Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 76
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 46 Frjósemisfaraldur í stjörnuheimi Fræga fólkið var aldeilis duglegt að fj ölga sér á árinu sem er að líða. Margar krúttsprengjurnar litu dagsins ljós en það þykir deginum ljósara að tvö börn hafi stolið senunni. Annars vegar Georg prins þeirra Kate Middleton og Vilhjálms prins og hins vegar litla hnátan North West sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian eignaðist með unnusta sínum, Kanye West. 22. júlí Konunglegur snáði Georg prins kom í heiminn hinn 22. júlí á St. Mary‘s-sjúkrahúsinu í London en foreldrar hans eru Vilhjálmur prins og Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge. 11. júlí Eitt frægasta barn ársins Margir biðu óþreyjufullir eftir fæðingu frumburðar Kim Kardashi- an og Kanye West. North litla West fæddist 11. júlí. 11. janúar Barn númer tvö Tónlistarmaðurinn Elton John og eiginmaður hans, David Furnish, voru í skýjunum hinn 11. janúar þegar annar sonur þeirra, Elijah Wood, kom í heiminn með aðstoð staðgöngumóður. 30. júní Sumarbarn Þúsundþjalasmiðurinn Jessica Simpson eignaðist soninn Ace Knute með unnusta sínum, Eric Johnson, hinn 30. júní. Fyrir áttu þau dótturina Maxwell. 30. maí Frumburður fæddur Leikarahjónin Channing Tatum og Jenna Dewan-Tatum eignuðust sitt fyrsta barn í London hinn 30. maí. Litla stúlkan hlaut nafnið Everly. 22. janúar Tónlist og takkaskór Söngkonan Shakira og knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué eignuðust soninn Milan Piqué Mebarak í Barselóna 22. janúar. 23. ágúst Carmen komin Stórleikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Thomas Baldwin, eignuðust dótturina Carmen Gabrielu 23. ágúst. 29. ágúst Rokkarabarn Stjörnuparið Fergie og Josh Duhamel gáfu syni sínum sannkallað rokkaranafn en hann kom í heiminn 29. ágúst. Sá litli heitir Axl Jack. 5. október Barn og brúðkaup Halle Berry og Olivier Martines eignuðust dreng- inn Maceo Robert í október, þremur mánuðum eftir að þau giftu sig í Frakklandi. 22. júlí Góður dagur Leikaraparið Penelope Cruz og Javier Bardem eignuðust dóttur sama dag og Kate Middleton fæddi Georg prins. 27. ágúst Loksins kom hann Noah Buble lét bíða eftir sér en hann kom loks í heiminn hinn 27. ágúst. Foreldrar hans eru söngvarinn Michael Buble og Luisana Lopilato. 14. október Trump á hendi Auðjöfurinn Donald Trump bætti barnabarni í safnið þegar dóttir hans, Ivanka Trump, eignaðist soninn Joseph Frederick með eiginmanni sínum, Jared Kushner, hinn 14. október. 5. mars Regnbogabarn Fyrrverandi Playboy-kanínan Holly Madison og kærastinn hennar, Pasquale Rotella, eignuðust sitt fyrsta barn hinn 5. mars. Stúlkan fæddist rétt fyrir hádegi og hlaut nafnið Rainbow.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.