Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 52
FRÉTTABLAÐIÐ Eva Dögg Rúnarsdóttir. List og jólasveinar. Breki skartgripir. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 10 • LÍFIÐ 29. NÓVEMBER 2013 þeir versla. Íslenskar konur hugsa allt öðruvísi. Þær kaupa hlutinn strax því að það kemur kannski ekki annað tækifæri. Við værum eflaust í blómstrandi biss- ness ef verslunin væri á Laugaveg- inum,“ segir hún hlæjandi. „Annars erum við einnig á fullu að vinna að Ampersand- merkinu okkar sem verður sent í framleiðslu á næsta ári. Hug- myndin er eitthvað sem stendur hjarta okkar nær og er mjög mik- ilvægt fyrir okkur. Enda erum við konur sem vinnum hart að því að breyta heiminum til hins betra, eitt skref í einu. Við höfum verið að vinna að smærri verkefnum á vinnustofunni, sýnishornum, „one of a kind“ hlutum, höfuðdjásn- um og klútum sem við framleið- um sjálfar. Það finnst okkur afar skemmtilegt og gefandi og við munum gera enn meira af því í framtíðinni. Þegar við opnuðum búðina var ég í barneignarorlofi og allt gerð- ist svo hratt og því einbeittum við okkur að því að selja vörur eftir aðra og vinna „freelance“ með.“ Sonurinn breytti lífinu Hvað veitir þér innblástur í dag- lega lífinu? „Sonur minn hefur gefið mér það að í dag lít ég á heiminn í allt öðru ljósi en ég gerði áður. Það hefur óendanlega góð áhrif á sköpunargleðina að ég mæti í vinnuna á hverjum degi á stað sem ég elska og það er ekki verra að eyða hverjum degi með bestu vinkonu minni og sálufélaga. Anna Sóley veitir mér alltaf inn- blástur. Gústi, kærasti minn, dreg- ur mig stundum niður úr skýjun- um þegar ég er komin á of mikið flug. Annars eru það allar bæk- urnar mínar, löngu hjólatúrarnir mínir hérna í Köben, list og annað skapandi og gefandi fólk.“ Hverjir eru uppáhaldshönn- uðir þínir? „Ég dáist óendan- lega mikið að Stellu McCartney og öllu því sem hún stendur fyrir. Ég lít upp til hennar meðal ann- ars vegna þess að hún er tilbúin að reyna að breyta tískuheiminum til hins betra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gera slíkt hið sama. Þó er ég búin að sjá og læra að allt tekur sinn tíma og ég breyti hvorki sjálfri mér né þeim sem ég vinn með á einum degi. Mér finnst ólýsanlega frá- bært að svona stór hönnuður neiti að nota leður, pels og PVC í sinni línu og leggi mikla áherslu á sjálf- bærni, að efnin hennar komi frá góðum stað þannig að hvorki dýr né börn eða annað fólk þjáist. Það finnst mér mjög mikilvægt. Einn- ig finnst mér Alexander Wang al- gjör snillingur. Bæði merkið hans og það sem hann er að gera fyrir Balenciaga. Phoebe Philo, hönnuð- ur fyrir Céline, Rick Owens, Isa- bel Marant og danski hönnuðurinn Anne Sofie Madsen. Þau eru öll miklir listamenn og ótrúlega dug- leg í sínu fagi. Ég get heldur ekki lifað án gallabuxna frá sænska merkinu Acne.“ Hverjir eru svo framtíðar- draumarnir? „Þá verðum við komið með eigið merki og Ampers- and verður komið með heimsyfir- ráð,“ segir hún skellir upp úr. „Við vinnum hörðum höndum að því að starta okkar eigin merki en nú erum við að gera allt þetta prakt- íska, viðskiptaplön og svo kemur hitt allt á næsta ári, framleiðslan og fleira. Við erum báðar þannig týpur að okkur er annt um heim- inn og umhverfið sem stangast oft á við að vera tískudrottning. Það að vera umhverfisvænar og græn- ar án þess að vera í einhverjum hippamussum og hamp-buxum er stundum erfitt. Það eru þess- ar tvær persónur sem berjast inni í mér, tískudrottningin og græni hippinn, sem oft og tíðum er erfitt að sameina.“ Evu Dögg Rúnars- dóttur líkar mjög vel í Kaupmannahöfn. Uppáhalds MATUR Gústi gerir besta Taco í heimi og heimilisuppskriftin okkar af raw pad thai er algjör- lega guðdómleg. DRYKKUR Íslenskt vatn. Ann- ars geri ég rosalegan Bloody Mary og það er fátt betra en kampavínsflaska í góðra vina hópi... helst um hádegið. VEFSÍÐA Houseofampersand. com, MindBodyGreen.com, rawforbeauty.com og style.com. HREYFING Ég stunda Jóga á hverjum degi og gæti ekki hugsað mér líf mitt án þess. Ég reyni að hlaupa úti þrisvar í viku og svo hjólaskautum við Anna Sóley. DEKUR Ég er dekurdrottn- ing. Ég er nýbúin að uppgötva Saunagus en ég elska lúxus dekur með gufu, saunu, nuddi, kampavíni, jarðarberjum og öllu tilheyrandi. Litla fjölskyldan saman í Kaup- mannahöfn. K R I N G L A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.