mönnum í gær þar sem farið var yfir þær aðgerðir sem komnar eru til framkvæmda og þær breytingar sem þessi niðurskurður hefur í för með sér fyrir reksturinn og dagskrána. Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í samtali við Vísi eftir fundinn ekki koma til greina að draga uppsagn- irnar til baka að óbreyttum tekjum. Hann sagði niðurskurðinn óumflýjan- lega bitna á dagskrá og fjölda starfs- manna. - fbj Tilfinningaþrunginn starfsmannafundur hjá Ríkisútvarpinu eftir uppsagnir: Mótmælt vegna uppsagna RÚV HEILBRIGÐISMÁL Ný fæðingardeild og meðgöngu- og sængurlegudeild verður opnuð 1. mars 2013. Í tilkynningu frá Landspítalan- um segir að þjónusta deildanna við skjólstæðinga verði betri og öfl- ugri við breytingarnar. Gert er ráð fyrir að þær stuðli að fjölgun eðli- legra fæðinga, samfella í umönn- un fæðandi kvenna verði meiri og sængurkonur með börn á vöku- deild verða nær börnum sínum í sængurlegu. Samhliða verður hægt að bæta aðstöðu og starfsumhverfi með betri nýtingu húsnæðis, um leið og álag á starfsfólk er jafnað. - sáp Þjónusta bætt til muna: Breyttar deildir opnaðar á LSH SÝRLAND, AP Bandarískir emb- ættismenn segja til greina koma að eyða sýrlenskum efnavopnum á hafi úti. Hugmyndin er sú að eiturefnin verði sett um borð í bandarískt skip, MV Cape Ray, í Miðjarðar- hafinu. Skipið verði búið sérstök- um búnaði til að gera eiturefnin hættulaus, bandarísk herskip muni fylgja því og sjá til þess að öryggi þess verði ekki stefnt í hættu. Enn hafa þó engar ákvarðanir verið teknar, en ekkert land hefur til þessa viljað taka við efnavopn- unum til eyðingar. - gb Vandræðagangur í Sýrlandi: Efnavopnum eytt í hafi FJÖLDI FÓLKS MÓTMÆLTI yfir 9.000 manns hafa skrifað undir áskorun um að afturkalla uppsagnir á RÚV FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÆMDUR Landsbankinn lánaði tveim- ur félögum Hannesar en hann gekkst í 2,2 milljarða sjálfskuldarábyrgð vegna lánanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DÓMSMÁL Nítján ára gamall pólskur maður var í gær dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir að smygla rúmlega hálfu kílói af kókaíni til landsins. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð í september síðastliðn- um en hann hafði falið efnin í lík- ama sínum í 56 pakkningum. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en sagðist hafa verið burð- ar dýr fyrir annan mann sem dómarinn taldi trúverðugt. - bl Nítján ára pólskur maður: Dæmdur í fang- elsi fyrir smygl SPURNING DAGSINS Hrafnhildur, munu listamenn fremja pottagjörning á Austur- velli? „Það fer eftir því hvernig verður í pottinn búið.“ Hrafnhildur Sigurðardóttir, formaður Sam- bands íslenskra myndlistarmanna, segir niðurskurð á myndlistarsjóði reiðarslag og að listamenn eigi potta og pönnur til að mótmæla. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál. Benedikt Lund Lögreglufulltrúi hjá Lög- reglu höfuðborgarsvæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.