Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 84
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 54
visir.is
Frekari umfjöllun
um Olísdeild karla.
FÓTBOLTI Selfoss átti spútniklið Pepsi-
deildarinnar síðastliðið sumar en liðið
hafnaði í 6. sæti deildarinnar. Þrír
útlendingar voru fengnir til liðsins
sem annars var að mestu leyti byggt á
heimastelpum.
„Við erum dálítið montin af því hve
margar ungar stelpur af Suðurlandinu
eru í liðinu okkar. Ætli við höfum ekki
verið með yngsta liðið,“ segir Gunnar
Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss,
ánægður með árangurinn. Hann hafi
verið betri en búist var við en í takt
við vonir þeirra.
Á engan er hallað þegar sagt er að
Guðmunda Brynja Óladóttir hafi farið
fyrir Selfyssingum. Framherjinn, sem
skoraði ellefu af nítján mörkum liðsins
í deildinni auk þess að leggja upp tvö,
hefur verið afar eftirsótt hjá öðrum
íslenskum félögum.
„Það voru mörg félög sem vildu
kaupa hana, sem er ekki algengt í
íslenskum kvennafótbolta,“ segir
Gunnar Rafn um stjörnu liðsins. Hann
segist hafa sest niður með Guðmundu
strax eftir tímabilið og ákvörðunin
hafi í raun verið sett í hennar hendur.
„Hefði hún séð sér hag í því hefði hún
að sjálfsögðu fengið að fara.“
Aðspurður um markmið næsta
tímabils segir Gunnar Rafn Selfyss-
inga ekki fara fram úr sér. Horft sé til
lengri tíma í uppbyggingu liðsins.
„Auðvitað vilja allir byggja upp á
sínum heimastelpum. Við tökum aldrei
fleiri en þrjá útlendinga,“ segir þjálf-
arinn sem ætlar að treysta á sömu
íslensku stelpurnar og síðastliðið
sumar. Þær séu efnilegar og reynsl-
unni ríkari.
Búinn að ræða við Dagnýju
„Ég ætla ekki að henda þeim út fyrir
einhverjar fallbyssur sem geta komið
okkur upp um tvö eða þrjú sæti í
deildinni.“
Gunnar Rafn finnur ekki fyrir
neinni pressu eða stressi um skjótan
árangur á Selfossi. Markmiðið sé að
festa liðið í sessi. Innan nokkurra ára
standi vonir til að liðið verði að stöð-
ugu liði í efri hluta deildarinnar. Þótt
liðið sé skipað ungum stelpum hefur
hann ekki áhyggjur af of miklu álagi
á unga fætur. Leikmenn ættu ekki
að þurfa að vera lykilmenn bæði í 2.
flokki og meistaraflokki eins og oft
vill verða.
„Við erum sem betur fer með fjöl-
mennan 2. og 3. flokk. Það eru margar
stelpur af Suðurlandinu sem leita
til okkar því hér er faglegt og gott
starf,“ segir Gunnar. Einn Sunn-
lendingur hefur verið orðaður
við endurkomu upp á síðkastið.
Landsliðskonan Dagný Brynj-
arsdóttir, sem spilar með
Florida State-háskólanum í
Bandaríkjunum og spilað
hefur með Val undan-
farin sumur, er uppal-
in á Hellu. Hún
er samnings-
laus og veltir
möguleikum
sínum fyrir
sér.
„Ég er að sjálfsögðu búinn að tala
við hana eins og örugglega allir þjálf-
arar í Pepsi-deildinni,“ segir Gunn-
ar Rafn. Hann telur þó ólíklegt að
Selfoss verði fyrir valinu og reyndar
íslensk lið yfirhöfuð. Hans tilfinning
sé að miðjumaðurinn spili ytra næsta
sumar. kolbeinntumi@frettabladid.is
SPORT
MÖRG FÉLÖG VILDU
KAUPA GUMMU
Selfyssingar tjalda ekki til einnar nætur þegar kemur að kvennaliðinu í knattspyrnu. Liðið
er skipað ungum stelpum og þjálfarinn ætlar að treysta á þær í framhaldinu en ekki fá stór
nöfn til liðsins. Miklu máli skiptir að sú besta verði áfram hjá Suðurlandsliðinu.
Leikmaður Félag Mörk Mörk liðs Hlutfall
Guðmunda Brynja Óladóttir Selfoss 11 19 58%
Telma Hjaltalín Þrastardóttir Afturelding 8 17 47%
Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan 28 69 41%
Ashlee Hincks FH 12 35 34%
Elín Metta Jensen Valur 17 53 32%
Shaneka Gordon ÍBV 13 43 30%
Berglind Bjarnadóttir HK/Víkingur 5 20 25%
Sandra María Jessen Þór/KA 9 38 24%
Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðablik 9 38 24%
Mackenzie Scovill Þróttur 3 13 23%
Kolbeinn Tumi
Daðason
kolbeinntumi@frettabladid.is
Þær mikilvægustu í Pepsi-deildinni 2013
Við erum
dálítið montin af því
hve margar ungar
stelpur af Suðurland-
inu eru í liðinu okkar.
Gunnar Rafn Borgþórsson
þjálfari Selfoss
Guðmunda
skoraði 58%
marka Selfoss
liðsins í sumar.
42% markanna
dreifðust á aðra
leikmenn liðsins.
MARKASKOR
17 ára landslið
19 ára landslið
Mfl. Selfoss
FÉLAG SELFOSS
FÆÐINGARÁR 1994
LEIKIR
LEIKIR
LEIKIR
MÖRK
MÖRK
MÖRK
FÓTBOLTI Fulltrúar okkar í Evrópudeild UEFA áttu
góðan dag í gær. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði
síðara mark hollenska liðsins AZ Alkmaar í 2-0 sigri
á Maccabi Haifa frá Ísrael en með sigrinum er AZ
öruggt áfram í 32-liða úrslit keppninnar, þó að enn sé
ein umferð eftir af riðlakeppninni. Aron Jóhannsson
var einnig í byrjunarliði AZ en var tekinn af velli á 81.
mínútu.
Tottenham vann sinn fimmta sigur í jafn
mörgum leikjum í sínum riðli, í þetta sinn gegn
Tromsö í norðurhluta Noregs, 2-0. Gylfi Þór
Sigurðsson spilaði allan leikinn og átti þátt í báðum
mörkum enska liðsins. Tottenham er nú öruggt með
efsta sæti síns riðils.
Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Zulte-Ware-
gem sem vann góðan sigur á Wigan, 2-1. - esá
Jóhann Berg skoraði og Gylfi lagði upp
HANDBOLTI FH var nálægt því að
snúa vonlausri stöðu gegn Haukum
sér í hag í toppslag Olísdeildar karla
og Hafnarfjrðarrimmu af bestu gerð
í gærkvöldi. Haukar unnu, 31-27, en
FH náði að minnka muninn í tvö
mörk eftir að hafa verið tíu mörkum
undir þegar aðeins fjórtán mínútur
voru eftir af leiknum.
Fram og ÍR unnu einnig sigra í
sínum leikjum í deildinni í gær. - esá
Ótrúleg endurkoma FH dugði ekki til gegn Haukum
NÍU MÖRK EKKI NÓG Ásbjörn Friðriksson, FH, í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN